Elliglöp Jóhönnu

Lesa má út úr orðum Jóns Bjarnasonar að búið sé að setla málin í bili og að upphlaup forsætisráðherra í gær hafi algerlega verið ástæðulaust. Jóhanna þekkir ekki lengur munn á vinnuplöggum vinnuhóps og lagafrumvarpi. Sökin á þessu gönuhlaupi liggi hennar megin, ekki hans. Að auki er ljóst að samstarfið verði að halda áfram, hvað sem það kostar.

Vonandi á Jóhanna eftir að biðja Jón opinberlega afsökunar á harðri gagnrýni sinni á vinnulagi hans. Vinnuhópsplaggið sem Jóhanna hélt að væri frumvarp, var bara innlegg hans inn í áframhaldandi umræðu og það er allt og sumt.

Gönuhlaup Jóhönnu og digurbarkalegar yfirlýsingar annarra þingmanna SF í tengslum við málið eru byggðar á tómum misskilningi. - Fyrir bragðið lítur út fyrir eins og Jóhönnu sé heldur betur farið að förlast því sumt af því sem hún segi er meira í ætt við elliglöp en ígrundaðar skoðanir.


mbl.is „Fullkominn misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband