8.11.2011 | 01:36
Falskar kenningar um falskar minningar
Skúli S. Ólafsson, ásamt systur og móður Guðrúnar Ebbu, reyna að draga úr trúverðugleika hennar með því að segja minningar hennar falskar og hafa orðið til í "einkasamtölum." Eiga þau þar væntanlega "einkasamtöl" Guðrúnar Ebbu við bókritara sinn Elínu Hirst. Bæði Skúli og fjölskyldan í yfirlýsingu nota þetta hugtak "falskminningar" eins og hér sé um raunverulegt viðurkennt vísindalegt hugtak að ræða.
Hugmyndirnar um að til sé eitthvað sem heitir "falskar minningar" þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir misnotkun í æsku og að þær verði til einkum í viðtalsmeðferðum hjá geðlæknum og sálfræðingum, eru raktar til félagsskapar eða samtaka sem var stofnuð voru í Ameríku árið 1992 og heita False Memory Syndrome Foundation.
Samtökin voru stofnuð af hjónunum Pamelu og Peter Freyd eftir að Jennifer dóttir þeirra ásakaði þau um að hafa misnotað sig kynferðislega sem barn. Í félagsskapinn gengu talsvert af fólki sem áttu það sameiginlegt að vera ásakað af börnum sínum eftir að þau urðu fullorðin fyrir að hafa misnotað þau í æsku. Hlutverk samtakanna að bera blak af meðlimum sínum og berjast fyrir málstað þeirra með mótmælum og fjölmiðlaskrumi, þrátt fyrir að þau lýsi sér einkum sem vísindalegum samtökum.
Samtökin eru því miklu fremur áróðursmaskína og boðskapur þeirra í besta falli gervi-vísindi. Engar sannanir eða alvöru rannsóknir liggja að baki því að eitthvað sé til sem heitir "fals-minningar" fólks sem telur sig hafa verið misþyrmt eða misnotað í æsku.
Samtökin fundu upp hugtök eins og "falsk-minninga heilkennið" og "endurheimt minninga-meðferðin" sem hvorug eru viðurkennd læknisfræðileg hugtök af DSM, hvers hlutverk það er að kanna og skrá læknisfræðilega viðurkenndar aðferðir og hugtök í geðlækningum í Bandaríkjunum.
Að auki hafa FMS samtökin verið gagnrýnd fyrir að hafa vísvitandi farið rangt með niðurstöður þeirrar "rannsóknarvinnu" sem þau hafa staðið fyrir og túlkað niðurstöður annarra rannsókna afar frjálslega og stundum gróflega, í hag þess málstaðar sem þau segjast berjast fyrir.
Samtökin hafa margsinnis verið sökuð um að grafa undan málstað kveinréttinda og reyna a veikja málstað fórnarlamba kynferðisafbrotamanna með þvi að reyna að gera framburð þeirra óábyggilegan eða vafasaman.
Heimilislífið hefðbundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:47 | Facebook
Athugasemdir
Æ, hvernig væri nú að gefa málinu frí ?
Persónulegir harmleikir af þessu tagi verða ekki leiddir til lykta hér á blogginu.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 01:54
Takk fyrir að vekja máls á þessu. Það er ekki úr vegi að benda fólki á skandala tengda þessum samttökum eins og réttlætingar leiðtogans fyrir barnaníði.
Annars finnst mér það stórmerkilegti í þessu fjaðrafoki og áróðursherferð kirkjunnar að lagt er út af því að enginn hafi séð neitt eiga sér stað og því hljóti framburðurinn að vera vafasamur. Ætli Sérann hafi komist svo lengi upp með þetta ef hann hefði stundað glæpi sína fyrir opnum tjöldum? Varpa því bara fram sem spurningu.
Það er eitt vitni til af ódæðum hans, sem raunar er óvenjulegt í svona málum en þess meiri staðfesting á líkindum. Hann var góður maður, við sáum aldrei neitt athugavert, er viðkvæðið.
Telur fólk virkilega að þetta sé marktæk vörn?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 02:13
Menn verða að leggja saman tvo og tvo og sjá að þetta er skipulögð smear campaign af hendi kirkjunnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessar Geistlegu stofnanir hafa gripið til þessara ekkivísinda í svona málum. Það þarf ekki að brása lengi til að finna það.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 02:21
Ralph Underwager, stofnandi FMSF er áhugaverð týpa í þessu samhengi. Hann er stjarna í Kaþólska lobbyinu og prestur sjálfur og hefur komið að því að verja trúarköltið Children of God, Woody Allen og fleiri mektarfyrirbrigði auk Kaþólsku kirkjunnar af sjálfsögðu.
Hann er upphafsmaður þessara "vísinda." Lesið um hann. Hann er sá sem Íslenska þjóðkirkjan er að bera fyrir sig í þessum efnum.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 02:34
Það væri aftur verðugt verkefni að rannsaka nokkra Sjálfstæðismenn með tilliti til falskra minninga.
Ýmist muna þeir ekki eftir hruninu, aðdragandanum eða hvað fylgdi í kjöfarið.
Ef eitthvað rofar til, rámar þá helst í að vinstristjórn undir stjórn Steingríms hafi setið fyrir hrun og stýrt landinu þráðbeint til andskotans ..
Davíðsdýrkunin, þar erum við aftur að tala um verulega alvarlegt og flókið fyrirbæri.
Þar þyrfti mannfræðin, trúabragðafræðin og læknisfræðin að leggja saman krafta sína..
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 10:25
Hilmar af hvaða hvötum ertu að reyna að þagga umræðuna niður og setja hana síðan úr á víðan völl. Hér er verið að ræða um fjölskyldu biskupsins en ekki sjálfstæðisflokkinn. Undarleg innlegg hjá þér í þessa umræðu minn ágæti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 11:27
Komon Ásthildur. Ekki fara fram úr þér.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 11:29
Ég hef sagt það áður að ég ætla ekki að taka afstöðu til málsins hér.
Þetta er persónulegur harmleikur sem á allt betra skilið en að slefað sé yfir honum hér á blogginu.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 11:35
Hm já ég sé það núna þú ert að leiða umræðuna á annað plan? En áttar þig ef til vill ekki á því að þú ert hér gestur hjá Jóni Baldri sem er einmitt að fjalla um falskar minningar, ef mig misminnir ekki þá er þessi umræða bein afleiðing af kastljósþætti í gær, þar sem einn heimilismaðurinn opnaði þessa umræðu í sjónvarpi allra landsmanna.
Þess vegna væri árangursríkara að snúa sér beint að fjölskyldunni og biðja hana um að þegja nú yfir þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 11:40
Skammastu þín Ásthildur.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 11:42
Ég kann það ekki Hilmar minn, nema þegar ég hef gert eitthvað af mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 11:47
Persónulegur harmleikur segir Hilmar, um opinbera persónu og atburði sem nýbúið er að fjalla um í bók. Ef að málið er svona "persónulegt", hvers vegna er fjölskyldan þá að senda frá sér fréttatilkynningar um að bókin byggi á fölskum minningum og mætir síðan í sjónvarp til að fylgja því eftir. - Harmleikur er málið vissulega, en ekki lengur persónuleigur. Fjöldi manns hefur dregist inn í þessa umræðu og það hefur verið rætt af opinberum starfsmönnum í fjölmiðlum. Held að þú getir varla verið að meina þetta Hilmar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 12:02
Persónulegur harmleikur er þetta og vissulega hefur verið fjallað um málið í bók og fjölmiðlum.
Því miður hefur þó umræðan á blogginu opftar en ekki einkennst af ótrúlega subbulegum athugasendum, besserwisser yfirlýsingum og slúðri.
Ég er ekki, eins og Ásthildur lætur í veðri vaka, að leggja til eða stuðla að þöggun, síður en svo.
En ég held að margt af því sem sagt hefur verið á blogginu sé ekki að færa umræðuna um kynferðislegt ofbeldi á hátt plan, eða bæta hana.
Þegar farið er að rifja um ýmislegt óstaðfest slúður og kjafta sögur um meintan geranda og þolanda í fortíðinni, þá er kannski komið of langt.
Það eiga margir um sárt að binda í þessu máli og við skulum varast að missa okkur í yfirlýsingum.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 12:14
Hilmar: Þú skrifaðir þessa athugasemd fyrstur mana svo ég tek því svo að þér finnist þessi umfjöllun mín fjalla undir skrif sem "einkennst af ótrúlega subbulegum athugasendum, besserwisser yfirlýsingum og slúðri." - Ef það er rétt, hefur mér mistekist. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 12:21
Alls ekki Svanur. Mér finnst þú fara málefnanlega í þetta í pistlinum.
Athugasend mín sneri meira að almenni umfjöllun hér á blogginu.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 12:23
Var ég að leggja til Þöggun? Eg var að vísa í þín skrif um að það ætti ekki að vera að ræða þessi mál opinberlega. Svo ég benti þér á heppilegustu leiðina í ljósi atburðanna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 12:43
Sammála Hilmari.
Ótrúlegt stundum að fyljgast með "bloggurum" eins og Ásthildi ásaka aðra um eitthvað, sem hún stundar sjálf!! Hreint út sagt magnað, og er eiginlega óskiljanlegt.
Svanur,
Þú ert í svo mikilli vörn að það hálfa væri nóg. Þú þarft þess ekkert.
Falskar minningar eru svo sannarlega til, og það vita allir. Hvernig síðan þær eru "tæklaðar" fræðilega er síðan annað mál.
Kannski nokkrir punktar sem maður kemur með. Hvernig hún allt í einu man þetta mjög vel, en þó ekki, sbr. atburðarlýsingar. Síðan hvernig hún man ljóslifandi atburð þegar hún var 16 ára, þá varla barn lengur, þegar hún á að hafa hent föður sínum út úr herberginu. Þessi atburður fer í sömu "gleymskukistu" og allir hinir. Þetta er mjög dularfullt.
Þessi atburður í Kanada, sem er hæpið að hafi gerst, og öll hennar viðbrögð í kjölfarið eru með ólíkindum.
Það er einhvern veginn léttara að trúa henni heldur en eihverjum subbukarli sem er dauður. Það má ekki byrgja okkur sýn á sannleikann.
Það sorglega er síðan að ef að þetta séu "falskar minningar", sem síðan hafa komið fram við áfall, þá eru nú töluverðar líkur á því að þessar sögur um karlinn hafi ekki síst átt þátt í því að kalla þetta fram.
Þessar fölsku minningar koma fram á ýmsa vegu. Stundum sem játningar á ódæðum, stundum vægar stundum ekki vægar. Vitni hafa oft sagt frá atburðum á kolvitlausan hátt.
Hérna erum við að tala um mál sem rifjaðist upp fyrir Guðrúnu sem átti að hafa gerst síðast fyrir rúmlega 30 árum, þegar hún fékk minningarnar.
Lýsingar hennar í bókinni t.d. af þessu "einkasalerni", eða heimilisaðstæðum, eru gjörólíkar raunveruleikanum.
Fjölskyldan hennar hafði um tvennt að velja í þessu máli, þ.e. að styðja Guðrúnu eða ekki. Það studdi Guðrún í þessu máli í rúmlega eitt ár. Núna telja þau sig ekki geta það lengur.
Maður er líka hugsi yfir viðbrögðum t.d. Blátt áfram. Auðvitað skilur maður þeirra afstöðu að hluta. Hins vegar að afgreiða þetta tal 3 manneskja sem voru á heimilinu á þessum tíma, sem studdu hana til að byrja með, sem eitthvað bull, er náttúrulega ótrúlega sorglegt.
Ég nenni ekki að fara í þetta týpíska drullukast. Ég er einfaldlega að reyna átta mig á þessu máli, þó svo að þetta sé ekki rétti tíminn til að smjatta á þessu.
Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 12:53
Djöfull sem ég ætlaði ekki að blanda mér í þessa umræðu, en Ásthildur þú gengur fram af mér í brigslunum og dónaskap. Hvað vakir eiginlega fyrir þér ?
Þú nefnir að ég eigi að snúa mér til fjölskyldu Ólafs og biðja hana um að þegja þegar upphaflega nefni ég að persónulegir harmleikir af þessum skala verða ekki til lykta leiddir á blogginu, auk þess sem ég bendi á hvernig umræðan þar er í vaxandi mæli farin að einkennast af slúðri og hysteríu.
Ég egt ekki annað en endurtekið: Ásthildur, skammastu þín og reyndu að hemja þig.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 13:11
Ja hérna hér, nei ég skammast mín alls ekki fyrir mín innlegg í þessi mál. Og ég held að ef það er skoðað þá sé Hinrik með meira skítkast en ég. Viltu ekki útskýra þessa setningu fyrir mér:
Ótrúlegt stundum að fyljgast með "bloggurum" eins og Ásthildi ásaka aðra um eitthvað, sem hún stundar sjálf!! Hreint út sagt magnað, og er eiginlega óskiljanlegt.
Hvað var ég að saka Hilmar um? Og hvað er það sem ég er að stunda sjálf? ég vil fá útskýringar á þessu.
Sem og Hilmar ég veit ekki til þess að ég hafi sagt neitt sem ég þarf að skammast mín fyrir. Það varst þú sem byrjaðir að afvegaleiða umræðuna, fyrst með að tala um að þetta væri einkamál. Ég benti þér á að þar sem fjölskyldumaður hefði opnað þetta í Kastljósi, væri það ekki einkamál. Þá sagðist þú ekki taka afstöðu til málsins. En þar sem þú varst búin að gefa upp boltan með því að fara að blanda sjálfstæðisflokknum inn í umræðuna, benti ég þér á að hann væri ekki til umræðu á þessari bloggsíðu.
Benti þér jafnframt á að ef þú vildir þagga málið niður þá væri betra til árangurs að ræða beint við fjölskyldumeðlimi og benda þeim á að vera ekki að ræða opinberlega þetta einkamál.
Svo þessi svívirðing frá einhverjum Hinrik. Og þá spyr ég aftur í ljósi þessara samskipta, hvað er það sem ég stunda sjálf? Og hvað var það nákvæmlega sem ég var að ásaka Hilmar um?
Ég óska eftir svari, því ég set venjulega ekki fram eitthvað sem ég get ekki staðið við. Reyni það allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 13:35
Ert þú ritstjóri á þessari síðu Ásthildur ?
Ert þú konan sem á að kveða upp dóma um frávik í upphaflegri umræðu hér, hvert má fara og hvert ekki ?
Það sem einmitt gerir blogg oft athyglisvert og fróðlegt eru hinar ýmsu stefnur sem umræðan getur tekið og að mínu mati á ekki að vera ritstjórn á því, allra síst frá þeim síðan tilheyrir ekki.
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 13:44
NB!
Fræðasamfélagið viðurkennir ekki þessa kenningu um duldar minningar.
Sjá:
Falskar játningar falskar minningar
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=412879
False memory syndrome
http://en.wikipedia.org/wiki/False_memory_syndrome
'We can implant entirely false memories'
http://www.guardian.co.uk/science/2003/dec/04/science.research1
false memory
http://www.skepdic.com/falsememory.html
Creating False Memories
http://faculty.washington.edu/eloftus/Articles/sciam.htm
http://faculty.washington.edu/eloftus/
Research finds repressed memories don't exist
http://www.abc.net.au/news/2010-09-06/research-finds-repressed-memories-dont-exist/2250138?section=world
Jónsi (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 14:17
Hilmar,
Ég held að við séum ekki að gera neinum greiða með því eiga í samskiptum við svona fólk.
Ásthildur skrifar,
"Benti þér jafnframt á að ef þú vildir þagga málið niður þá væri betra til árangurs að ræða beint við fjölskyldumeðlimi og benda þeim á að vera ekki að ræða opinberlega þetta einkamál."
Hvað er hægt að segja. Er þetta einhver taktík til að láta þann sem þú "ræðir við" fara í burtu vegna þess að þú getur ekki höndlað umræðuefnið.
Auðvitað geturðu ekki svarað þessu, en þú talar svo út í hött, ásamt svona 10-15 hópi á moggablogginu, að maður veltir því fyrir sér hvort að þið séuð ekki alvarlega veik, ef svo er þá biðst ég afsökunnar.
Hinrik G. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 15:09
Hinrik ég neita því að ég sé alvarlega veik, bað þig reyndar um skilgreiningu á innlegginu þínu um hvar ég hefði fyrirgert mínum réttu um eitthvað sem ég veit ekki til að ég hafi gert.
" Og þá spyr ég aftur í ljósi þessara samskipta, hvað er það sem ég stunda sjálf? Og hvað var það nákvæmlega sem ég var að ásaka Hilmar um?"
Mig vantar skilgreiningu þína á þessu innleggi.
Hins vegar má segja að ég er ekki stjórnandi þessarar síður og á þess vegna ekkert með að ritskoða hana, eins og Hilmar bendir réttilega á. En að ég fari að skammast mín eða viðurkenna mistök er ekki inn í dæminu, en ég bíð eftir skilgreiningu Hinriks á fyrirspurn minni, því vissulega þá hef ég rétt á að fá skilgreiningu á því sem hann heldur hér fram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 20:01
Ég vil nú byrja að þakka Svan Gísla fyrir mjög svo málefnalega grein og mikið til í því sem hann nefnir. Hitt er svo annað mál hvað fólki finnst, en þar verður hver og einn að eiga við sjálfan sig, en ekki nota annarra manna síður til að upphefja/niðursetja umræðuna á það plan sem honum/henni finnst.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 20:34
Hvað er nú að því að síðuhafi sjálfur, Svanur Gísli Þorkelsson fái sjálfur að ráðskast með hvað honum hugnast á sinni eigin síðu, en ekki einhverjir forsjárhyggjuplebbar ?
hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 21:16
Tek undir með Sigurði Hj. og þakka Svani fyrir góða og málefnalega úttekt. Ég varð fyrir vonbrigðum með Skúla, að hann skyldi hafa kosið leið meðvirkninnar með föður sínum heitnum, þar sem ég hef persónuleg kynni af Skúla frá því að hann var prestur á Ísafirði.
Fannst hann (Skúli) alltaf sérlega góðgjarn og ljúfur maður, góður prestur. Hef mikið velt fyrir mér afstöðu hans í málinu undanfarið, löngu áður en hann lýsti henni opinberlega. Varð fyrir vonbrigðum eins og áður segir.
Skyldi hann og aðrir fjölskyldumeðlimir vita eitthvað, en þegja yfir því eða vera í afneitun?
Theódór Norðkvist, 9.11.2011 kl. 00:29
Ég ætlaði að skrifa einhverjar minningar mínar hérna, en man bara ekki hverjar þær eru, svo ef ég held áfram og skrifa þá eru það væntanlega bara falskar minningar, eða bældar minningar,,, ææii, ég man þetta ekki....
Dexter Morgan, 9.11.2011 kl. 01:15
Þetta er mjög athyglisvert.
Sjá grein Vilhjálms um árás níðings á dótturson Pálínu í Kaupmannahöfn.
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1203416/
Það er mikilvægt að fólk sé trúverðugt í þessum málum.
Getur verið að það sé fiskur undir steini þarna?
Af hverju hafa fjölmiðlar ekki fjallað um þetta?
Jónsi (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 16:40
Sæll Jónsi. Ég las þessa grein Vilhjálms og þótti sá vinkill sem hann tekur vægast sagt furðulegur. Að frásögn drengsins sé á einhvern hátt tengd þeim atburðum sem amma hans lýsir að hún hafi upplifað er afar langsótt. Merkilegri er grein Péturs Tyrfigssonar sálfræðings um falskar minningar. En hann segir m.a.; " Í fyrsta lagi þarf að vera nokkuð víst að um staðleysur sé að ræða,” ,,Í öðru lagi þarf að meta og vega mögulegar og líklegar skýringar á hinum falska söguburði og í þriðja lagi þarf að útskýra hvernig hinar fölsku minningar voru smíðaðar,” ,,Ég þykist hafa útskýrt hér hvaða kröfur þarf að uppfylla til þess að eitthvert vit sé í bollaleggingum um falskar minningar. Og mér sýnist skelfilega lítið vit í þeim bollaleggingum sem ég hef heyrt. Því miður. Þessu get ég öllu haldið fram óháð því hvort ég legg trúnað á sögu Guðrúnar Ebbu,” ,,Þetta hefur ekkert með það að gera. Hér er rætt um lágmarkskröfur sem rökfræðin gerir til okkar þegar við drögum ályktanir.”
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.11.2011 kl. 17:20
Ég var velta því fyrir mér hvort þetta orð, duldar minningar hafi ekki verið fundið upp til að vernda aðalinn þegar svona mál koma upp.Vera má að einhverjar minningar snúist upp í andhverfu sína stöku sinnum, það get ég ekki dæmt um. En mikið er ég hræddur um að það verði farið að nota þetta orð í æ ríkara mæli þegar frammí sækir. og í fleiri málum.
Eyjólfur G Svavarsson, 9.11.2011 kl. 17:58
Eyjólfur nákvæmlega mín tilfinning líka. Sem sagt kjörið tækifæri til að hvítþvo drullusokka sem hafa vigt í samfélaginu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.