Leppalúðar allra landa sameinist

Leppalúði við .....Letihaugurinn og mannleysan Leppalúði skrýðir jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að þessu sinni. Þessi hægláta karltuska sem engan hemil hefur á hrekkjalómunum sonum og fóstursonum sínum, er ekki kunnur af neinu nema að vera þriðji eiginmaður Grýlu, eftir þá Gust og Bola. 

Hann hefur sig lítið í frammi, virðist frekar ósjálfbjarga og verður að sætta sig við það sem frekju-skassið Grýla úthlutar honum.  -

Sægur er til að ljóðum og vísum um Grýlu og samtíningur einhver um jólasveinana sjálfa. Kveðskapurinn lýsir því venjulega, hvernig þeir allir fara á stjá um jólin, ásamt Grýlu, til að hafa í sig og á með gripdeildum og brögðum, nema Leppalúði sem sig hvergi getur hrært.

Lítið sem ekkert er að finna um Leppalúða. Hann situr heima, óásjálegur og fýldur og bíður þess sem verða vill, augljóst olnbogabarn þessarar þjóðsögu.

Þar ætla þær Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir að gera á bragarbót, hvort sem sá gjörningur nær að festa sig í sessi og bæta hlut Leppalúða, á eftir að koma í ljós.

Það læðist að manni sá grunur að valið á Leppalúða á óróana þetta árið, hafi ekki alveg verið tilviljun. Sérstaklega í ljósi þess að yfirvofandi er óhóflegur niðurskurður á framlögum ríkisins til lífeyris öryrkja og aldraðra. -

Er verið að minna okkur á að líta ekki  á öryrkja og aldraða sem Leppalúða þessa heims? Eða er aþýðan það kannski öll,  gagnvart þeim sem tekið hafa að sér ráðsmennskuna í þessu landi?


mbl.is Kveikt á jólatré á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband