Óttast mest að verða leiddur fyrir rétt

Hvað knýr Silvio Berlusconi til að þrjóskast eins lengi og auðið var við að segja af sér og boða svo endurkomu sína strax daginn eftir. Fólk getur verið sammála um að þessi umdeildi pólitíkus og athafnamaður, hljóti að vera afar stoltur maður fyrst hann lét sig ekki fyrr en tveir af helstu ráðamönnum Evrópu loks hlutuðust til um afsögn hans. Honum lætur illa að láta í minni pokann svo mikið er víst.

En það er annað sem hlýtur að halda þessum unglega 75 ára gamla ref gangandi og ákveðin í að komast aftur til valda og það er óttinn við að verða leiddur fyrir dómstóla og hljóta dóm fyrir þau afbrot sem hann er ásakaður um að hafa framið.

Sem forætisráðherra tókst honum að þagga niður í öllum sem vildu draga hann fyrir dómstóla og til þess beitti hann m.a. þeim ráðum að breyta lögum landsins svo friðhelgi hans í embætti yrði algjör. - Því fyrr sem Berlusconi fær aftur umboð kjósenda til að leiða ítölsku þjóðina, sem er greinilega ætlun hans, því fyrr kemst hann aftur í örugga höfn. -

Og nú sveija sumir og halda að hann hafi engan sjens eftir allt það sem á undan er gengið. - Kann að vera. Vonandi eru ítalskir kjósendur ekki eins og við hér á Íslandi.


mbl.is Berlusconi boðar endurkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki man ég hve margar ríkisstjórnir hafa setið á Ítalíu frá því eftir sinni heisstyrjödina en þær eru æði margar.

Berlusconi er eini ráðherrann sem haldið hefur ríkisstjórn út heilt kjörtímabil frá þeim tíma og ef ítalir eru sjálfum sér líkir, þá endist ný ríkisstjórn ekki lengi og framundan er ekkert nema stjórnarkreppur.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 18:49

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

ESB var nær. Apparatið gerði tvenn mistök; að ýta þjóðkjörnum leiðtoga úr embætti og skaffa eigið möppudýr, ólýðræðislega, í hans stað.

Alveg burtséð frá ágæti Berlusconi, þá er ekki útilokað að ítalskir kjósendur hugsi ESB þegjandi þörfina.

Kolbrún Hilmars, 13.11.2011 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband