Fordæmi báðar tegundir gyðingahaturs

Af síðustu færslu minni, sem fjallaði um gyðingahatur á Íslandi spunnust nokkrar umræður. Nokkrar af fyrstu athugasemdunum gáfu til kynna að lesendur höfðu misskilið efni hennar.

Henni var fyrst og fremst ætlað að vera háð um þá skoðun að öll gagnrýni á stjórnvöld í Ísrael skuli túlka sem gyðingahatur og hvernig hversdagslega hluti má túlka sem gyðingaandúð, ef vilji er fyrir hendi. - Þessi misskilningur var svo sem ágætis lexía fyrir mig, um að stóla ekki um of á skopskyn sumra lesenda minna þegar kemur að hitamálum sem þessum.

En svo það sé alveg á tæru, þá lýsi ég mig á móti gyðingahatri, báðum tegundunum. Ég sem sagt fordæmi hatur á gyðingum og einnig hatur gyðinga á öðrum.

Kynþátta og trúarlegir fordómar hafa eitt sterkt einkenni og því er ekki mikill vandi í sjálfu sér að greina þá. Einkennið er að sá sem þjáist af þeim og reynir að halda þeim á lofti í umræðu, fyrirgerir fljótlega öllum vitsmunalegum rökum og byggir málflutning sinn þess í stað á tilfinningum sínum. -

Þetta staðfestir að orsökin fyrir raunverulegum fordómum er ekki  "þekkingarskortur" eða "skilningsleysi" heldur tilfinningaleg innræting, sem getur verið erfitt að yfirstíga. 

Fólk segir oft t.d;  ég er ekki með neina fordóma. Ég dæmi ekkert fyrirfram. Ég veit bara að gyðingar eru ætíð til vandræða, hvar sem þeir eru. -  Eða það segir; allur stuðningur við málstað Palestínu er ekkert annað en gyðingahatur.

Alhæfingar sem þessar standast enga vitsmunalega skoðun, engin rök styðja þær. Aðeins tilfinning viðkomandi fyrir málefninu, fær hann til að staðhæfa svona lagað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég skildi mætavel fyrri færslu þína Svanur.Hún gekk einfaldlega út á að það að þú gerir því skóna að Ísraelsríki noti dagblaðið Haaretz til að ráðast á Íslendinga í kjölfarið á því að Alþingi samþykkti Palestínuríki. Enn sú ímyndunarveila.

Öllum heiminum er líkast til nákvæmlega sama um hvað Íslandi finnst um Palestínu. Greinin fjallaði um gyðinga á Íslandi, sem leyfðu sér að greina frá fordómum í sinn garð, sem færast í aukana frekar en hitt. Það geta menn séð með einfaldri leit á veraldarvafningnum.

Þér tókst hins vega ágætlega að lokka ýmsa af verstu hatursmönnum gyðinga á blogginu út úr fylgsnum sínum og þeir brilléruðu hjá þér. Þakka þér fyrir það.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.12.2011 kl. 18:54

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Segðu mér svo Svanur, hvað kallar þú það þegar menn líkja Ísrael við Þýskalands nasismans, gyðinga við nasista, Ísraelsmenn við SS, Gettóin 1140 við Gaza eða Sharon við Hitler og þeim sem afneita helförinni? Eru það fordómar?

Þessar samlíkingar eru iðulega notaðar af þeim sem styðja málstað Palestínu. Sá stuðningur er fullur af fordómum og gyðingahatri. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.12.2011 kl. 18:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru vissulega margir sem sjá líkingu með aðferðum nasista og stjórnarherrum í Israel, með réttu eða röngu, Vilhjálmur.

Það er þó orðið ljóst að stæðsti og versti óvinur gyðinga í dag eru einmitt stjórnvöld Israelsríkis. Með framferði sínu, hvort sem þeim má líkja við aðferðir nasista eða ekki, hafa stór skaðað málstað gyðinga, þar sem margir setja samasem merki milli þeirrar trúar og stjórnarhátta í Israel.

Gyðingatrú á ekkert skylt við þá helstefnu sem stjórnvöld Israels viðhafa!

Gunnar Heiðarsson, 28.12.2011 kl. 20:44

4 identicon

Hvaða helstefnu? Hamas semur ekki við Ísraela um nokkurn skapaðan hlut. Þeir segja sjálfir, með stuðningi Írana, að það eigi að útrýma Ísrel. Eða hvað? Hafið þið svar?

Hver er með helstefnu?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:09

5 identicon

http://maps.google.se/m/ms?msid=213588395659266085821.0004997d42b18943037c6&msa=0&ll=55.589696,13.006954&spn=0.06315aps2,0 Það er fræðandi að fara inn á þennann link. Gangster staðurinn Malmö í Svíþjóð með sína fjölmenningu og þar eru múslimar í fararbroddi. Og ég tek fram, að mér er alveg sama, en þetta er bara staðreynd.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:20

6 identicon

Það halda margir að gyðingar séu litaðir að andúð á trú kristinna manna og múslima en það er ekki rétt.Þeir ísraelar sem ég þekki hafa aldrei nokkurn tímann sagt styggðaryrði um trú sem aðrir aðhyllast.Þeir bera mikla virðingu fyrir trúarbrögðum og eru mjög umbyrðarlyndir hvað það varðar enda er meirihluti gyðinga í Ísrael ekkert að stunda að krafti gyðingartrúna.

skvísa (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:24

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki er þetta alveg rétt hjá þér skvísa. Sumir gyðingar eru afar þreyttir á kristnum mönnum sem vilja kristna gyðinga. Trúboð kristinna í Ísrael fer í taugarnar á mörgum, en gyðingdómur boðar ekki hatur á annarri trú.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.12.2011 kl. 01:59

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það virðast vera þrjár tegundir af gyðingahatri í gangi Svanur: hatur á gyðingum - hatur gyðinga á öðrum og svo hið upplogna gyðingahatur sem er beitt gegn þeim sem gagnrýna Ísrael fyrir voðaverk þeirra gegn Palestínuþjóðinni. Vilhjálmur beitir því óspart.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.12.2011 kl. 12:05

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er full ástæða til þess að benda enn og aftur á að gagnrýni á Ísrael er gagnrýni á Síonismann en ekki fólk sem aðhyllist gyðingdóm. Síonisminn nýtur, illu heilli, stuðnings meðal mjög margra sem ástunda gyðingdóm og í huga margra hefur þetta runnið saman. Síonisminn sækir sitt innsta eðli í það versta sem má lesa (og túlka) í fornum trúarritum s.s. Gamla Testamentinu. Það eru til kristnir síonistar og heiðnir síonistar, þ.e. þeir styðja kynþáttastefnu síonismans.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.12.2011 kl. 12:19

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Merkilegt hvað menn geta rifist um þetta, kristnir, gyðingar og múslimar - serstaklega í ljósi þess að þeir trúa allir á sama guðinn.

Í þessu endurspeglast hins vegar sá augljósi sannleikur að megintilgangur skipulagðra stofnanatrúarbragða eru veraldleg völd og ekkert annað.

Haraldur Rafn Ingvason, 29.12.2011 kl. 13:55

11 identicon

Haraldur Rafn Ingvason - Allha er æðsti guð araba af 365 slíkum og það er í tíð Múhameðs. Múhameð vildi útrúma þeim öllum, en arabar neituðu og því varð æðst guðinn eftir- Tunglguðinn Allha- Hálfmáninn er einkenni múslima. Í Kaba í Mekka er svartur loftsteinn sem öll tilvist múslima snýst um og svo að sjálfsögðu afrek Múhameðs. Þetta er ekki sami guðinn sem gyðingar og kristnir biðja til. En þetta með veraldlegu völdin er alveg rétt hjá þér. Sjáðu bara Arabíska vorið og Vatikanið!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 17:26

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

V Jóhannsson; Þetta bull sem þú ert að setja fram hér og er löngu hrakið og afsannað. Það tilheyrir rugli sem aðeins kristnir ofsatrúarmenn, sem ekki vilja með nokkru móti viðurkenna skyldleika þessara systurtrúarbragða, reyna að halda fram í nauðavörn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.12.2011 kl. 17:53

13 identicon

Svanur - Og hvaðann er hálfmáninn upprunninn? Í æviágripi Múhameðs er talað um loftsteininn í Kaba, en það er kannski lýgi. Arabar trúðu á stjörnur og tungl á tímum Múhameðs enda stendur það líka í hans æviágripi. Múhameð sjálfur sagði aröbum að tileika sér þennann eina Guð, Allha, þar sem aðeins væri til einn guð. Ég veit að það er frá gyðingum, sem Múhameð fær sína "hugmynd" að fá vitjun og leitaði hann mikils fróðleiks frá þeim til að byrja með, enda sagði hann sínum mönnum að snúa sér til Jerúsalem í bænum sínu í upphafi!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 18:18

14 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það breytir litlu hvað Múhameð sagði í æfiágripi sínu, þegar þetta er á endanum sami guðinn og hinir trúa á.

Langar svo að spyrja, V.Jóhannsson, hvort þú hafir lesið Kóraninn?

Ef svarið er já, þá hlýtur þú að tala og skilja arabísku, en það er það tungumál sem viðurkennt er við notkun Kórans. Hitt er ekki viðurkennt.

En það er víst svo að það er einn guð í múslímatrú, hitt eru bara einhverskonar heilagar persónur ekki ósvipað og dýrlingar kristinna. Gyðingdómur hlýtur að hafa slíkt líka, þó ég viti það ekki. Kanski Vilhjálmur Örn geti svarað því?

Svo verð ég að segja eins og sumir aðrir að það er síonisminn sem er að skemma fyrir Ísraelum, ásamt nokkrum hershöfðingjum sem vilja drepa fleirri Palestínumenn til að fagna 3ja ára afmæli glæpainnrásarinnar á Gaza-ströndina (27/12 fyrir 3árum)...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 29.12.2011 kl. 22:50

15 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

V. Jóhannsson - lestu þér aðeins til. Hér eru tvær síður til að byrja með: Wikipedia og Knowing Allah.

Góða skemmtun.

Haraldur Rafn Ingvason, 29.12.2011 kl. 22:54

16 identicon

Mín viska um Múhameð kemur úr Kóraninum. Að vísu sem formáli um hann. " Um Múhameð sem persónu og hans líf" upp á 20 blaðsíður frá hans fæðingu 570 e.k. og fram yfir hans dauða, þar sem rætt er um skráningu versa í Kóraninum , því þar var margt snúið og þurfti að lagfæra. Í raun varð Múhameð eyðimerkur ræningji sem herjað á úlvaldalestar, rændi og ruplaði og fékk mikið ríkidæmi með tíð og tíma. Ófeiminn var hann við að drepa fólk. Duglegastur var hann að herja á gyðingalestar og sýndi enga miskunn þar. Múhameð deyr í Medina, eftir stutt veikindi mánudaginn þ. 8.juni 632. Hann hvílir í Medína. Sel ekki dýrara en ég keypti! Kveðja.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 00:33

17 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Vona samt V. Jóhannsson, að þú vitir að þeir viðurkenna ekki Kóranin nema hann sé á upprunamálinu...

Mín vitneskja kemur hinsvegar frá þeim er aðhyllast Múslímatrú...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.12.2011 kl. 01:19

18 identicon

Ólafur - Ég viðurkenni ekki biblíuna nema hún sé á frummálinu!

Þá þarf ég ekki að svara fyrir ósmaræmi og ósóma sem þar stendur.

Þú veist, að múslimar mega ljúga að ekki trúandi til að verja sína trú.

1980, áður en ég flutti til útlanda, hitti ég múslima í Reykjavík.

Hann var hógvær og stilltur maður. Þar sem ég er forvitinn, en var þá illa upplýstur, þá spyr ég hann " Hvenig er Múhameðstrú?".

Hann svaraði "Múhameðstrú og kristin trú eru alveg eins, það er engin munur".

Nú hef ég búið á erlendri grund í 22 ár. Ég hef unnið með múslimum, átt við þá viðskipti, hlustað á Imma og Mulla í TV, hlustað á pólutíska múslima og fylgst með þeirra kúltur.

Það er enginn skyldleiki með þessum trúarbrögðum að neinu leiti, enda væru þá Sharia-lög ekki til, enda aðlagast þeir ekki vestrænni menningu á meðan þeir halda trúnni. Kveðja.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:59

19 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef þú ferð eftir Biblíunni og ákveður að gerast bókstafstrúarmaður (7. dags tísti), eða eitthvað svoleiðis. Þá er mjög einfallt að búa til lög sem svipa til Sharia. Biblían kennir jú að konur skulu halda sig öðru meginn í kirkjunni á meðan herrarnir halda sig hinum megin. Eins kennir biblían að konur skulu halda kjafti á almannafæri, og svo mætti lengi telja.

Er það eitthvað betra en Sharia. Þú getur beitt biblíunni bókstaflega til að réttlæta dráp á fólki. Það gerir trúarbrögð kristinna ekkert skárri en Múslímsk, eða Gyðingdóms.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.12.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband