31.12.2011 | 02:55
Pólitískar mannfórnir sem leiða munu til utanþingsstjórnar....vonandi
Árið 2012 byrjar ekki björgulega fyrir ríkisstjórn landsins. Fyrir henni er nú komið eins og sumum landsmönnum sem vita að þeir hafa eitt um efni fram fyrir jólin og kvíða því að vísareikningnum komi í gegnum lúguna. -
Þessar pólitísku mannfórnir sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa staðið að á síðust dögum þessa árs hafa lagst illa í þjóðina og enn ver í suma stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi. - Þótt látið sé að því liggja að allt hafi farið fram í sátt og samlyndi, vita allir, að nú bíða þeir sem hafa orðið verst úti í þessum "skipulagsbreytingum" aðeins eftir því að það komi að skuldadögum.
Þegar þing kemur aftur saman eftir áramót, verður ríkistjórnin að horfast í augu við þá staðreynd að hún nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þingsins. Þá fattar Jógrímur hann hafði ekki efni á því að fæla frá sér tvo stuðningsmenn í viðbót við þá sem þegar hafa flúið hann. Naumur var meirihlutinn fyrir og nú er hann enginn.
Hræsnin og svikin sem pólitísk hrossakaup sem þessi útheimta af stjórnmálamönnum landsins hljóta að ofbjóða stórum hluta landsmanna, hvar í flokki sem þeir sitja. - Að leyfa forystu stjórnmálflokkanna að fótum troða lýðræðið hvað eftir annað á þennan hátt og segja svo brosandi við þjóðina að um það ríki full sátt um aðgerðirnar í flokkunum, eins og það sé æðsta uppfylling lýðræðislegra hátta, ætti að vera næg ástæða til þess að fólk safnaðist eina ferðina enn saman fyrir framan þinghúsið með olíutunnurnar og búsáhöldin.
Eitt liggur þó fyrir, ekki dugar að krefjast nýrra kosninga. Flestir stjórnmálamenn landsins eru löngu búnir að fyrirgera öllu trausti sem almenningur hafði til þeirra, hvar í flokki sem þeir standa. - Hefðbundin flokkapólitík virkar ekki lengur frekar en gufuaflið til að knýja farartæki nútímans. Búið er að færa okkur sanninn um það með nokkrum tilkostnaði?
Eina raunhæfa leiðin í stöðunni er að forseti rjúfi sem fyrst þing og skipi utanþingsstjórn sem taki að sér ópólitíska ráðsmennsku fyrir land og þjóð næstu 3 - 4 árin a.m.k.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur í þessi Svanurl
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 05:24
Gleðilega Hátíð Svanur Gísli þetta eru orð í tíma töluð og góð analýsa á ástandinu og fín tillaga um úrbætur, en hræddastur er maður samt um að pólítíkusarnir muni reyna að þverskallast og sitja meðan mögulega sætt er.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 09:09
Persónulega fagna ég komu Oddnýjar í fjármálaráðuneytið og vona bara að hún fái vinnufrið fyrir hagsmunapoti samflokksmanna.
Þetta er vanþakklátt starf sem ég mundi ekki vilja taka að mér.
Grímur (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 09:48
Hvenær hættir hagsmunapotið Grímur?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.