23.11.2011 | 14:51
Occupy hreyfingin og ruslið sem hún mótmælir
Occupy hreyfingin um allan heim reynir sitt besta um þessar mundir til að koma fjölbreyttum skoðunum og kröfum meðlima sinna í orð og yfirlýsingar. Occupy er þannig að að bregðast við spurningum fólks sem vill fá einhver svör um hverju sé verið að mótmæla og hverjar helstu kröfur mótmælenda séu.
Hreyfingin er algjörlega sjálfsprottin og verður að skoðast sem afar áhugaverð tilraun til að bræða saman skoðanir og hugsjónir fólks sem komið hefur til liðs við hana úr öllum áttum og stéttum þjóðfélagsins. - Það eina sem fólk á sameiginlegt til að byrja með, er óánægjan með stöðu mála í heiminum og viljann til að gera eitthvað til að breyta henni til hins betra.
Með því að taka mið af því sem Occupy í New York og London hafa látið frá sér fara og finna má á prenti um stefnumál hreyfingarinnar, gætu drög að stefnu Occupy í Reykjavík litið einhvern veginn svona út;
Occupy í Reykjavík stendur með öllum Occupy félögum víðs vegar um heiminn.; við erum nítíu og níu prósentin. Við erum friðsamur vettvangur án yfirstjórnar. Við erum því samþykk að kerfið sem er við lýði er ósjálfbært. Það er ólýðræðislegt og óréttlátt. Við þörfnumst úrræða; og þér er boðið að taka þátt í umræðunni til að þróa þau, til að skapa betri framtíð fyrir alla.
Við neitum að greiða fyrir bankahrunið. Við viðurkennum ekki að niðurskurður stjórnvalda og fyrirtækja sé nauðsynlegur eða óumflýjanlegur. Við krefjumst þess að látið verði þegar af alheimslegri óréttlátri skattheimtu og að lýðræðislegar stofnanir lands okkar taki hagmuni fyrirtækja fram yfir hagsmuni fólks.
Við viljum að gerðar verði breytingar á stjórnarfari heimsins í átt að jafnrétti á öllum sviðum. Auðlindir heimsins verður að nýta til að gagnast öllu fólki jarðarinnar, ekki herjum, gróðabraski fyrirtækja og hinum ríku.
PS. Samkvæmt því sem fram kemur á facebook síðum Occupy Reykjavík er verið að flytja aðbúnaðinn frá Austurvelli og koma tjöldum og tólum í hús. Myndirnar eru teknar á meðan þeim flutningum var ekki lokið. Þar skrifar Pétur Karlsson þetta;
Allt í drasli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Athugasemdir
Samloðun er ekki það sem Occupy-hreyfingarnar standa fyrir. Þetta eru samstöðuhreifingar. Það er munur á sameiningu (unity) og samstöðu (solidarity). Sameinað félag er félag sem stendur fyrir ákveðnu markmiði og leið að markmiðinu, gildum, áherslum og þess háttar sem allir fylgja í einu og öllu. Samstaða er það þegar mismunandi fólk með mismunandi skoðanir, aðferðafræði, gildi, trúr og svo framvegis stendur saman og styður hvort annað þrátt fyrir þennan mismun. Ein af ástæðunum fyrir því að hreyfingarnar hafa verið svona árangursríkar hérna í Bandaríkjunum er það að fólk leyfist að koma mismunandi inn í hreyfingarnar og halda sínum karaktereinkennum. Hreyfingarnar blómstra svo á fjölbreyttninni. Sumir leggja fyrir sig að mennta hvort annað, aðrir að dreyfa áróðri, aðrir í beinar aðgerðir og enn aðrir að byggja heimilli fyrir heimillislausa. Hver og einn hefur svo sín svör. Sumir eru kommúnistar, aðrir anarkistar o.s.frv. Sameiginleg stefnumarkið væru til að drepa þessa fjölbreytni. Það verður því vonandi aldrei gerð tilraun til að sjóða saman skoðanir og hugsjónir heldur leifa fjölbreyttninni að halda. Hver meðlimur talar fyrir sjálfan sig en ekki hreyfinguna sem heild.
R (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 08:02
Eða allavega vona ég að svo sé raunin í Reykjavík, ég hef ekki séð götutökuna þar. Ég hef hins vegar séð fjölmargar tökur í Ameríku og þar er samstaðan höfð í hávegi en ekki sameining
R (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.