27.11.2011 | 03:32
Nubo segir erjur milli pólitískra andstæðinga á Íslandi ástæðu höfnunarinnar
Það er fróðlegt að lesa viðtal Huang Nubo við China Daily í kjölfarið á að umsókn fyrirtækis hans um jarðarkaup á Íslandi var hafnað. Nubo segir að ósýnilegur veggur komi í veg fyrir kínverskar fjárfestingar í öðrum löndum.
Hann segir að neitunin sé tap fyrir kínverska fjárfesta og Íslendinga en sjálfur hafi hann ekki tapað neinu.
Huang heldur því fram að höfnunin sé undarleg því í könnunum hafi það sýnt sig að 60% íslensku þjóðarinnar hafi verið kaupunum fylgjandi.
Huang segir að ráðuneytið sem fjallaði um umsóknina hafi ekki verið mjög hjálpssamt og erfitt hafi verið að fá upplýsingar um hvað gæti orðið til að hraða meðferð málsins.
Huang gefur lítið fyrir þær ástæður fyrir höfnuninni sem ráðuneytið gaf út og segir að ástæðan fyrir henni geti verið pólitískar erjur milli stjórnmálamanna á Íslandi. Hann vitnar í Sigmund Ernir í því sambandi og umsögn forsætisráðherra um málið.
Þá varar Huang við tvískinnngshættinum sem kemur fram í þessari ákvörðun, því vesturlönd sækist eftir að koma vörum sínum á kínverska markaði en loka um leið fyrir fjárfestingar Kínverja í sínum löndum.
Hann hvetur kínverska fjárfesta að kynna sér vel aðstæður og lög landa áður en þeir láta til skarar skríða því ekki sé mikið að marka það sem sum þeirra predika um stöðugleika fyrir erlenda fjárfesta.
Þá segir Huang að Jóhannes Hauksson, einn af eigendum landsins, muni verða af miklum peningum vegna höfnunarinnar.
Ekki hlutverk ráðuneytisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 05:42 | Facebook
Athugasemdir
Þessi könnun sem hann vísar í á að hafa verið gerð í Reykjavík Grapevine, en þeir kannast ekki við neitt á því blaði og engin finnur raunar nokkra könnun um þetta. Hann notaði þetta líka í öðru viðtali þar sem hann var að reyna að fegra prójektið fyrir kínverskum yfirvöldum, sem greinilega höfðu einhverjar efasemdir.
Ég held að Hjörleifur skólabróðir hans og gírugir ráðgjafar og lögmenn hér heima hafi dregið þennan mann á asnaeyrunum. Hjöleifur Sveinbjörnsson, sem er eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar hefur vafalaust talið sig hafa betra tak á spottum en hann hélt og séð sjálfum sér matarholu. Það er augljóst af afstöðu Samfylkingarinnar að hér var ekki um neitt annað að ræða en old fashion íslenskan nepotisma.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 03:56
Það er svo skemmtilegt að vitna til þess að þessir meintu pólitísku andstæðingar mynda hina svokölluðu ríkistjórn Íslendinga. Það er félegt ástandið.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 04:01
.......old fashioned íslenskur nepotismi. Vel orðað Jón Steinar.
Gefum Kínsa harðfisk, kveðjum hann með orðunum; good to meet you, I’m sure you liked Iceland, now goodbye and fuck you.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 09:26
Það er svo rétt að ítreka að HUang á ekki þetta fyrirtæki upp á eigin spýtur, heldur er hann hinn mjúki frontur og smjaðurtunga. Engin hefur hugmynd um hverjir sitja í skugganum.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 13:16
Jón Steinar; Samamála, Nubo ofmat áhrif Hjörleifs, skjall forsetans og digurbarka viðmælenda sinna.Hann hefur örugglega haldið að þetta mundi fljúga í gegn með allt þetta fólk til að greiða leið sína. - Og nú skilur hann hvorki upp né niður, en veifar fordómaspjaldinu óspart
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.11.2011 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.