Við græðum á Kötlu

Ísland hefur verið valið eftirsóknarverðasti áfangastaður í heiminum á næsta ári af vinsælustu ferðaritum heims. Umfjöllun blaða og ferðasíðna á netinu benda til þess að það stefni í metaðsókn að landinu á næsta sumri, enda undirbúa a.m.k. tvö ný flugfélög áætlunarflug til landsins yfir háannatímann. -

Búast má við að samkeppnisaðilar Íslands bregðist við og greinar eins og þessi um yfirvofandi gos og aðrar hættur,  birtist nokkuð reglulega fram eftir vetri.  Annars er þessi ákveðna grein úrfelli úr umfjöllun víðlesinnar fréttaskýringar um Kötlu á vef BBC. - 

Umfjöllunin um Eyjafjallajökul skilaði mikilli aukningu ferðamanna til landsins á sínum tíma og hætt er við að meint neikvæð umfjöllun um Kötlu nú,  geri það líka. Og jafnvel þótt Katla gjósi, verður það aðeins til góðs fyrir ferðaþjónustuna. Eldgos eru spennandi kostur.


mbl.is Útlendingar varaðir við Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband