Fjársjóður í fjörumálinu

Á gangi um fjörur landsins er ekki ómögulegt að fyrir fótum þínum verði fjársjóður sem þú áttar þig ekki á að, gramm fyrir gramm,  er verðmætari en gull. Um er að ræða svo kallað hvalaambur (ambergris - gráambur) stundum einnig kallað "ambri".
burhvalurEfnið kemur úr iðrum búrhvala sem eru farhvalir og að Íslandsströndum koma oft ung karldýr og gamlir tarfar. Efnið gengur bæði upp úr og niður af hvalnum og flýtur á yfirboði sjávar uns það rekur stundum upp á fjörur landsins.
Hér er vitanlega ekki átt við fitubólstrið (spermaceti) sem liggur efst í höfði búrhvela,  vaxkennd olía sem var afar eftirsótt afurð og hvalurinn var mikið til veiddur til að komast yfir.
AmbergrisHvalambur var og er notað sem bindiefni í vönduð ilmvötn og smyrsl og jafnvel sem bragðefni í mat, þar á meðal súkkulaði og vín. 
Vegna þess hve sjaldgæft það er má selja grammið af því á um 2500 krónur.
Fundist hafa hvalamburs klumpar sem vega allt að 15 kg. Rannsóknir sýna að þegar að hvalambur er borið á húð, leysir það úr læðingi fermóna sem er ástæðan fyrir orðstír þess sem afar kynörvandi efni. 
Ambergris hvíturTil að byrja með er af því saurlykt en með tímanum verður lyktin sætari. Hvalaambur finnst í mörgum litum og getur haft hin ýmsu form. Þetta gerir fjörulöllum stundum erfitt fyrir með að þekkja efnið. Oftast er það samt hvítt, grátt eða brúnt.
Það getur verið sem flöt afrúnnuð kaka, ólögulegur en sjósorfinn klumpur eða hnullungur. Ef efnið er orðið mjög gamalt er það oft svart á lit og mjúkt viðkomu, ekki ólikt tjöru. En oftast er það hart en um leið vaxkennt og yfirborð þess eða ysta húð mött og leirkennd.
ambergris 1Hægt er að ganga úr skugga um hvort efnið er hvalaambur með einfaldri tilraun. Hitaðu nál og legðu hana upp að efninu. Ef um hvalambur er að ræða, bráðnar efnið samstundis og breytast í olíukenndan vökva sem musk-ilmandi reykur líður upp frá.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry en áttir þú ekki við Ambergris?

NN (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 17:33

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jú, einmitt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband