Molbúar að monta sig

Þessi tilraun bandaríkjamannsins til að gera mikið úr verslunarferðum þjónustustúlkunnar til Mílanó sýnir hversu illa hann þekkir til hátta á Íslandi.

Ferðir til útlanda þykja ekki tiltöku mál og hafa ekki gert það síðast liðin 30 ár, ólíkt því sem gengur og gerist í Bandaríkjunum þar sem sáralítil prósenta íbúa hefur vegabréf. Það er svo sem skiljanlegt þegar tekið er tillit til landafræðikunnáttu þeirra almennt, en það er annað mál.

Löngu fyrir hrun var hefð fyrir því að Íslendingar færu í verslunarferðir til útlanda. Þeir fóru til ýmissa borga í Evrópu og í Bandaríkjunum, eftir því hvert ódýrustu flugmiðanna var að fá og hvar hagstæðustu kaupin var hægt að gera á hverjum tíma. - Það var alltaf sérstök tilfinning að koma að hliðunum þar sem íslendingar biðu eftir að komast um borð í vélarnar heim. Húsakynnin ilmuðu af leðri og bjór. Leðurlyktin var af brakandi leðurdrögtum kvennanna og bjórlyktin út úr flestum körlunum.

GullrétturEf að sá bandaríski er að leita eftir grófum dæmum um sukk og sinnuleysi í hruninu á Íslandi, ætti hann að leita í smiðju þeirra sem þóttu flott að fara til ákveðinnar borgar og borða þar gull í kvöldmat. Sú borg heitir New York og er í Bandaríkjunum. Þangað fóru nefnilega nokkrir nýríkir íslenskir molbúar um tíma til að monta sig. Líttu þér nær John Lanchester.


mbl.is Í verslunarferð til Mílanó fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalegur hroki er þetta út í heiðarlega heimsku Svanur. Þrælvelgefið fólk er stundum með svo litla sjálfsvirðingu að maður fer hjá sér að hlusta á þá. Þýskur rithöfundur skrifaði einhverja ferðasögu frá Íslandi þar sem íslenskur leiðsögumaður komst í vanda þegar oddviti sem þeir heimsóttu talaði esperanto og latínu í gríð og erg þega gesti bar að garði.

Engin skyldi að sjálfsögðu neitt og íslendingurinn skyldi ekki íslendinginn heldur..

Hér er klassískur molbúi frá New York... http://www.youtube.com/watch?v=Cey35bBWXls&list=FLBJaU6fHOQ_ZtyfYn2KLhlA&feature=mh_lolz

Óskar Arnórsson, 18.11.2011 kl. 00:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi náungi myndi nú alveg missa sig ef hann frétti að jafnvel íslenskar ræstingardömur skryppu í innkaupaferðir til útlanda 

Annars held ég að hann sé annað hvort að ljúga eða skreyta frásögnina.   Mílanó er nefnilega ekki á innkaupalandakorti íslenskra.  (Að vísu gæti verið að þjónustustúlkan hafi verið að hrekkja hann).

Aðalmálið er svo auðvitað að þjónustustúlkur á Íslandi eru ekki "low-class" eins og náunginn á að venjast heima hjá sér.   Þær kunna að meira að segja nokkur tungumál, og margar þeirra eru ekki einu sinni íslenskar.  En hann hefur eflaust ekki spurt um neitt sem skipti máli til þess að treysta mælikvarðann sinn.

Kolbrún Hilmars, 18.11.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: ViceRoy

Svo fyndið að hann skuli láta svona út úr sér :D hvað veit þessi maður nema fjölskylda þjónustustúlkunnar hafi verið rík?  Eða þá einfaldlega ómenntuð en virkilega klár með peninga að fara?

   Og jámm eins og Kolbrún bendir á, þá er Mílanó væntanlega ekki ódýr enda ein af tískuborgunum, þá vænti ég að það séu meiri peningar til en það sem hún fékk úr þjónustustarfinu. 

ViceRoy, 18.11.2011 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband