Í anda Mengele

Kakkarnir í þorpinuTilraunir Greg Homers hafa gert draum hins Jósefs Mengele að veruleika. Homer getur breytt augnalit þínum í bláan fyrir tæpar fimm þúsund dollara. 

Mengele sem kallaður var engils dauðans, og ekki að ósekju. Hann stundaði skelfilegar "rannsóknir" á föngum nasista í útrýmingarbúðum þeirra.

Brún, dökk, gul og græn augu voru að hans áliti fæðingargallar. 

Hann hikaði ekki við að dæla litarefnum í augu mennskra tilraunadýra sinna til að reyna að gera þau  bláeygð, þ.e. eins og allir sannir aríar áttu að vera. Einmitt þær tilraunir hafa oft verið teknar sem dæmi um fáráneika og fánýti "rannsókna" hans.

Það er vitað hvað Mengele gekk til með sínum rannsóknum. Þær voru sjúkleg útfærsla á hugmyndum Hitlers um hinn fullkomna kynstofn sem mundu verða herrar Þriðja ríkisins, 1000 ára ríkisins sem teygja mundi sig um heiminn allan.  

Það er eins og fyrrum skemmtibransa lögfræðingurinn Greg Homer hafi tekið upp þráðinn þar sem Mengele skildi við hann og fullkomnað aðferðina við að breyta litum augna. - En Hvað vakir fyrir Homer? -

Jú heimurinn er víst orðin svo hégómlegur og Mengeliskur að blá augu eru talin miklu fegurri en önnur.  Mikill eftirspurn er til staðar, sérstaklega hjá fólki í skemmtibransanum,  sem vill breyta augnalitnum um leið og nefið er minkað, varirnar gerðar þykkari og andlitshúðin strekkt? 


mbl.is Breytir brúnum augum í blá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband