25.11.2011 | 16:51
Vill Jóhanna að Ögmundur brjóti lögin?
Ögmundur fullyrðir að umsókn Huang eða réttara sagt fyrirtæki hans hafi ekki "uppfyllti ekki lög og reglugerðir á Íslandi."
Hvað vill Jóhanna að hann geri?
Vill hún meina að Ögmundur hefði átt að brjóta íslensk lög.
Átti hann að finna leið fram hjá þeim, af því að einhverjir flokkshestar þekkja Huang.
Eða er Jóhanna að meina að Ögmundur sé ekki að segja satt og að engin lög hefðu verið brotin ef umsókn hans hefi verið samþykkt.
Umsókn Huang var fyrir undanþágu frá gildandi lögum og reglugerðum og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim.
Hvers konar rassavasa ríkisstjórn rekur Jóhanna annars?
Andvíg ákvörðun Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem Jóhönnu svíður mest er að Ögmundur skyldi tilkynna um ákvörðun sína fyrir ríkisstjórnarfund en á þeim vettvangi stóð til að beita hann pólitísku ofbeldi og svínbeygja hann undir einræðistilburði Jóhönnu og samfylkingarhyskisins. Þótt Ögmundur skiti á sig í máli ríkislögreglustjóra hér á dögunum tókst honum naumlega að halda í sér í þetta skiptið og virða lögin.
corvus corax, 25.11.2011 kl. 17:01
Hún er vonsvikin því hann vildi ekki gera eins og hún og Svandís Svavarsdóttir að brjóta íslensk lög
Páll (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:07
Ögmundur á medalíu skilið fyrir festuna. Það sem mig undrar mest er hversu stórt hlutfall Íslendinga eru algerar hórur. Það hefur komið berlega í ljós í eftirmálanum.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 17:16
Nákvæmlega Jón Steinar !
Sveinn (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:18
Þetta með rassvasann hjá henni Jóhönnu Sig.
Þetta lyktar eins og allir kratar. Hvernig var Göran Persson í Svíþjóð?
Ögmundur, ég dáist að þér fyrir að hafa snúið á kerlingaruggluna.
Jóhanna (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:34
Þessi dægrin stunda ég nám sem m.a. hefur það að markmiði að innræta tortryggni. (sceptism)
Áætlanir ljóðskáldsins hvurs þjóðernis hann svo er, eru "too good to be true" fyrir og eftir innrætingu, með tilliti til grenjandi þarfar fyrir fjárfestingu og uppbyggingu. Þó þráin fyrir hógværri upprisu Íslands, bæði á andans og veraldlega sviðinu sé mikil, þá verður að setja allar bremsur niður og skoða rauðuflöggin. Ef íslensk lög virka sem bremsa og gefur þóttunartíma, þá er það gott.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.11.2011 kl. 17:45
Ögmundur segir klárlega að salan hefði brotið í bága við íslensk lög og reglugerðir.Umsóknin var um undanþágu og undanþágur frá lögum á ekki að veita þegar hægðarleikur er að fylgja lögunum.
Er eitthvað annað sem skiptir máli? -
Nú segist Ögmundur reyndar vilja takmarka kaup allra útlendinga á íslensku landi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.11.2011 kl. 18:01
Ég er algjörlega sammála Ögmundi þó svo að ég sé ekki stuðningsmaður VG. Það er ótrúlegt að heyra stjórnmálamenn reyna að slá sig til riddara með því að segja að þetta sé óskiljanleg afstaða ráðherrans. Ég segi eins og margir DETTUR einhverjum fullhugsandi Íslendingi það í hug að Nupo hafi eingöngu ferðamannaiðnað í huga ? Við skulum standa vörð um allar auðlindir okkar.
Alfreð Erlingsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 18:06
Ekki veit ég, hvaða forsendur eru fyrir ákvörðun Ögmundar, eða á hvaða hátt lög meinuðu Huang að fá Landareignina.
Sjálfum finnst mér, að það eigi að leifa þessum Kerlingum að finna fyrir afleiðingum heimsku sinnar ... í fúlustu alvöru. Vandamálið er bara það, að því miður ... þá mun það bitna á okkur hinum líka, eins og alltaf.
Þið eigið ekki að standa vörð um Auðlindirnar ... heldur um landið ykkar. Jörðina sem þið stígið, og þá skiptir engu máli hvort í henni séu auðæfi eður ei. Kínverjar eru 1/6 mankynsins, og fer ört fjölgandi. 300 000 Íslendingar eru ekki mikið í þeirra augum, svona álíka mikið eins og þessi hópur sem þeir murkuðu út í tíbet ... kanski til og með færri. Hvað með það ... landið, er verðmætasta eign Íslendinga ... og það má aldrei selja erlendum eigendum. Fyrir slíku, verður að gera lög ... sá aðili sem vill eignast land á Íslandi, verður að gera það í gegnum löggilta Íslenska persónu eða fyrirtæki. Þá verða Íslendingur sjálfur, ef því er að skipta.
Þetta er ekki spurning um þjóðerniskennd, því hver sem er getur svo orðið Íslendingur ... af hvaða þjóðarbroti hann kemur upprunalega, skiptir engu, svo lengi sem aðilinn aðhyllist Ísland, Íslenzk lög og Íslenzka alþýðu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 21:33
24 einstaklingar hafa fengið undanþágur til fasteignakaupa á landinu frá árinu 2007 og aðeins einum hefur verið hafnað síðan þá.
Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.11.2011 kl. 21:59
Slíkt er fyrir neðan allar hellur, og afskaplega vanhugsað af þjóðinni ...
Má segja, að veiting undanþága frá lögum í þessum skilningi ... séu landráð. Og þá skiptir engu máli, hvort aðillin komi frá Kína, Bandaríkjunum eða Ísrael.
Þetta eru landráð ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 22:07
Þú tekur eftir því að allt eru þetta félög eða einstaklingar sem eru utan EB. Þeir sem eiga lögheimili í einhverju landa EB þurfa enga undanþágu og geta keypt það sem þeim sýnist.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.11.2011 kl. 22:49
Það er náttúrulega eitthvað skrítið við þá stefnu íslenskra stjórnvalda að sækjast eftir erlendri fjárfestingu til uppbyggingar atvinnuvega í landinu en meina sömu aðilum að kaupa fasteignir og land til þess. Hvernig á það að ganga upp? Það er ekki hægt að sitja klofvega á girðingunni. Ef með erlendri fjárfestingu er eingöngu átt við fjárfestingu aðila innan EB á Íslandi, hvað erum við þá alltaf að tala við aðila héðan og hvaðan úr heiminum um að fjárfesta hérna í hinu og þessu. Eru ekki einhverjir 5 aðilar þ.m.t. Kínverjar að velta fyrir sér fjárfestingu á Bakka? Það getur náttúrulega ekki gengið ef þeir ekki mega hafa hér landfestar eða eignast fasteignir. Nema þetta verði loftpúðafyrirtæki.
guggap (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 00:11
Hér er hægt að horfa á athyglisverða heimildamynd um fullkomlega sambærilegt mál í Kalmar í Svíþjóð 2006. Aðdragandinn er nánast alveg sá sami og allt endaði þetta í skelfilegu Járnbrautarslysi vanefnda og þvælu, sem Sænskir borgarar þurftu á endanum að greiða fyrir.
Ég er eiginlega steinhissa á að þessi mynd skuli ekki vera sýnd á RUV. Skyldleiki málanna er hrollvekjandi vægast sagt, þótt myndin fari tragíkómískum höndum um málið.
Algert must see.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 02:07
Myndin er ekki áróðursmynd heldur frekar sympatísk gagnvart Kínverjunum, enda eftir kínverska stúlku. Þessir atburðir áttu sér stað og væntingar Kalmarbú voru alveg eins og einfeldninganna hér.
Það er búið að gera þetta fyrir okkur.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 02:10
Mér finnst mestu máli skipta að þeir sem verða þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að nýta auðlindir landsins séu með hreint borð og skýra gagnsæja áætlun um verkefnin, áður en þeim er hleypt af stað. - Huang uppfyllir ekki þau skilyrði, að mínu áliti. Sjá hér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.11.2011 kl. 02:39
Hann gæti fengið byggingarleyfi og framkvæmt draum sína hér án þess að eignast þetta landflæmi, rétt eins og Alcoa og önnur erlend fyrirtæki eiga ekki landið undir verksmiðjum sínum né virkjanirnar. Marinó G. Njálson kemur ágætlega inn á þennan flöt á sínu bloggi. Ég mæli annars með heimildamyndinni, sem ég linka á hér að ofan, hún er málinu ótrúlega skyld.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 03:20
Sammála ykkur sem virðið ákvörðun Ögmundar, hann á heiður skilinn fyrir þetta. Reyndar er þetta enn einn líkistunaglinn í Samfylkinguna sem er að einagrast æ meira sem þjóðernisóhollur flokkur og ótraustverður á allan hátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.