Hið Nýja Ísland rís úr öskustónni

Með hausinn í sandinumÞað er greinilegt að allt er að færast í það horf sem var áður en "hrunið" skók þjóðina og fékk hana til að hugsa sig aðeins um. - Nú hefur hún ígrundað vel sín mál og komist að þeirri niðurstöðu , eftir allt saman, að gamli fjórflokkurinn sé bestur. - Það hlýtur að hlakka í  flokkseigendafélögunum yfir þessari staðfestingu á að þeim hefur verið fyrirgefið og að fólk hefur að engu þá ágætu speki að ef maður gerir ætíð sömu hlutina, verður útkoman ætíð sú sama.

Auðvitað er fjórflokkurinn búinn að fara í gegnum mikla naflaskoðun, segir fólk. Sumir þingmenn hans hurfu meira að segja af þingi um hríð, til að gera iðrun og yfirbót.

Naflaskoðunin hafði í för með sér svo mikla breytingar á innviðum flokkana að það er varla hægt að tala um að þeir séu sömu flokkarnir og komu landinu á hausinn. Jafnvel þótt þetta sé mikið til sama fólkið sem jórtrar sömu tuggurnar, er það allt  fjarska gott. 

 - Hratið sem verður eftir þegar búið er að sigta fólk með flokkasigtinu er aðeins meira en áður, eða um 15%.  Það er allt og sumt sem eftir stendur af búsáhaldabyltingu og Icesave-skandalanum.

Aftur eru flokkarnir sem allir vitust svo óánægðir með fyrir þremur árum, búnir að vinna sinn fyrri styrk og það sem meira er, ekkert sem bendir til annars en að hann eigi eftir að halda sér og aukast ef nokkuð er, fram að kosningum. Til hamingju með það Nýja Ísland!


mbl.is 15% myndu skila auðu eða ekki kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Algjörlega sammála þér Svanur. Þetta er ég búinn að óttast mjög lengi. Stjórnmálastéttin hefur étið hrunið og ekki einu sinni orðið bumbult.

Sæmundur Bjarnason, 4.11.2011 kl. 11:40

2 identicon

her er agaetis vidtal vid Michael Hudson

http://www.youtube.com/watch?v=UK8k5ST4zWU&feature=player_embedded

hann lisir tvi agaetlega kvad stjornmala menn eru gorspiltir

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:21

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sæmundur, étur ekki stjórnmálastéttin sjálfa sig að lokum?

Aðalsteinn Agnarsson, 4.11.2011 kl. 12:54

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skelli þessu aftanvið pistilinn Helgi. Takk fyrir ábendinguna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.11.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband