14.12.2011 | 08:38
Afreksíþróttir, til hvers?
Eins og fram kemur í fréttinni er sá tími löngu liðin er hægt var að stunda afreksíþróttir í frístundum. Nú þurfa einstaklingar fjárstyrki ef að þeir eiga að ná árangri og stunda viðkomandi íþrótt eins og fullt starf.
Sumar íþróttir sem stundaðar eru, koma aldrei til að skila viðkomandi daglaunum, svo hann þarf að reiða sig á opinbera styrki og framlög frá fyrirtækjum.
En þá má spyrja; hver er ávinningurinn af því fyrir einstakling að stunda íþrótt sem fullt starf ef það gefur ekkert í aðra hönd?- Íþróttafólk og unnendur virðast ganga að því sem sjálfgefnu að það sé bæði nauðsynlegt og gott.
Og til hvers þarf landið að eiga "afreksfólk" í þeim greinum í íþrótta sem ekki gefa keppendum neinar tekjur af iðkun sinni. Hver er tilgangurinn með slíkum afreksíþróttum yfirleitt?
Á Atvinnumennska í íþróttum ekki í raun aðeins rétt á sér í þeim greinum sem standa undir sér sjálfar með tekjum af auglýsingum og aðgangsmiðasölu?
Af fagurgala og nýju fötum keisarans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þín skoðun á að vera ráðandi sjónarmið, þá fjandinn hafi það, hið sama verður að gilda um listamenn. Út með listamannalaun, sinfóníuna eins og hún leggur sig og alla aðra sem ekki geta lifað af á sínum verkum styrkjalaust.
Halldór (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 12:53
Listir og vísindi koma saman í svo mörgum greinum mannlegs lífs. Þess vegna þarf að styðja við listina. Íþróttir eru hollar og góðar og þær þurfa að vera með. Afreksíþróttir eru allt annað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.12.2011 kl. 13:40
Þessi röksemdarfærsla þín gengur hreinlega ekki upp. Í fyrsta lagi: Hver er munurinn á íþróttum og afreksíþróttum. Í öðru lagi: Hver er munurinn á afreksíþróttafólki sem þarf á ríkisstyrk að halda og klarinettleikara í sinfóníuhljómsveitinni sem fær sín laun greidd frá ríkinu? Ég geri mér grein fyrir því að fagsvið þeirra er ekki það sama og gjörólíkt, en hvernig ætlarðu að rökstyðja það að klarinettleikarinn fái full laun frá ríkinu en afreksíþróttamaðurinn ekki? Ætlarðu að gera það með því að tengja verk klarinettleikarans, með mjög óljósum hætti, við vísindi?
Í þriðja lagi: Hvernig tengjast listir og vísindi meira en íþróttir og vísindi? Og segjum sem svo að þú getir tengt listir betur við vísindi en íþróttir, hvernig í ósköpunum getur það eitt og sér réttlætt þína skoðun?
Halldór (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 14:29
Afreksíþróttir eru stundaðar af launuðum íþróttamönnum.
Listir hvers konar eru þjóðinni nauðsynlegar, afreksíþróttir ekki. Þú getur ekki fært nein rök fyrir að þær séu nauðsynlegar.
Listir og vísindi fara saman í fjölmörgum greinum. Byggingarlist t.d , matargerð, fjölmörgum iðngreinum og félagsvísindum. Það er ekkert og hefur aldrei verið óljós tenging þar á milli.
Afreksíþróttir eru slæmar fyrir heilsu fólks. Þær eru orðnar keppni um hve miklum fjármunum er varið til að tryggja árangur, fremur en getu íþróttafólksins. Þær stuðla að óeðlilegu sjálfsmati einstaklinga á eigin verðleikum og eru í raun öfgafull tjáning afar frumstæðra hvata. -
Ekkert af þessu er hægt að segja um sanna og góða listamenn, jafnvel þótt þeir njóti styrkja til að stunda listir sínar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.12.2011 kl. 14:54
"Afreksíþróttir eru stundaðar af launuðum íþróttamönnum."
Hvar í ósköpunum grófstu upp þessa sturluðu skilgreiningu? Ég held þú þurfir að byrja á því að skilgreina hugtakið afreksíþróttamaður ef þú ætlar að halda þig við hana.
"Listir hvers konar eru þjóðinni nauðsynlegar, afreksíþróttir ekki. Þú getur ekki fært nein rök fyrir að þær séu nauðsynlegar. "
Skilgreindu nauðsyn. Listir geta aldrei og munu aldrei verða þjóðhagslega nauðsynlegar, í þrengstu skilgreiningu orðsins. Ef þú ætlar að víkka skilgreiningu hugtaksins nauðsyn, þá er ekki unnt að fullyrða um að listir séu þjóðhagslega nauðsynlegri en íþróttir.
Um restina af rökfærslu þinni um að listir tengjast vísindum meira en íþróttir:
Þú ert að setja hugtök á vogarskálar án tiltekins mælikvarða. Ég get nefnt hlaupastíl, líkamsbeitingu,hugarþjálfun hvers konar, tækniþjálfun. Allt eru þetta vísindi. Svo ætlarðu að taka íþróttir út fyrir svið félagsvísinda. Hvernig virkar það? Hvaða félagslegu áhrif hefur iðkun íþrótta fyrir börn og unglinga? Fullorðið fólk og aldraða? Ég veit ekki betur til þess en að íþróttir kenni börnum aga og samvinnu, vinnusemi og dug, hógværð en byggi samt upp keppnisskap, kenni þeim bæði að tapa og sigra. Íþróttir stuðla að heilsusamlegu líferni, kenna skipulag og þroska einstaklinginn. Þetta eru allt atriði sem rúmast innan félagsvísindasviðs.
Til viðbótar: Matargerð - íþróttir hafa haft miklu meiri þróun og áhrif á matargerð og fæðunotkun, sem vissulega eru jú vísindi, en nokkurn tímann listir.
Byggingarlist: Íþróttamannvirki hvers konar eru mörg hver mikil afrek í byggingarlist. Athugaðu málið.
Iðngreinar: Ef ekki væri fyrir íþróttir væri Össur sennilega einungis að framleiða gervihendur fyrir handalausa listmálara. Eða hvað? Íþróttir hafa gríðarleg áhrif á fjölmargar iðngreinar, líkt og listir.
Að halda öðru fram er barnaskapur.
"Afreksíþróttir eru slæmar fyrir heilsu fólks."
Þessi fullyrðing þín og það sem á eftir kemur er varla svara vert. Það eina sem unnt er að ætla af þínum orðum er að þú ert illa að þér um íþróttir og hefur sennilega aldrei iðkað þær, a.m.k. ekki af neinum gæðum.
Það er ekkert sem getur fært sanngjörn rök fyrir því að þeir sem vilja dunda við að mála eða teikna skuli eiga meiri rétt til framfærslu úr vösum skattborgara en þeir sem kjósa að stunda íþróttir. Samfélagsleg nauðsyn slíkra aðila er engin. Þar fyrir utan er ekki einn einasti íþróttamaður á landinu sem iðkar sína íþrótt á jafn lágum kalíber og fjölmargir þeir sem njóta listamanna-styrkja af einhverju tagi. Ég persónulega myndi aldrei eyða krónu í fjölda þeirra tónleika eða listaverka sem listamenn á spena ríkisins halda og framleiða. Einfaldlega vegna þess að ég nýt þess ekki. Eru slíkir listamenn þjóðhagslega nauðsynlegir? Svarið getur ekki verið annað en skýrt nei. Á sama tíma eru fjölmargir myndlistamenn sem heilla mig með verkum sínum, sem og tónlistarmenn. Við þá skipti ég með glöðu geði. Einfaldlega vegna þess að þeir heilla mig.
Og að lokum: Fyrst þú ert svona svakalega listþenkjandi og listasinnaður, hver segir að íþróttir geti ekki verið list? Eitt dæmi sem forvitnilegt er að sjá svar þitt við: Listdans á skautum. Er það list?
Halldór (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 15:52
Þér til upplýsingar þá er ég enginn íþróttabrjálæðingur og á móti listasamfélaginu. Ég hef bæði iðkað íþróttir frá barnæsku og keppt á háu stigi hérlendis. Að sama skapi hef ég lært á píanó, verið í hljómsveitum, sótt fjölmörg myndlistarnámskeið og söng í kór í mörg ár. Þar fyrir utan bý ég til leirmuni af ýmsu tagi í bílskúrnum hjá mér ásamt móður minni. Þá sel ég á mörkuðum, ásamt einstaka málverkum sem ég geri, en mér dettur ekki í hug að þykjast ætla að lifa af því.
Það sem mér misbýður stórlega er misréttið sem listasamfélagið krefst og vill rökstyðja með algjörlega óeðlilegum rökum um nauðsyn samfélagsins. Það einfaldlega stenst ekki og mun aldrei standast.
Halldór (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 16:03
Halldór; Það stendur ekki steinn yfir steini í neinni af þessum fullyrðingum þínum á meðan mínar eru a.m.k. rökstuddar.
Hvernig væri að rökstyðja eitthvað af þessum "barnalegu" og "sturluðu" fullyrðingum þínum. Þér til upplýsingar eru spurningar ekki rök.
Það eina sem þú gerir er að varpa fram enn fleiri spurningum eins og það sé aðalmálið að drekkja mér í spurningaflóði.
Þú spyrð;
1.Hvar í ósköpunum grófstu upp þessa sturluðu skilgreiningu?
2.Skilgreindu nauðsyn.
3.Svo ætlarðu að taka íþróttir út fyrir svið félagsvísinda. Hvernig virkar það?
4. A) Hvaða félagslegu áhrif hefur iðkun íþrótta fyrir börn og unglinga? B)Fullorðið fólk og aldraða?
5. Ef ekki væri fyrir íþróttir væri Össur sennilega einungis að framleiða gervihendur fyrir handalausa listmálara. Eða hvað?
6......Eru slíkir listamenn þjóðhagslega nauðsynlegir?
7.Fyrst þú ert svona svakalega listþenkjandi og listasinnaður, hver segir að íþróttir geti ekki verið list?
8. Eitt dæmi sem forvitnilegt er að sjá svar þitt við: Listdans á skautum. Er það list?
Í viðbót dreguðru rangar ályktanir af þessum pistli og svörðum mínum um persónu mína. "Það eina sem unnt er að ætla af þínum orðum er að þú ert illa að þér um íþróttir og hefur sennilega aldrei iðkað þær, a.m.k. ekki af neinum gæðum." og "Fyrst þú ert svona svakalega listþenkjandi og listasinnaður,..."
Megin misskilningurinn hjá þér er fólginn í að rugla stöðugt saman heilbrigðri íþróttastarfsemi og afreksíþróttum.
En til a svara síðustu spurningu þinni er listadans list og íþrótt um leið. Málið stendur ekki um þetta, heldur hvort réttlætanlegt sé að halda uppi afrekíþróttamönnum á styrkjum og almannafé.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.12.2011 kl. 18:07
Eru menn ekki að átta sig á því að ríkið er ekki aflögufært, finnst það smá frekja að ríkið eigi að borga áhugamál fólks, það eru ekki til peningar. Þeir sem vilja að íþróttafók fái pening, á þá bara að borga það úr eigin vasa, sama með listamenn.
Haukur Gunnarsson, 14.12.2011 kl. 19:44
Markaðurinn á að ráða. Ef þetta fólk getur ekki safnað aur fyrir sig þá bara situr það heima. Svo er annað í þessu. Afreksfólk í íþróttum er mjög lélegt til vinnu, ekki algilt en mjög, mjög algengt. Ástæðan er sú að fókuspunkturinn verður aldrei í vinnunni, vinnan er bara eitthvað sem maður neyðist til að gera.
Svona hefur íþróttahreyfingin framleitt hvern aumingjann af fætur öðrum eða sérhlífið fólk sem endar í vinnu sem pínulítið og afskiptalaust tannhjól hjá stórfyrirtækjum sem líta á starfsmanninn sem hluta af ölmusuverkum ársins.
Svo er afreksferillinn búinn um eða uppúr þrítugu og þá situr þetta fólk uppi með léleg meðmæli, takmarkað verkvit eða vinnuáhuga og jafnvel skemmdan líkama að auki.
Og kannski 1% er að ná einhverjum árangri sem talandi er um eða skiptir einhverju máli.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.