Nýr forseti, nýtt embætti

Hvort sem Ólafur Ragnar býður sig fram eða ekki, er ljóst að hann hefur með veru sinni í embættinu gjörbreytt eðli þess. Í næstu kosningum  ganga landsmenn í fyrsta sinn til forsetakosninga með þann skilning að það skipti þá persónulega máli,  hver þjónar í þessu embætti.

Skjöldur og skjólEngin mun líta til þess eingöngu í næstu kosningum til hversu kúltiveraður frambjóðandinn er, þótt það hjálpi að hann kunni mannasiði.

Engin mun velja aftur forseta sem sátt ríkir um vegna þess að hann lofar að halda skoðunum sínum til hlés, í mikilvægum málum fyrir þjóðina. - Næsti forseti verður valinn á allt öðrum forsendum.

Megin tilgangur embættisins er allt í einu orðin sá að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar gagnvart meirihluta þingsins og ríkisstjórna sem vilja þvinga óréttlátum lögum upp á þjóðina.-

Til þess að geta sinnt því hlutverki þarf persónu með bein í nefinu sem getur staðið upp í hárinu á gírugum flokshestum og séð í gegnum flokkadráttapólitíkina, aðal ókosts þess lýðræðiskerfis sem við búum við. -

Þannig verður forsetinn að sönnu sameiningartákni, sem fulltrúi okkar erlendis, en ekki síður innanlands. - Möguleikinn á að skjóta dellu-frumvörpum og umdeildum tillögum ríkisstjórna til þjóðarinnar, verður megin forsenda þessa tákns.


mbl.is Ekki enn gert upp hug sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Svanur, þú segir: "Megin tilgangur embættisins er allt í einu orðin sá að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar gagnvart meirihluta þingsins og ríkisstjórna sem vilja þvinga óréttlátum lögum upp á þjóðina.-"

Það er alrangt að þetta sé "allt í einu" orðinn megin tilgangur forsetaembættisins. Sérhver læs maður sér það í hendi sinni að þetta er áskilið í stjórnarskránni þeirri núgildandi. Fyrri forsetar hafa bara ekki sinnt þessu sem skyldi svo að forsætisráðherrarnir voru farnir að líta svo á að þeir væru alvaldir og forsetanum bæri að hlýða þeim. Ólafur hefur sýnt Alþingi, ríkisstjórn og þjóðinni nákvæmlega hvernig þessi ákvæði stjórnarskrárinnar virka þegar þeim loksins er beitt eins og hugsunin er.

Ég er sammála því að næsti forseti verður kosinn útfrá þessari hugsun. Hann verður að hafa bein í nefinu gagnvart ofstopaliðinu.

Magnús Óskar Ingvarsson, 13.12.2011 kl. 02:28

2 identicon

Forsetaembættið er rugl.. það á að hætta að sóa peningum í svona fancy ofuröryrkjaembætti.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 10:13

3 identicon

Hjartanlega sammála, ég gleimi aldrei tíð Vigdísar Finnbogadóttur, þegar hún skrifaði undir lögin að taka verkfallsréttin af fólkinu.  Ég tel, að það hafi verið þetta augnablik, sem gerði það að verkum að menn eins og Ôlafur komust að.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 10:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað hefur orðið til þess Svanur að þér er orðið svona uppsigað við lýðræðið og stjórnarskrána síðustu misseri?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2011 kl. 15:10

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Steinar; Svarið er reifað hér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2011 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband