9.11.2011 | 03:04
Stór brjóst og karlmenn
Ţví er stundum haldiđ fram ađ ef karlmenn vćru ekki svona miklir ađdáendur stórra brjósta, mundu kvenmönnum ekki vera svona umhugsađ um stćrđ ţeirra. - Og oft er hóflitlum fjölmiđlum kennt um ađ örva, viđhalda og jafnvel móta unga karlhuga á ţá leiđ ađ ţeir álíti stór brjóst ţađ áhugaverđasta sem konur hafa upp á ađ bjóđa. En er ţađ stađreyndin ađ stćrđ kvenbrjósta sé í raun ráđiđ af karlmönnum?
Áhugi mannkynsins á brjóstum og stćrđ ţeirra er ekki nýr af nálinni. Brjóst hafa sem frjósemistákn veriđ fyrirferđamikil í listasögu heimsins, en listin eins og kunnugt er, endurspeglar gjarnan hvernig viđ höfum hugsađ um hlutina á hverjum tíma og listamennirnir eru oftast karlmenn.
Hinar 35.000 ára gömlu "Venusar" smástyttur frá Ţýskalandi eru međ alla líkamshluta afar ýkta, ekki hvađ síst brjóstin sem eiginlega minna á konu sem ţjáist af brjósta Hypertrophy. - Allt frá hinum bústnu frjósemisgyđjum og fjölbrjósta Indlands meyjum til myndskreyttra barma afrískra hjarđkvenna og mjallhvítra Evu og Maríubrjósta á málverkum miđaldameistaranna í Evrópu, er ţessi mikli áhugi og sterka ađdáun karla á ţessum kvenlíffćrum augljós.
En ţađ sem einnig kemur í ljós viđ slíka söguskođun er ađ karlar hafa ekki ćtíđ haft sömu hugmyndir um ćskilega stćrđ og lögun konubrjósta. Ef hćgt er ađ tala um sögulega međalstćrđ í ţessum efnum, vćri ţađ trúlega 34B.
Allt frá árinu 1996 hafa t.d. brjóst kvenna veriđ ađ stćkka og mest selda stćrđin í USA og UK um ţessar mundir er 36C.
Allar líkur er á ađ kvenbrjóst eigi eftir ađ stćkka enn frekar ţví bandarískir karlmenn sem eins og allir vita eru hallir undir stóra hluti, segjast helst vilja konur međ brjóstastćrđ 36D. Sama er ađ segja um breska karlmenn.
Konur virđast sem sagt almennt ansi samvinnuţýđar og skilningsríkar viđ karla sína hvađ ţetta varđar. Eđa býr eitthvađ meira undir?
Brjóstin hafa oft veriđ notuđ í listinni til ađ tákna yfirráđ, ríkidćmi, fegurđ og völd, eđa ţađ sem margir ţrá og eiga erfitt međ ađ standast. Og kannski er ţađ einmitt ţetta sem konan er ađ árétta međ "undirlátsemi" sinni viđ duttlunga karlmannsins.
Stćkkar brjóstin um heila skálastćrđ á mánuđi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Heilbrigđismál | Aukaflokkar: Dćgurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:08 | Facebook
Athugasemdir
Nú eru hlussujúllur a'la Parton bćđi lítt spennandi í mínum augum, og svo ekki sérstaklega ţćgilegar fyrir berandann. Ţetta efni mun örugglega valda nokkrum ýkjum í hinum brenglađa heimi.
En....
Fyrir ţćr sem eru tiltölulega flatar, mun ţetta örugglega bćta úr, ef ţćr vilja. Ţćr grönnu eins og Keira munu ekki ţurfa mikiđ til ađ vera ađeins skverlegri.
Ţví........
Ađ meir ađ segja 36D er ekki neitt neitt, ef ađ berandinn er í dúndrandi yfirvigt. Smá bólur á fitupolli, og haldiđ uppi af bumbunni. Og er ţađ ekki höfuđ vandamál hjá bćđu Bandarískum og Breskum konum í dag?
Jón Logi (IP-tala skráđ) 9.11.2011 kl. 09:10
Allt er best í hófi!
Eyjólfur G Svavarsson, 9.11.2011 kl. 14:50
Sjálfsagt einhverjir karlmenn sem koma til međ ađ prófa ađ smyrja ţessu á manndóminn
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2011 kl. 15:05
Held ađ yfir höfuđ séu meirihluti karlmanna ekki ađ einblína á brjóstarstćrđina og held frekar ađ ţetta sé meira kvennavandamál en karla ţó vissulega séu sumir sem ekki geta greint gćđi frá stćrđ :), ţessi ofurbrjóstmenning kemur frá gerviheimi Hollywood USA, held ţó eins og ég sagđi ađ flestir (allavega sem ég ţekki) séu frekar fyrir normaliđ (bćđi smát, međal og skinsamlega stórt) og ađ varan sé ekta en konurnar virđst oft vera uppteknari og viđkvćmari fyrir brjóstunum sínum
Siggi (IP-tala skráđ) 9.11.2011 kl. 23:00
Mikiđ af fallegu kvenfólki sem hefur komist áfram í tísku og kvikmyndaheim og eru annálađar fyrir fegurđ eru konur međ mjög lítil brjóst :)
siggi aftur :) (IP-tala skráđ) 9.11.2011 kl. 23:06
Ţađ er skálastćrđin sem á viđ umfang brjóstanna. Talan fyrir framan segir til um ummál bolsins. Konur sem nota 34B og 36B eru ţannig međ álíka stór brjóst (góđa handfylli) en sú sem notar 36 er breiđari um sig og ţannig međ hlutfallslega minni brjóst. Séu upplýsingarnar í greininni réttar, segir ţađ okkur ađ ţrátt fyrir ađ konur séu mun hćrri vexti nú en fyrir 400 árum, er ekki taliđ viđ hćfi ađ ummál brjóstkassans undir brjóstunum hafi aukist enda ţótt brjóstin eigi helst ađ vera á stćrđ viđ hrćrivélarskálar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráđ) 10.11.2011 kl. 21:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.