Hermaðurinn Breivik

AfríkaHvað á að gera við menn eins Breivik?  Gerir einhver heilbrigður maður svona lagað? Helst væri best að afgreiða hann og alla aðra sem gera eitthvað álíka sem kolbrjálaða morðingja.

En um leið og við gerum það eru þeir ekki sakhæfir. Er hægt áfella fólk fyrir að vera sjúkt? Enda komust yfirvöld í Noregi að því að maðurinn er ekki sjúkur á geði og því sakhæfur. 

Það þarf sem sagt ekki  endilega að vera sjúkur til að fremja ódæði á borð við það sem Breivik framdi.

Fyrir því má færa margvísleg rök og taka óteljandi dæmi. T.d. horfir heimurinn daglega upp á skiplögð fjöldamorð á saklausum borgurum víða um heiminn, án þess að nokkuð sé fundið athugavert við þau, hvað þá eitthvað aðhafst til að stöðva þau. - Ef að Breivik væri fundinn geðveikur á grundvelli verka sinna, væri óhætt að yfirfæra það á stóran hluta ráðamanna heimsins sem ekki hika við að láta drepa saklaust fólk í leit sinni að betri heimi.

Tvískinnungurinn sem viðgengst í heiminum gagnvart því hvað eru lögleg morð á saklausum borgurum og hvað ekki, er augljós. - Hermenn mega drepa, ekki aðrir. En hverjir eru hermenn og hverjir ekki.

Hluti af hátterni Breivik í réttinum skýrist af hversu gegnsýrður hann er að þessum tvískinnungi. "Ég er riddari og yfirmaður í hinni norsku andspyrnuhreyfingu" segir hann og reynir um leið að varpa yfir sig og gjörðir sínar skikkju lögmætis, þ.e. sömu skikkju og liðsmenn svo kallaðra "frelsishreyfinga" brúka til að réttlæta voðaverk sín.

Miðað við hversu ógeðfeld þessi rök eru ná þau alveg tilætluðum árangri. Þegar nánar er athugað er skikkja þessi ofin úr sama þræði og öll önnur rök fyrir hernaði og mandrápum. - Það verður að drepa fólk til að fleira fólk verði ekki drepið eða hneppt í ánauð og við það að drepa annað fólk deyja einhverjir saklausir.


mbl.is Breivik brosti í réttarsalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki gott að spyrja hægri öfgamenn , eins og Hannes Hólmstein, að þessu ?

Hann getur þá skrifað bók um það sem hann veit með vissu hægri öfgamanns !

JR (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband