Besta nafnið á flokkinn

Ég held að ég viti hvað þessi nýi stjórnmálaflokkur verður kallaður. Besta nafnið verður fyrir valinu. En það má ekki upplýsa um það fyrr en á þrettándanum, eftir að allir jólasveinarnir eru farnir heim til sín. Og ég er líka alveg pottþéttur á því hvað hann verður ekki kallaður. Hann verður ekki kallaður O framboðið eða neitt af nöfnunum á eftirfarandi lista.  
  • Framsóknarflokkurinn
  • Hreyfingin
  • Samfylkingin
  • Sjálfstæðisflokkurinn
  • Vinstri hreyfingin - grænt framboð
  • Borgarahreyfingin
  • Frjálslyndi flokkurinn
  • Samtök Fullveldissinna
  • Alþýðubandalagið
  • Alþýðuflokkurinn
  • Bandalag jafnaðarmanna
  • Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja
  • Borgaraflokkurinn
  • Flokkur mannsins
  • Framboðsflokkurinn
  • Framfaraflokkurinn
  • Heimastjórnarflokkurinn
  • Hinn flokkurinn
  • Húmanistaflokkurinn
  • Íhaldsflokkurinn
  • Íslandshreyfingin - lifandi land
  • Kommúnistaflokkur Íslands
  • Landvarnaflokkurinn
  • Náttúrulagaflokkur Íslands
  • Nýtt afl
  • Samtök frjálslyndra og vinstri manna
  • Samtök um kvennalista
  • Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn
  • Samtök um jafnrétti og félagshyggju
  • Sólskinsflokkurinn
  • Þjóðræðisflokkurinn
  • Þjóðvaki
  • Þjóðvarnarflokkur Íslands
  • Öfgasinnaðir jafnaðarmenn

mbl.is Nýtt nafnlaust stjórnmálaafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Vantar bara samtök bloggara.

Við sem best vit á öllu eins og rakarar og leigubílstjórar... 

Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 17:12

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sumir bloggarar eru meira að segja rakarar og leigubílstjórar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.12.2011 kl. 17:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Partýið" liggur beint við. Þeir eru þegar búnir að gefa þessu nafnið í manifestóinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2011 kl. 17:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Legg til að þeir sæki um listabókstafinn Æ.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2011 kl. 17:56

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viggó, það liggur í eðli bloggara að vera ósammála síðasta ræðumanni. "Athugasemdir" eru það ávallt í orðsins fyllstu merkingu, aldrei undirtektir eða samþykki.

Samtök bloggara yrðu því ekkert merkilegra en VG er í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2011 kl. 18:10

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Verður þetta ekki, "Mesti" flokkurinn

Eyjólfur G Svavarsson, 8.12.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband