Hundurinn sem bítur

Hundsbit kallar Gunnar Gunnarsson hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, að 30 manns var sagt upp störfum þegar flugfélagið Astraeus fór á hausinn. Við þá tölu bætist a.m.k. 20 íslenskir flugmenn og ótaldar eru þá íslenskar flugfreyjur og flugþjónar sem störfuðu fyrir félagið. Það er ansi mildilega komist að orði, sérstaklega þegar atvinnuleysi er hvergi meira á landinu enn á Suðurnesjum.

Og hver er hundurinn sem þarna bítur? Hann heitir Pálmi Haraldsson og hundsbitin sem fólk hefur orðið að þola af völdum hans eru orðin æði mörg.

En illur fengur illa forgengur segir máltækið og hér má lesa um hvernig þetta flugfélag komst í eigu Pálma.

Iceland Express, einnig í eigu Pálma, er frekar illa þokkað fyrirtæki en það heldur áfram rekstri enn um sinn.  Pálmi hlýtur að hafa nóg fé milli handanna til að halda því gangandi um sinn, eftir að hafa svikið út rúmlega fjóra milljarða króna úr Gamla Landsbankanum eins og lesa má um hér. og 7,2 milljarða út úr Glitni sem  lesa má um hér.

En engin lög ná yfir þessa og aðra álíka verknaði (og þar er af nægu að taka) Pálma Haraldssonar.

Saga hans síðustu árin er eins og hún birtist okkur í fjölmiðlum landsins, er saga samfelldrar svikamillu, þar sem stórkostlegar upphæðir eru sviknar út úr bönkum og fyrirtækjum, án þess að nokkur lög nái þar yfir eða nokkrir fái því við gert. -

Langlundargeð landsmanna við Pálma jafnast aðeins á við bíræfni hans við að halda ferli sínum áfram, án þess að skeyta nokkuð um afleiðingar gjörða sinna.


mbl.is Hundsbit fyrir Suðurnesin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband