23.11.2011 | 22:47
Sveltum öryrkjana og svindlum á hinum öldruðu
Þegar að þjófélag hefur ekki efni á að veita öryrkjum og öldruðum landsins, sæmandi lífeyri, er spurning hvaða tilgangi ríkisrekstur þess þjónar. Einn af hornsteinum siðmenningar okkar byggir á þeim sjálfsögðu sannindum að þeir sem hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þeir sem ekki komast af án þess, eigi að njóta forgangs þegar kemur að því að deila út sameiginlegum sjóðum okkar.
Það er því ekkert annað en villimennska að finnast sjálfsagt að dæla almannafé til banka og auðmanna í falsskuldir sem tilkomnar eru vegna okurvaxta og bókhaldsbrellna, og þrengja um leið kost öryrkja og aldraðra svo að þeir eiga enga möguleika á að lifa mannsæmandi lífi. - Sveltandi gamalmenni og öryrkjar eiga að vera liðin tíð á Íslandi. Að það skuli vera á kostnað þeirra sem telja eigur sínar í milljörðum er þjóðarskömm sem seint verður yfirstigin.
Alþingi sem samþykkir slíkar aðgerðir á að setja af sem fyrst. Ríkisstjórn sem framfylgir slíkum ákvörðunum ætti að hrekja frá sem fyrst með öllum tiltækum ráðum. - Þessi framkoma er hneisa fyrir þjóðina alla og þeir sem mæla þessum aðgerðum bót, ættu að fá orð í eyra frá mæðrum sínum og feðrum, ömmum sínum og öfum.
Öryrkjar mótmæla skerðingu bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 787108
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur þú útskýrt hvernig stjórnvöld hafa "dælt almannafé til banka og auðmanna í falsskuldir sem tilkomnar eru vegna okurvaxta og bókhaldsbrellna." Ég hef fyltst talsvert með síðustu ár en hef samt ekki heyrt um þetta. Mér segir svo hugur að þú sért eitthvað að misskilja þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa staðið fyrir.
Sigurður M Grétarsson, 23.11.2011 kl. 22:59
Mæl þú manna heilastur Svanur. Tek hér undir hvert einasta orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 23:00
held sé hægt að segja um langflesta sem eru ósammála að hafi hagsmuna að gæta..
eða eru ómannúðlegir sósíópathar (sama hægt að segja um hina reyndar)
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 01:55
en þetta virðist vera merkilega misskilið lið.
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 01:56
en maður nennir ekki að taka þátt í þessari vitleysu, ef það er ekki þetta lið að plata liðið, þá er það eitthvað annað lið.
"if the monkeys are burning down the forest, get out of the forest" fer að verða notalegri og notalegri hugsun að flýja til fjallanna, "leyfið þrælunum að vera þrælar, því það er víst svo notalegt"
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 01:59
Sigurður M Grétarsson; Umtalsverðan hluta af skuldaaukningu og hallarekstri ríkissjóðs á síðustu árum má rekja til útgjalda er tengjast endurfjármögnun bankanna en beint hlutafjárframlag ríkisins til Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans var um 135 ma.kr. Auk þess veitti ríkissjóður Arion banka og Íslandsbanka 55 ma.kr. víkjandi lán. Samtals gera þetta því um 190 ma.kr. sem er um það bil jafn mikið og hallinn á ríkisútgjöldum á árinu 2008, eða sem svarar 13% af vergri landsframleiðslu.
Nýlegt dæmi um auðmenn sem fá af almannafé úr bönkunum; Finnur Árnason forstjóri og fleiri stjórnendur Haga fá 300 milljónir króna greiddar frá Arion banka samkvæmt samningi, bæði í ræðufé og hlutafé í Högum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.11.2011 kl. 02:46
Eldra dæmi Sigurður; Skuldir Kjalars við Arion banka hafa verið afskrifaðar að nánast öllu leyti í bókum Arion banka en fyrirtækið skuldaði bankanum 88 milljarða króna á núvirði.
http://www.hvitbok.vg/Profilar/OlafurOlafsson/OOStofnarNyttFelag/
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.11.2011 kl. 03:20
Sigurður M Grétarsson sér bara það sem hann vill sjá, að frátöldum sannleikanum.
Bárður (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 12:30
Eins og mig grunaði Svanur þá ert þú að misskilja málið. Hvað varðar niðurfellingar bankanan á óinnheimtanlegum skuldum heimkila og fyrirtækja þá lendir sá kostnaður á kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna en ekki á ríkissjóði né nýju bönkunum. Um þetta var samið þegar nýju bankanrir keyptu lánasöfnin úr þrotabúi gömlu bankanna. Greitt var lágmarksverð í upphafi en síðan fer endanlegt verðmat fram í árslok 2012 og þá bæta nýju bankarnir við hærri greiðslum verð verðmat á lánasöfnunum þá meira en þeir greiddu fyrir þau í upphafi. Eins og fram hefur komið í frettum nýlega lítur út fyrir að þessar viðbótagreiðslur verði í nágrenni við 100 milljarðar. Við þetta verðmat verða allar þessar afskriftir sem þú nefnir hér teknar með í reikninginn og verða því á kolstnað þrotabúa gömlu bankanna.
Hvað varðar það fé sem ríkissjóður lagði í endurreisn fjármálakerfisins hér þá var ekki verið að gefa neinum fjármálamönnum það fé því ríkissjóður eignast bankana að hluta eða öllu leyti í tilfelli Landsbankans fyrir það fé. Meðan hlutur ríkisins er óseldur fær ríkissjóður arð af þeirri fjárfestingu. Reyndar er hann í upphafi látinn standa inni í bönkunum til að byggja upp hærra eiginfjárhlutfall því þeir voru stofnaðir með lágmarks eiginfjárhlutfalli og þannig geta þeir ekki starfað lengi því það leiðir til þess að alltaf þarf að bæta við eiginfjárhlufallið þegar tap verður á rekstrinum eða innistæður aukast til að halda við lágmarkseiginfjárhlutfallinu.
Þetta eykur þó eign ríkisins og eykur því arðgreiðslur síðar og hækkar það verðmæti sem ríkið getur selt. Reyndar stendur til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næsta ári og er það hluti af fjármögnun ríkissjóðs fyrir næsta ár.
Til þess að reisa hér við efnahagslífið þarf að auka atvinnu og til þess þarf að fjárfesta og til þess þarf að vera til virkt fjármálakerfi. Það var því aldrei valkostur að endurreisa ekki fjármálakerfið.
Þar sem um var að ræða kaup á eignum sem gefa arð þá er hér ekki um útgjöld að ræða heldur fjárfestingu.
Það er því misskilningur að hér hafi verið um að ræða útgjöld sem hefði verið hægt að velja um að setja í eitthvað annað eins og velferðakerfið. Þvert á móti var hér verið að byggja undir efnahag landsins og þar með möguleika þess á að vera hér með öflugt velferðakerfi til framtíðar.
Sigurður M Grétarsson, 24.11.2011 kl. 12:41
Sigurður reit;
Ég segi að almannafé hafi verið dælt í bankana og þú staðfestir það. Um hvort það hafi verið nauðsynleg aðgerð og hvort hún þurfti að vera svona víðtæk, er deilt. Um að skuldir bankanna hafi verið tilkomnar vegna bókhaldsbrellna, þá veistu að svo var og kröfurnar í þrotabú bankanna eru að mestu leiti það líka.
Um að bankar láti fé renna til auðmanna og gróðamilla stend ég viðdæmin tvö sem ég tók og þú hefur ekki gert neina tilraun til að hrekja.
Seinni liður staðhæfingar minnar um að þessi peningar hafi lent
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.11.2011 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.