9.12.2011 | 02:48
Hindurvitnin og Vantrú
"Tilgangur Vantrúar er að berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu, s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum", eins og þeir orða það. - Til að engin velkist í vafa um hvað meint er með "hindurvitnum" er orðið útskýrt á heimsíðu félagsins;
Til hindurvitna hljóta að teljast allar þær hugmyndir sem sprottnar eru af fáfræði og ekki er hægt að bakka upp með rökum. Með öðrum orðum fullvissa um það sem eigi er auðið að sjá. Við lifum í rannsakanlegri veröld og getum byggt þekkingu okkar á því sem búið er að skoða með viðurkenndum rannsóknaraðferðum.
Þetta er skrifað af manni sem veit að ýmislegt sem búið er að skoða með "viðurkenndum rannsóknaraðferðum" og vísindamenn og almenningur í kjölfarið, trúði að væri sönn þekking, er það ekki endilega.
Við vitum ekki fyrir víst að það sem búið er að sanna vísindalega, sé sannleikur?
Vísindalegar aðferðir eru vissulega besta leiðin sem við þekkjum til að uppgötva lögmál alheimsins en þær eru alls ekki óskeikular. Eins og það er mikilvægt að taka mið af vísindunum er jafn nauðsynlegt að hafa í huga að þau eru ekki eina leiðin til að öðlast þekkingu. Rökhugsun og íhugun eru líka þekkingarleiðir og vísindaleg vinnubrögð njóta meira að segja góðs af þessum þekkingarleiðum.
En hver er ástæðan fyrir því að ekki er hægt að treysta vísindunum 100%. Svarið er að mistök eru gerð í rannsóknunum, fyrir fáfræði.
Og allar hugmyndir sprottnar af fáfræði samkvæmt útskýringum Vantrúar eru hindurvitni sem félagsskapurinn berst gegn. -
Mér finnst þetta ansi þröngur stakkur sem Vantrúarmenn sníða sér og götóttur að auki.
Einu rökin sem þeir vilja taka gild eru svo kölluð vísindaleg rök og vísindaleg rök eru að þeirra mati þekking sem búið er að grundvalla með viðurkenndum rannsóknaraðferðum, eingöngu.
Saga vísindanna geymir mýmörg dæmi um hvernig vísindaleg þekking sem fólk trúði að væri sannleikur, er það ekki. Líkurnar á að við aðhyllumst einhverjar vísindalega sannaðar hugmyndir í dag sem í framtíðinni verða afsannaðar, eru mjög miklar. -
Jafnvel undirstöðu-kenning eins og afstæðiskenning Einsteins, er í dag dregin í efa. Ef hún verður afsönnuð, eins og margt bendir til að verði, munu fjöldi annarra eðlisfræði og alheims kenninga falla með henni.
Er það mögulegt að átrúnaðragoð vantrúaðra eins og Einstein, Hawking og Dawkins hafi byggt heimsmynd sína á kenningu sem miklar líkur eru á að sé ósönn. Hvað verður þá um hugtök eins og svart efni, svarta orku og svart flæði, allt vísindaleg hugtök, sem þeir slá um sig með til að útskýra tilvisst og mekaník alheimsins, en enginn hefur samt minnstu hugmynd um hvað er
En útskýring Vantrúar á orðinu hindurvitni heldur áfram;
Samt sem áður kjósa margir að byggja heimsmynd sína á gömlum fullyrðingum um yfirnáttúrlegar verur, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að þær séu nokkuð meira en hugarburður.
Þar til þeir sem þessu halda fram geta sýnt og sannað að þetta sé annað og meira en órar hlýtur að vera réttmætt að afgreiða þetta sem hindurvitni.
Hugtakið hindurvitni nær auðvitað yfir margt fleira en yfirnáttúru, en öll yfirnáttúra verður að flokkast undir hindurvitni.
Sem sagt, þrátt fyrir að niðurstöður vísindalegar aðferða séu ekki alltaf réttar, þegar þeim er beitt að fyrirbærum sem þó eru mælanleg, gera Vantrúarmenn þá kröfu til þeirra sem t.d trúa á tilvisst Guðdóms að þeir sanni tilveru hans á vísindalegan hátt.
Geti hinir trúuðu það ekki, skulu trúarbrögð þeirra stimplast hindurvitni og hugarburður. Þetta gera þeir vitandi að ekki er einu sinni hægt að framkvæma vísindalegar tilraunir á sjálfum Guðdóminum. Vísindin ná aðeins til náttúrlegra hluta, ekki yfirnáttúrlegra.
Guðdómurinn er samkvæmt skilgreiningu í eðli sinu órannsakanlegur. Hugmyndir manna um tilvist hans styðjast samt við sterk innri rök sem ekki hafa verið hrakin og fyrir trúaða er hverskonar endanleg sameiningarkenning ómöguleg án hans.
Vantrúarmenn afneita öllu slíkum rökum og kalla allar slíkar hugmyndir hindurvitni og berjast gegn þeim. Þeir vilja aðeins hlusta á ákveðna gerð að rökum, þá gerð sem útilokar fyrirfram Guðdóminn.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 03:23 | Facebook
Athugasemdir
"Guðdómurinn er samkvæmt skilgreiningu í eðli sinu órannsakanlegur."
Hvernig veistu eðli þess sem er órannsakanlegt Svanur? Hvernig skilgreinirðu það? Hver skilgreindi það?
Ef þú skilgreinir eitthvað leyndardóm eða órannsakanlegt, þá ertu að segja um leið að þú vitir ekkert um það, frekar en nokkur annar. Samt ertu harður á tilvist þess. Slíkt hlýtur að kallast hugarburður.
Ég nenni annars ekki að elta ólar við grein sem er allsherjar viljandi útúrsnúningur. Vantrúarmenn hafa það helst að stefnu sinni að benda á gervivísindi svoköllu sem felast í allskyns fjárplógsstarfsemi og lygum. Þú veist fullvel hvað um ræðir.
Þú vilt kannski að loddarar fái frítt spil í fjárplógsstarfsemi?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 05:12
Comon Svanur, fáránlegur pistill. Alveg merkilegt hvað menn gera sig vitlausa þegar þeir reyna að sannfæra sjálf sig um að þeir séu svo spes að þeir lifi áfram eftir að þeir eru dauðir.
Hlægilegasta og mest stúpid Nígeríu svindl í heimi virkar gáfulegt miðað við ruglið sem kemur upp úr trúuðum..
DoctorE (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 09:13
Vísindinn eru ekki skeikul, sem slík ... heldur er það maðurinn, sem er það. Þú trúir öllum andskotanum ... og það er það sem er vandamálið. Þú vilt trúa á Guð, því þig skortir föðurímynd, vilt forðast að taka ábyrgð ... svo þú velur þér kirkju, ríkisstjórn eða aðra til að taka fyrir þig ákvarðanir. Þú trúir á álfa, vegna þess að þú vilt ekki kannast við að þú hafir sjálfur týnt lyklunum þínum ... heldur var það þjófurinn sem stal þeim.
Svona má lengi telja ... og það er enn fólk í dag, sem heldur að "eldur, vindur, jörð og vatn" séu hin fjögur "element" náttúrunnar. Og það er enn fólk í dag, að grufla við kutl, svartagaldur og vonast eftir að messías komi og drepi alla HINA, þessa vondu ... ekki þig, að sjálfsögðu ... heldur OKKUR hin, þú lifir.
Það sem maðurinn VILL trúa, er óhugnanlegt. Samanber að við lifurm í réttarfarsríki ... hvað þýðir það, eiginlega? Jú, menn er saklausir þar til búið er að sanna sekt þeirra ... en hvað gerist. Einhver stelpar, kemur grátandi og segir "hann jón nauðgaði mér", og kerlingarnar ganga herferð um allan bæ, til að fá hann séra jón barinn till dauða.
Takk ... það er bara af hinu góða, að hafa einhverja kauða koma með rök og mótrök, hvort sem þeir eru sjálfir asnar eða ekki ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 09:17
Jón Steinar; Eðli Guðdómsins er órannsakanlegt, ekki eigindir hans. Eðli Guðs er leyndardómurinn, en merkin um hann, "fingraför" hans á sköpunarverkinu eru hluti af þessum rökum sem ég drep á. Að auki hefur hann kosið að opinbera sig beint í gegnum fulltrúa sína og þeir bera einnig vitni um hann. -
Meiningin var nú ekki að vera með neina útúrsnúninga og ég er vissulega fylgjandi því að varað sé við fjárplógstarfsemi á grundvelli gervivísinda. - Ég er að benda á hættuna á því að henda barninu út með þvottavatninu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.12.2011 kl. 09:35
DrE; Um leið og þú gefur kost á því, skal ég svara athugasemdum þínum málefnalega. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.12.2011 kl. 09:41
Bjarne; Mikið hefur verið spekúlerað í hvernig trúarþörf mannsins er tilkomin. Mín skoðun er sú að hún tengist meðfæddri þörf hans til að elska og þekkja. Þetta eru hvatirnar sem við beinum að foreldrum okkar í byrjun og svo seinna að guðdóminum, rétt er það.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.12.2011 kl. 09:50
> "Sem sagt, þrátt fyrir að niðurstöður vísindalegar aðferða séu ekki alltaf réttar, þegar þeim er beitt að fyrirbærum sem þó eru mælanleg, gera Vantrúarmenn þá kröfu til þeirra sem t.d trúa á tilvisst Guðdóms að þeir sanni tilveru hans á vísindalegan hátt. "
Ég held þetta sé ekki alveg rétt túlkun hjá þér. Við vitum að trúmenn geta ekki sannað tilvist guðdóms á vísindalegan hátt. Þess vegna eru þetta hindurvitni. Við erum ekki að banna fólki að aðhyllast hindurvitni, en við viljum veita mótvægi við boðun þeirra.
Hindurvitni eru boðuð. Því mótmælir enginn. Vantrú veitir mógvægi. Er eitthvað að því?
Matthías Ásgeirsson, 9.12.2011 kl. 09:59
Mæli með að Vantrúar og Trúarmenn hlusti á Dr. Amit Goswami, Ph.D og horfi á hina margverðlaunuðu heimildamynd "The Quantum Activist"....
http://www.amitgoswami.org/
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 10:02
Vísindin leiðrétta sig ef það koma betri kenningar, mælingar og gögn fram. Trúin gerir það ekki.
Höskuldur Búi Jónsson, 9.12.2011 kl. 10:22
Takk fyrir þenna hlekk Ólafur í Hvarfi
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.12.2011 kl. 10:37
Höskuldur; Vissulega gerir trúin það. Kynntu þér kennngarnar um stighækkandi opinberun t.d.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.12.2011 kl. 10:41
Matti: Þetta er einmitt inntak greinarinnar, að þið gefið ykkur að allt sem ekki er skoðað með viðurkenndum rannsóknaraðferðum séu hindurvitni, eins og að þær aðferðir séu eina leiðin til að leita sannleikans eða koma saman rökum. Ég er að mótmæla því að allt sé hindurvitni sem ekki er skoðað með viðurkenndum rannsóknaraðferðum og árétta að sumt sem skoðað hefur verið með viðurkenndum rannsóknaraðferðum séu samt sem áður hindurvitni.
Mótvægið sem þú segist vilja mynda með andstöðu við hindurvitni, er þannig byggt á afar veikum rökum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.12.2011 kl. 10:54
Reyndi að sjá inní þennan Vantrúaða Jón Steinar hérna að ofan en hann virðist heilagur og ekki allra gagn.
Ætlaði honum þessa spurn.
Er þetta svona sönn lýsing af heimilislífinu hjá þér
og "Vantræubræðra.“
Þú ræðir við konuna um lífsins gagn og nauð.
"Djöfullega lufsulega hóran þín, undirlægja gyðinga, negragöndla og olíuhausa. Þú appelsínu hrukka og spekfellinga ógeð. Lýsisútsmyrjandi gufuvél. Þú hrotsjúka heyrnarskemmandi ógeð og allra tittlinga mergsjúgandi fyllitrunta. Höfðaborgar rauððhetta og nas og rassista rassaKLÓRA. Aumust allra Sjálfsbjargarógeða. Fötluð lömuð og hreifihamlað ógeð."
Daginn eftir vaknið þið saman og hún segir með seiðandi röddu.
Ofsalega varstu skemmtilegur í gær.
Þú bara reittir af þér brandarana elskan.
Taktu þetta aftur, ég bara fæ raðnægingu þegar þú fíflast svona.
K.H.S., 9.12.2011 kl. 11:14
Úr höfundarlýsingu Kára á bloggi hans:
"Motto Mýrarkatta.
Berðu virðingu fyrir þeim eldri,vertu fyrirmynd þeim yngri.
Vertu samvinnuþýður, við vinnum saman
Leiktu þér þegar þú getur. Stundaðu vinnu þegar þú átt.
Hvíldu þig á milli.
Láttu aðra finna að þér er annt um þá, ekki fela tilfinningar þínar.
Láttu í ljós þitt álit. Láttu gott af þér leiða."
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 12:30
Svanur: Hvernig geturðu vitað eigindi einhvers, sem ekki er þekkt og órannsakanlegt? Hver eru eigindi hugarburðar? Áttu við placebo effektinn?
Eðli og eigindi eru samofin. Eiginleikar þess sem órannsakanlegt er eru óstaðfestanlegir.
Ég fellst á að fólk megi og geti trúað hverju sem er og að sá heimatilbúni veruleiki gefi þeim einhverja fró, en það er alveg klingjandi klárt að ef eitthvað af þeim hugrenningum fær staðfestingu, þá fellur það ú kategoríu trúar og yfir í staðreyndamengið. Trú er einmitt skilyrt því sem ekki er hægt að sanna.
Það er hægt að sanna ýmislegt af slíkum ógrunduðum fullyrðingum eins og nýaldarórum Ólafs frá Hvarfi hér að ofan. Þokukenndar tengingar skammtafræði og vitundar og lalalandið það. Vatnsmólikúl sem breytast við að setja límmiða með orðum á vatnsflöskur og annað quackery. Smáskammtalækningar, stofnfrumunudd, DNA heilun...you name it.
Allt á þetta það sameiginlegt að það er fullkomið ábyrgðarleysi og óheiðarleiki að boða slíkt sem sannleik. Orðið sannleikur er einmitt notað ad nauseum í tengslum við trú.
Það má vel vera að "sanneikurinn" sé þarna úti einhversstaðar, en vangaveltur um það hver hann er eu ekki sjálfkrafa sannleikur.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 13:20
Að gefnu tilefni:
Orðabókarskilgreining: Eigindi: Eiginleikar; Eðli.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 14:19
Jón Steinar. ég mundi fara mjög varlega í að fullyrða nokuð um "Guðdóminn"
því þar ertu á hálum ís. Guðdóminn er ekk hægt að skylgreina og útskíra því
okkar vísindi eru ekki komin niður úr yfiborðinu á náttúrinni.
En samt er ýmsir hlutir að koma upp á yfirborðið. Einhvers staðar var skrifað í
fyrndinni " qg Guð sagð verði ljós og það varð ljós.Þúsundum árum síðar
Komst Einstein að því að formúlan fyrir þessu er E=mcc, sem sagt Stóri Hvellur
sem stjanfræðingar kalla svo. Fyrir áratugum síðan tók Bil Gates upp á því að
nota tölurna 0 og 1 til að skrifa með, sem er nútíma útfærsla á yfir 7000 ára
gömlu hnútaletri Inka indjána. "Drottinn alsherjar" var margfalt öflugri því hann
notaði A,C,G,T til að prógramera allt lífrænt hjér á jörð.
Leifur Þorsteinsson, 9.12.2011 kl. 14:31
Afleiðing efnisghyggjunnar. í raun ofsatrú á efnið. Samt hefur efnishyggjan líka smokrað sér inní það sem kallast hefbundna trú með einum og öðrum hætti. Sjá td. hátíð kristinna manna sem kallast jól. Það er bara hátið efnisinns að mestu leiti. Að menn telja sig nálgast guðdóminn með því að sökkva sér í efnið. Drekka efnis-sóma drykkinn. Fara í efnisbað. . Tómt fokk sem kemur útúr þessu sem vonlegt er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2011 kl. 15:36
Ómar Bjarki. Efnishyggja og efnishyggja, Þetta orð er ofnotað, sér lega af vissum
Pólitiskum trúar hópum, og hefur aldrei verið skilgreint svo vel sé.
Jól er ekki kristin hátíð, fæðing spámansis var þegar heimsbyggðin var skrásett sem
skeði í águst. Jól er samheiti sól og er forn hátíð til að fagna endurkomu sólar eftir
sólstöður að vetri.Þegar krisni var viðtekin þá þótti upplagt að fagna fæðingu frelsarans
sem endurfæðingu sólar.
Leifur Þorsteinsson, 9.12.2011 kl. 16:00
Já já. Veit það vel að jól eru ekki bundin við kristni. En þetta er nú helsta trúarhátíð kristinna manna. Hvað gerist? Jú, óverdósað á efninu.
Og nei. Ekki ofnotað. Lýsir þessari tilhneygingu best. Ofurtrú á efninu. Vantrú er bara ofsafull trú á efnið. Hin hliðin á bókstafstúarmönnum. þeir trúa á stafi og orðin etc. Enda hafa þeir mikið gaman af að þvæla hvor við annan áratugum saman þar sem vitinnihald er zero.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2011 kl. 16:27
Ps. reyndar þetta með efnið og jólin, að þá að mínu mati getur neyska efnis alveg kallað fram einhverja tilfinningu eða kennd sem mætti alveg fræðilega kalla trúarlega. Til þess að svo megi vera þarf hinsvegar hversdagslega að vera mikil sparsemi og jafnvel skortur að vissu leiti. Að eins og ígamla daga kölluðu sætindaneysla á jólum fram vissa tilfinningu og sælukennd hjá börnum (að mínu áliti). Í dag er hinsvegar ekki hægt að kalla fram slíka tilfinningu vegna þess einfaldlega að fólk yfirleitt er úttroðið af sætindum og allskyns neyslu á gúmmelaði alla daga allt árið. Auk þess að hrúga efnishlutum í kringum sig og mettar alla skynjun af efni. þá er reynt að bæta þetta upp með efnisgjöfum o.s.frv. Allskyns skrani ef ekki vill betur. Virkar ekki. Eftir situr aðeins tómleikinn nístingskaldur. Vegna þess að andann vantar. Snýst allt um andann sko.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2011 kl. 16:37
Jón Steinar; Þegar ég tala um að við hetum ekki skilið "eðli" Guðdómsins á ég við fullkomin skilning á kjarna hans og öllu sem hinum tilheyrir. Vissulega eru eiginleikar hans hluti af eðli hans. En það er ljóst að hið takmarkaða getur ekki rúmað hið takmarkaða. Menn og öll náttúran eru takmörkunum háð, en það sem við vitum um Guðdóminn bendir til þess að hann sé ótakmarkaður. Hugmyndir okkar um hið óþekkjanlega eru sem sagt byggðar á þeim eiginleikum Guðdómsins sem við þekkjum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.12.2011 kl. 17:22
Vantúaðir vinir þínir, Jón Steinar ákveða sjálfir að hafa ekkert umburðarlindi, enga trú, enga dáð. Úthrópa bestu Íslendinga fyrr og síðar eins og Sigurbjörn Einarsson biskup, með orðaskít og skæting. Ég gnarraðist og hermdi með þig og spúsuna hér að hætti Vantrúarmanna og Gnarrdýrkenda hér að ofanverðu, en þú sýnilega náðir ekki spauginu og fórst í rannsóknarblaðamennsku að hætti Reynis vinar þíns.
Menn verða að ræða við drottningar og bloggdritara eins og þig gegnum sendiherra og bið ég eiganda bloggsins hér afsökunar á þessari nálgun við þig #
K.H.S., 9.12.2011 kl. 17:57
Getur það veri að það sé vegna þess að hann er bara ekki til? Hvað þekkjum við um eiginleika hans? Ég undrast mikið þessa tvíhyggju hjá jafn greindum og vel lesnum manni og þér. Tvíhyggja sem segir að ef vísindin hafi ekki öll svörin þá sé ekki nema um eina skýringu að ræða; Guðdóminn, yfirnáttúru, leyndardóm eða hvað menn kjósa að kalla það, eins og það sé eitthvað entity, þegar það er í raun non-entity.
Nú eða sú staðreynd að fyrst vísindamönnum hafi skjöplast í gegnum tíðina; haft rangt fyrir sér í einhverjum efnum, þá sýni það að vísindin (yfir alla línuna) séu fallvölt eins og hver annarar hugarburður, getgátur eða ímyndun.
Skil vel að þú sért að reyna að hnýta í vantrúarmenn hér og gera lítið úr málflutningi þeirra og markmiðum, en það gerir þú ekki í svona breiðum strokum. Ef þú telur þig geta ómerkt þá, þá skaltu bara taka þátt í hverri sjálfstæðri orðræðu um hvert einstakt málefni. Ef þú treystir þér í það. Þeir þola það alveg.
mér finnst þessi pistill algert vindhögg í þessu samhengi og svolítið barnalegur ef út í það er farið. Með fullri virðingu fyrir þér annars.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 18:06
Öll víðari heimspekileg umræða leiðir þó ávallt viljandi hjá gagnrýnisefnum trúleysingja, en það eru þessi helgu rit, sem undirstrika aðeins hið góða og réttlæta ýmislegt illt um leið. Fólk sem segist vita án þess að vita og notar það sem skálkaskjol fyrir fordóma og mannamun. Ég segi ekki að allir trúaðir séu þannig, en þeir sem hafa sig helst í frammi eru undantekningarlítið þannig.
Það er þessi vitriol blanda stjórnmála og trúarbragða sem ég sjálfur foratta mest, þar sem trúarbrögðin læða sér inn í lögjafann eða reyna það til að diktera lífi fólks og reka flein á milli manna. Eina sem ég vil biðja um er að fólk haldi þessu fyrir sjálft sig, því fyrst og fremst hlýttur þetta að vera því sjálfu til þægðar.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 18:15
Er Vantrú í rauninni aðeins að berjast gegn hugsanaglæpum? Vísindunum hefur enn ekki tekist að kortleggja hugarheiminn - hvað þá að raungera hann.
Enn sem komið er gildir hugtakið "hug-sjón" um hugmyndir sem kvikna í huga manna og sumir fylgja eftir með vísindalegu og áþreifanlegu framtaki. Flestum hugmyndum eru þó þau takmörk sett að svífa um aðgerðalausar í heilabúi höfunda sinna.
Kolbrún Hilmars, 9.12.2011 kl. 18:18
Annars hefurðu kannski gaman af að lesa pistil Sr. Carlos Ferrer fyrrverandi sóknarprests, sem hefur verið virkur í deilum við Vantrú í gegnum árin.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 18:43
Barnalegur, er hægt að senda andmæling á neðra þrep í umrðustiganum Herr Steinar Gnarrr. Fyrir mér er til ein óskilgreind vera,hugsun skapari alls og yfir okkur vakandi, með okkar hjálp,, allra góðra manna. Sú er mín barnalega trú. Haf þú þína speki og raunir sem henni fylgja. Það skaltu vita að engum gerir þú gagn með ergilrgu driti um allar trissur. Mest að þú ofbjóðir sinnulausum, innrekendum eins og #mig.
K.H.S., 9.12.2011 kl. 19:00
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 19:16
K.H.S., 9.12.2011 kl. 20:16
Jón Steinar!!! Ég bið bloggeiganda afsökunnar, að ég nálgast Jón Steinar í gegnum þitt blogg. Ég hef skrifað honum á hans eigið blogg, sem varð til þess að hann læsti sinni síðu. Svo mikið varð honum um. Ég endurtek allt sem ég skrifaði til þín þá. Vertu sá maður að svara því.
Jóhanna (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 21:19
Jóhanna mín, það er engin hætta á að ég hafi lokað blogginu vegna þín. Ég hef bara ákveðið að loka því í bili. Þetta á raunar ekki heima hér hjá Svan, það er rétt. Ég skrifaði færslu þar sem ég tók upp úr Mattheus 6 og bætti engu við. Formáli Jesú að faðirvorinu, bara til áréttingar gráti sumra trúmanna yfir því að fá ekki að hafa bænastundir í skólum.
Þú skrifaðir:
Ekki veit ég hvað þið starfið sem hafa skrifað hér að ofan.
En til að upplýsa ykkur er ég löggilt gamalmenni og geri ekki svo mikið frá degi til dags. Ég ætlaði bara að benda ykkur á það að agnúast út í biblíuna og kristna trú,sýnir að þið eigið erfitt að lifa með nútíðinni, sem ég skil vel. Ég hef alltaf trúað á Jesú Krist síðan að ég man eftir mér. Frá fyrri hluta síðustu aldar. Kenndi börnum mínum bænir sem mér voru kenndar í mínu ungdæmi. Í dag er það túlkað sem að ég hafi gert einhverjar ófyrirgefanlegar sakir gagnvart þeim. Kristilega uppfræðslu fékk ég hjá tveim konum sem fæddar voru 1861-5 Ég missti föður minn 3ja ára gömul. Við systurnar vorum aðskildar hvor frá annarri og frá mömmu okkar. (engin voru mæðralaunin eða barnabætur) Ef ég hefði ekki haft mína barnatrú að góði guð væri með mér og Jesú, þá hefði ég aldrei náð þeirri sálarró sem ég hafði þá. Og ég spyr í minni einfeldni: Hvað er það í dag sem knýr fólk til þess að gera lítið úr kristinni trú og/eða öðrum trúarbrögðum? Afhverju megum við ekki hafa okkar barnatrú/eða aðra trú.Þið sem ekki trúið á neitt, getið þið bara ekki haft það fyrir ykkur? Til gamans skal ég segja ykkur þá starfaði ég með eldra fólk í Svíþjóð þegar ég bjó þar. Margt af þessum einstaklingum spurði mig (af því að ég var frá öðru landi) hvort ég héldi að Guð væri til. (Ekkert skrítið vegna þess að Sosialistar voru búnir að stjórna Svíþjóð í yfir 60 ár eftir uppskrift frá Sovét.)Jú, jú sagði ég það er létt að gera. Trúir þú þá næsta líf? Já ,já sagði ég afhverju ekki? Trén og blómin lifna að liðnum vetri. Sama er með okkur. Trúir þú þá á Helvítið? Ég svaraði: Ég trúi á eitthvað "eitt" sem öllu ræður. Lífshlaupið er ekki bara ein tilviljun, sem bara kemur, af þvíbara. En vel að merkja, þetta fólk þráði að trúa á "eitthvað." Gerið þið ykkur grein fyrir því anarkistar hvað þið eruð að svifta börnin? Sálarró, ef eitthvað bjátar á, þá er það sálarró sem börnin þurfa. Enginn er til að hugga þau þegar báðir foreldrar vinna úti, og svo þreyttir þegar heim er komið að ekki er þrek til að hlusta á börnin og áhyggjur þeirra. Því víst hafa þau áhyggjur eða hvað?
Ef einhverja spurningu er þarna að finna þá er hún um það af hverju fólk megi ekki trúa í friði og biðja bænir. Svar mitt er þetta: Það hefur enginn og getur bannað fólki að trúa eða biðja bænir. Um það snýst þessi umræða ekki heldur. Hún er spurning umm það hvort það sé við hæfi að hafa bænahald sem hæluta af skyldunámi. Tala nú ekki um í fjölmenningarsamfélagi.
Ég fékk satt að segja algert ógeð við viðbrögðum við þessari biblíutilvitnun minni frá kristnum. Þar var mér líkt við sovétkomma og nasista og til og með við geðveika fjöldamorðingjann Breivik. Illskan, beiskjan, gremjan og þóttafullt háðið flæddi einnig þar yfir bakka. Maður gekk undir annan mann í að leiðrétta Jesú ogsegja mér að hann væri ekki að segja það sem hann segir í þessum kafla. Þ.e. að biðja ekki á torgum og á samkomum og fara inn í herbergi sitt og halda þessu milli sín og almættisins.
Ógeðfelldara samsafn neikvæðni og fordóma hef ég ekki séð á mínu bloggi og þó hefur ýmislegt gengið þar á í gegnum tíðina. Ég gæti alveg haft þetta opið fyyrir fólk að dásama, en ég held að það gerði ykkur engan greiða satt að segja.
Engu að síður var þetta ekki ástæða þess að ég læsti blogginu. Það hef ég oft gert áður þegar ég tek mér hlé. Það er því óþarfi að hafa áhyggjur af því Jóhanna mín að það sé þér að kenna.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 21:52
Ég hef allranáðarsamlegast leyft mér að fylgjast með, af hliðarlínunni, því sem hefur verið bloggað á vefmiðlum, skrifað um í fjölmiðlum og flutt í ljósvakamiðlum í tengslum við meinta "kæru" eða "erindi" - allt eftir því hver flytur fréttirnar - þeirra Vantrúarsnillinga vegna fyrirlesturs Bjarna Randvers Sigurvinssonar sem mun hafa verið fluttur í Háskóla Íslands. Sannleikanum er hver sárreiðastur segir einhversstaðar sbr. stefnu Vítisengla gegn núverandi innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra.
Ýmislegt af því sem skrifað hefur verið, í kjölfar fyrirlestur Bjarna Randvers, hefur verið: "fræðandi", sumt "skemmtilegt" en langflest "ömurlegt" og "dapurlegt".
Ég hafði, í raun, einsett mér það að blanda mér ALLS EKKI í þessa umræðu með einum eða neinum hætti en svo bregðast krosstré.........
Innleggið verður ekki langt - ég lofa því!
Það sem ég hreinlega skil ekki í heildarsamhenginu er einfaldlega það að nokkur einasti maður eða kona (með tilvísun í titil bókar Jóns Thoroddsen "Maður og kona" - til að spara Vantrúarsnillingunum þann orðhengilshátt) skuli nenna að eyða orðum sínum og tíma í að eltast við orðhengilshátt Vantrúarsnillinganna Matthíasar og Óla Gneista svo ekki sé talað um huldupersónuna og hindurvitnið DoctorE.
Nú bíð ég spenntur eftir gáfulegum kommentum frá þessum sjálfskipuðu beturvitrungum. Kommentum á borð við snorrima er ...........; Bloggsíðan hans er ...........; Fésbókarsíðan hans er ...........; Hvað áttu við þegar þú skrifar ......... ?
Það er rétt að taka að það fram Matthías, Óli Gneisi og DoctorE að ég mun og nenni ekki að svara ykkur. Hef einfaldlega ekki meiri tíma til að eyða í smásálir á borð við ykkur! Ég mun þó spenntur fylgjast með umræðunni og hugsanlega taka aftur til máls.
Snorri Magnússon, 9.12.2011 kl. 22:11
Sæll Snorri. Ég bloggað um Vantrú og verjendum þess málstaðar jafnt sem andmælendum er velkomið að setja hér inn athugasemdir. Hverjum er svarað og hverjum ekki, verður að hafa sinn gang. Á meðan umræðan er að mestu málefnaleg og stóryrðin spöruð, geri ég a.m.k. ekki við athugasemdirnar að athuga. - Ég geri ekki greinarmun á þeim sem skrifa athugasemdirnar að þessu leiti.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2011 kl. 01:14
Jón Steinar. Ég aðhyllist ekki tvíhyggju. Ég trúi ekki á Guð eyðanna og ég legg ekki að jöfnu vísindalegar aðferðir og hindurvitni eða bábiljur.
Það sem ég er að gagnrýna Vantrú fyrr er hvernig þeir skilgreina hindurvitni og hvað þeir fella undir þá skilgreiningu. Ég fæ ekki betur séð en ef við fylgjum skilgreiningu þeirra út í hörgul falli ýmsar vísindalegar kenningar undir hindurditni. Sérstaklega þær sem nota rökfræðina til að komast að niðurstöðu, á sama hátt og t.d. Kalam kenningin gerir, sem leiðir líkur að tilvisst Guðdóms.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2011 kl. 01:32
Kalam rökfærslan eru ekki vísindi, bara svo það sé á hreinu. Kalam rökfærslan er heimspekileg hugarleikfimi, og sem slík gengur hún fullkomlega upp. Hún er algjörlega pottþétt.
En hún á ekki við um raunveruleikann því forsendur hennar eru í besta falli ósannaðar.
Svo væri það ansi víð skilgreining á "Guðdóminum" ef rökfærslan leiðir líkum að tilvist hans. "Orsök alheimsins" er langt frá því sem venjulegt fólk myndi kalla og tilbiðja sem gvuð.
Sveinn Þórhallsson, 10.12.2011 kl. 21:48
Jón Steinar, þú ert frægur fyrir að sýna fólki yfirlæti og á tíðum dónaskap í þínum innleggjum, eins og sést á upphafsathugasemdinni við færslu Svans. Þess vegna kom mér á óvart að þú skyldir flýja af hólmi þegar þér er svarað í sömu mynt.
Reyndar líkti ég þér aldrei við Breivik eða aðra slíka, kann að vera að aðrir hafi gert það. Ég varaði þig einungis við því að lenda í ruslflokk, en þeir sem hafna fagnaðarerindinu eiga það á hættu.
Þeir sem reyna að hindra boðun fagnaðarerindisins eru andstæðingar mannréttinda. Ég stend við þau orð. Hvort sem það er í grunnskólum eða annars staðar. Farið um allan heim og prédikið öllu mannkyni var lokaskipun Frelsarans til lærisveina sinna.
Að gefnu tilefni bendi ég loks á að til eru tvenns konar bænir.
Theódór Norðkvist, 11.12.2011 kl. 18:53
http://www.vantru.is/spjall/viewtopic.php?t=12243
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 11:41
Sveinn Þórhallsson, 13.12.2011 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.