Draumsóleyjarnar og enska landsliðið

799px-Poster_Papaver_2aBretar gera mikið þessa dagana úr minningardeginum um fallna hermenn sem haldin er 11. nóvember hvert ár. Sagan segir að "á elleftu stundu, ellefta dags, ellefta mánaðar, ársins 1918", hafi verið samið um vopnahlé milli stríðandi fylkinga í heimsstyrjöldinni fyrri.

800px-Anzac_poppiesDagurinn sjálfur er haldinn hátíðlegur með öllu því brölti sem herveldi á borð við Breta getur boðið upp á en mest ber á hinum eldrauðu pappírs-draumsóleyjum sem allir bera í barminum. Ekki sést kjaftur í sjónvarpinu vikur fyrir og vikum eftir daginn, sem þorir að láta sjá sig án þessa barmmerkis sem selt er af uppgjafa hermönnum landsins á hverju götuhorni.

Á laugardaginn leikur enska landsliðið í knattspyrnu gegn Spánverjum. Þeir fóru fram á við FIFA að fá að leika með draumsóleyjar bróderaðar á brjóst búninga sinna. FIFA neitaði og bar fyrir sig að slíkt væri ekki gott fordæmi og tefldi óhlutdrægni keppninnar í hættu. Englendingar gáfu sig ekki og báðu enn um undanþágu. FIFA neitaði aftur á sömu forsendum. -

Darren_bent415Þess ber einnig að gæta að enskir landsleikir hafa oft áður verið leiknir beggja megin við minningardaginn en aldrei áður hefur verið gerð krafa um að leikmenn beri draumsóleyna á búningi sínum.

Þá var kominn tími fyrir England að draga fram stóru kanónurnar. Forsætisráðherrann froðufeldi af vanþóknun í þinginu og ritaði Sepp Blatter forseta FIFA harðort bréf og krafðist þess að liðið fengi að bera blómið sem hluta af búningi sínum.  - William prins sem er heiðursforseti enska knattspyrnusambandsins lagðist líka á árina og ritaði Blatter einnig bréf sama efnis. -

_56596288_pa_cameronÞessi pressa hafði áhrif og enska landsliðinu var leyft að bera draumsóleyjar bróderaðar á svart sorgarband sem þeir hugðust einnig bera á upphandlegg. - Þetta á einnig við um lið þeirra undir 21.árs,  sem keppir við lið Íslands í kvöld.

Heimsstyrjöldin síðari átti að vera "stríðið sem endaði öll stríð". Þrátt fyrir vopnahléið sem Bretar og samveldisþjóðir þeirra halda hátíðlegt, hélt stríðið áfram og leiddi síðan af sér enn fleiri stríð í Evrópu. Þegar stríðinu lauk, voru gerðir við Þjóðverja miklir nauðungarsamningar sem fólu í sér eftirgjöf á stórum landsvæðum, þrátt fyrir að þeir höfðu  ekki tapað feti af eigin landi í sjálfu stríðinu. - Uppgjöfin og hinir svo kallaðir Versalasamningar sem fylgdu í kjölfarið voru af mörgum Þjóðverjum álitnir mikil svik við þýsku þjóðina. Þeirra á  meðal var  tví-heiðraður sendiboði fyrir fótgönguliðið, sem þá lá á sjúkrahúsi með tímabundna blindu þegar samningarnir voru gerðir og hét Adolf Hitler.

prince-william-wearing-a-poppy-pic-getty-images-373638911Pappa-draumeyjasólirnar sem styrinn stóð um og tengsl þeirra við minningardaginn, má rekja til ljóðsins"In Flanders Fields" eftir kanadíska herlækninn John McCrae sem samdi það árið 1915.

Um þessar mundir eru Bretar flæktir í afar óvinsælar og umdeildar hernaðaraðgerðir. Hermenn þeirra koma vikulega heim í líkpokum og stöðugt er haldið að almenningi í gegnum fjölmiðla að þeir hafi dáið fyrir frelsi og öryggi breskra þegna. Að sama skapi og óvinsældir stríðsbröltsins aukast, hafa stjórnvöld lagt áherslu á að almenningur sýni stuðning við hermennina sem berjast í stríðunum, jafnvel þótt hann styðji ekki stefnu stjórnvalda. Þannig eru forsendur kröfu þeirra ensku ljósar.

Þótt FIFA hafi gefið eftir að þessu sinni standast rök þeirra að fullu fyrir að hafna slíkum merkingarhlöðnum og pólitískum táknum á búninga í landskeppnum. Fordæmið er hættulegt en vonandi dregur það ekki dilk á eftir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband