Skammbyssu í jólagjöf

Fyrsti föstudagurinn eftir þakkargjörðardaginn er kallaður Svarti föstudagur í Bandaríkjunum. Á þessum degi hefjast jólainnkaupin fyrir alvöru og sumir verslunareigendur opna verslanir sínar löngu fyrir sólarupprás og fólk flykkist í þær til að verða ekki af góðum kaupum. Nafnið á víst rætur sínar að rekja til borgarinnar Fíladelfíu og var upphaflega notað til að lýsa umferðinni, menguninni og mannþrönginni sem skapaðist í borginni á þessum degi, þegar jólatilboð verslananna byrjuðu.

gunSkotvopnasölumenn vilja ekki fara varhluta af jólastemningunni og bjóða einnig vörur sínar á góðum verðum fyrir jólin. - Nokkrum sinnum hafa sölumet í skotvopnasölu verið slegin á þessum degi. - Bandaríkjamenn margir trúa því að "vopnað samfélag sé kurteist samfélag" og það er ekki ólagengt skotvopn eru keypt til jólagjafa.

En eins og kemur fram í fréttinni, virðist áróður sterkustu hagsmunasamtaka Bandaríkjanna, sem er samband riffilseigenda, hafa náð yfirhöndinni. Slagorð þeirra er vel þekkt; "Byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk". 

Önnur útfærsla er; Byssur drepa ekki fólk, kúlur drepa fólk. Byssur fá aðeins kúlur til að fara mjög hratt"


mbl.is Nýtt met í vopnasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Flott færsla Svanur.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 3.12.2011 kl. 10:27

2 identicon

 "En eins og kemur fram í fréttinni, virðist áróður sterkustu hagsmunasamtaka Bandaríkjanna"

Áróður? Þú meinar staðreyndir. Sem betur fer hafa Bandaríkjamenn staðið í lappirnar og tekist að verja sín vopnaréttindi gegn fáfróðu anti-gun liðinu. En eftir lágpunktinn fyrir um 15 árum hefur tekist að snúa við blaðinu og hafa réttindi almennings batnað til muna og vonandi heldur það áfram :D

Daníel (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband