Aukin eftirspurn - aukið framboð

Frumvarpið sem sem heimilar sölu á vændi á Íslandi en gerir kaup þess ólögleg, voru umdeild á sínum tíma og eru það enn. Eftir að ekki er lengur hægt að lögsækja fólk fyrir að selja blíðu sína, er ekki hægt að ásaka það fyrir að gera sitt besta til að koma þeirri "vöru" sinni á framfæri. Þess vegna hafa lítt dulbúnar auglýsingar um vændi, aukist smátt og smátt í almennum fjölmiðlum sem auðvelda aðgengi kaupenda til mikilla muna að vörunni.-

Ósamræmið og mótsögnin í þessari löggjöf er því auðsæ. Lögmál verslunarinnar eru þau að með auknu aðgengi að vöru, eykst eftirspurnin og í framhaldi af því, framboðið. -

En líklega telja vel meinandi löggjafarsmiðir að lögmál eftirspurnar og framboðs eigi ekki við vændi, hvað sem svo þeir hafa fyrir sér í því. -

Femínistar virðast vera sammmála því að þessi löggjöf sé af hinu góða, en sjá samt ástæðu til að mótmæla beinum afleiðingum hennar sem er aukið framboð og aukin eftirspurn á vændi á Íslandi.

 


mbl.is Hvetja til aðgerða gegn vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt.

Það er auðvitað farsælast að gera vændi löglegt.  Koma þessari starfsemi undir eftirlit og skattleggja.  Það er öllum samfélaginu til heilla. 

Í dag er þessi iðnaður í blóma í undirheimum og ekkert er hægt að fylgjast með einu né neinu.  Hvað varðar sjúkdóma, mannsal eða annan ófögnuð sem þessu fylgir.  Það leysir hinsvegar aldrei vandann að banna enda mun þessi starfsemi aldrei hverfa, það mun alltaf vera eftirspurn og framboð.  Hver heilvita manneskja sér það að best væri að lögleiða þessa starfsemi og hafa eftirlit með þessu.  Tala nú ekki um allar þær skatttekjur sem eru í boði.

Baldur (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 12:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sænskir femínistar er voða ánægðir með "sænsku" leiðina sína, því með henni hvarf götuvændið.

En vændið blómstrar samt áfram í Svíaríki, það er bara ekki eins sýnilegt lengur.   "Strútsaðferðin" virkar sem sagt ágætlega fyrir suma.  Ég þarf varla að útskýra það nánar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 12:40

3 identicon

Nkl Gunnar.

Vændið í Svíþjóð hefur ekki minnkað, síður en svo.  Boð og bönn leysa aldrei neitt.  Sorglegt að hlustað skuli á tillögur femínista, sá hópur hefur sannað sig sem ómarktækan frá upphafi.  Öfga samtök sem hafa enga samleið í siðmenntuðu samfélagi, meira að segja flestar konur fyrirlíta feminsta.

Baldur (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 12:56

4 identicon

Nkl Gunnar.

Vændið í Svíþjóð hefur ekki minnkað, síður en svo.  Boð og bönn leysa aldrei neitt.  Sorglegt að hlustað skuli á tillögur femínista, sá hópur hefur sannað sig sem ómarktækan frá upphafi.  Öfga samtök sem hafa enga samleið í siðmenntuðu samfélagi, meira að segja flestar konur fyrirlíta feminsta.

Baldur (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 13:22

5 identicon

Það er engin ástæða til þess að gera "vændi" löglegt, né heldur að gera það ólöglegt.

Kynlíf er einkamál einstaklinga, og það er hrikalegt að sjá hvert málin fara með tíð og tíma.  Í dag, er varla til almennings salerni ... þú þarf að borga fyrir þig, til að fá að létta af þér.  Næsta skref, er náttúrulega að þeir sem ekki eiga fé, létta af sér þar sem þeir standa ... og þetta á við um alla þætti líkamans.  Það sem er, og á að vera ólöglegt, er að notfæra sér þarfir annarra, án þess að þessir "aðrir" hafi möguleika á vali hér.  Þegar átt er við "val", þá er átt við að þjóðfélagsleg aðstaða fólks, sé þannig, að þeir hafi möguleika á því að segja "nei" án þess að líða fyrir það.

Það er ótrúlegt, hversu lítill hópur mannkyns hefur greind til að skilja á milli réttlætis og ranglætis.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 14:05

6 identicon

Fíkniefnalaust Ísland 2000. Vændislaust Ísland 2012.

pollus (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 19:20

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð grein Svanur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband