11.12.2011 | 17:23
Fjársjóður í fjörumálinu
Á gangi um fjörur landsins er ekki ómögulegt að fyrir fótum þínum verði fjársjóður sem þú áttar þig ekki á að, gramm fyrir gramm, er verðmætari en gull. Um er að ræða svo kallað hvalaambur (ambergris - gráambur) stundum einnig kallað "ambri".

Hér er vitanlega ekki átt við fitubólstrið (spermaceti) sem liggur efst í höfði búrhvela, vaxkennd olía sem var afar eftirsótt afurð og hvalurinn var mikið til veiddur til að komast yfir.

Vegna þess hve sjaldgæft það er má selja grammið af því á um 2500 krónur.
Fundist hafa hvalamburs klumpar sem vega allt að 15 kg. Rannsóknir sýna að þegar að hvalambur er borið á húð, leysir það úr læðingi fermóna sem er ástæðan fyrir orðstír þess sem afar kynörvandi efni.

Það getur verið sem flöt afrúnnuð kaka, ólögulegur en sjósorfinn klumpur eða hnullungur. Ef efnið er orðið mjög gamalt er það oft svart á lit og mjúkt viðkomu, ekki ólikt tjöru. En oftast er það hart en um leið vaxkennt og yfirborð þess eða ysta húð mött og leirkennd.

Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:36 | Facebook
Athugasemdir
Sorry en áttir þú ekki við Ambergris?
NN (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 17:33
Jú, einmitt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2011 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.