Foreldrar sem spilla heilsu barna sinna

Feitu börninÍslendingar hlæja oft að Bandaríkjamönnum fyrir hversu feitir þeir eru og kalla þá hamborgararassa eða einhverjum öðrum uppnefnum. Samt eru Íslendingar að verða meðal feitari þjóða og eru börn okkar þar engin undatekning. Landlæknisembættið segir að fjórðungur barna á tíunda ári séu of þung.

Í nýlegri B.S. lokaritgerð tveggja íþróttafræðinga, Áslaugar Ákadóttur og Steinunnar Þorkelsdóttur, þar sem skoðað var heilsufar 300 níu ára barna í Reykjavík og nágrenni, kom í ljós að 26% níu ára barna eru of þung eða of feit. Í könnun þeirra kemur einnig fram að við 6 ára aldur var hlutfall of þungra og of feitra barna 21%, sem er mjög hátt hlutfall hjá svona ungum börnum.

Ljóst er af þessum staðreyndum að ofþyngd og offita meðal barna og unglinga á Íslandi eykst með hverju ári og er orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál. Þessi börn eru oft mjög illa á sig komin og eiga í miklum vandræðum bæði líkamlega og ekki minnst félagslega. Mikilvægt er að gripa til fyrirbyggjandi aðgerða á komandi árum einkum þegar haft er í huga að stór hluti barna, sem eiga í vandamálum sem tengjast offitu, eiga einnig í sömu vandamálum þegar þau verða fullorðin og erlendar rannsóknir sýna að 50-60% feitra barna eru einnig of feit sem fullorðnir einstaklingar.

Spurningin er að sjálfsögðu hvort barnaverndaryfirvöld eigi að grípa í taumana þar sem offituvandi barna verður foreldrum ofviða.

Og einnig hvort ekki eigi að vera viðurlög í lögum við því þegar foreldrar spilla heilsu barna sinna á þennan hátt.


mbl.is 8 ára og 90 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti líka kanna vöruframboð og innihaldslýsingar matvæla í ódýrustu matvöruverslunum vestanhafs. Útkoman gæti orðið fróðleg.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 14:09

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Elín; stendur það samt ekki upp á foreldrana að veja það fæði fyrir börnin sín sem hollast er?

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.12.2011 kl. 00:12

3 identicon

Ég velti því fyrir mér hvort foreldrar standi frammi fyrir vali um magn eða gæði, Svanur Gísli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband