Engin Jól

MistilteinnÉg veit satt að segja ekki hvort það verða haldin nokkur jól hér á bæ.

Loks þegar maður er búinn að komast aftur upp á lag með að hætta að versla þegar peningarnir eru búnir, kemur í ljós að maður hefur engin efni á að halda upp á fæðingarhátíð frelsarans með nokkurra daga átveislu eins og maður á að gera. -

Ég meina hvað gerir fólk þegar Hreindýrapatéið er komið á um 5000 kall og fylltu skeljarnar frá Nóa á 899 kr./st?

Og þegar maður fer að hugsa um það, er eitthvað bogið við þessa hátíð þar sem fólk situr í stofunni heima hjá sér fyrir, framan dautt tré og maular hnetur og sætindi úr sokk.

Og svo eru það gjafirnar allar. Mér var kennt að það sé ekkert eins grimmúðlegt og að gefa barni eitthvað nytsamlegt í jólagjöf. Spurningin er hvort það komist meira skran fyrir inni hjá stelpunni minni.

Naa, best að halda bara vel upp á nýárið og sleppa jólunum að þessu sinni.


mbl.is Mikill verðmunur á jólamatnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða frelsara hvað.. þessi skáldsaga um þennan frelsara sem þú talar um.. þessi frelsari er um leið pyntingamesitari, því samkbvæmt biblíu þá ætlar hann að pynta ALLA íslendinga sem hafa fæðst.. enginn þeirra getur komist í gegnum eftirlitið á himnaríki.. allir verða settir í lestarnar og keyrði í átt að helvíti þar sem hægri hönd frelsarans mun aðstoða við pyntingarnar...

Frelsari my ass :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 11:41

2 identicon

ja eg skil tig mjog vel, eg er kominn med magasar af ahyggjum af tvi eg get ekki gefid 3 og 5 ara bornunum minum gjafir i ar. Eg veit ad tau fa storar gjafir fra hinni fjolskyldunni, en ta kemur salfrædinn inni tetta. Ef tau fa storar gjafir tarna ta verd eg ad gefa teim stærri gjafir sem eg a ekki efni a, og fyrir vikid magnast ahuggjunar og stressidm hvar a eg ad finna peninganna.. Svo kom bara tessi hugmynd. tau er 3 og 5 , tau muna ekkert eftir tessu, ætli teim finnst ekki bara best ad koma heim til pabba i gledi og tonlist og med godann mat og fiflagang. Kannski tad er besta jolagjofinn i ar :)

olafur edvardsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 12:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sleppa Pateinu og halda Norsk Jól í ár. Nætursaltaður þorskur (lutefisk) með kartöflum og hrísgrjónagrautur með rjóma og smjörklípu (Norskt smjör er þó ófáanleg).

Svo stingur þú strákústi í gólfið. Setur arindisk í DVDið og prjónar póníhest fyrir þá litu.

Málið dautt.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2011 kl. 13:02

4 identicon

Æ, æ, það er illa komið fyrir þér og stelpunni þinni. ég fæ þá örugglega enga gjöf frá þér í ár. Það þurfa nú allir að borða, líka á jólunum. Annars er þér velkomið að koma með stelpuna þína og borða hjá mér á jólunum. Skelli Nóa skeljum í skál, hreindýrapaté í forrétt og pakka fyrir ykkur undir tréð. Annars, Halda Bahái-ar upp á jólin?

guggap (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband