Eru stjórnmálamenn óvinurinn?

Raddir fólksins heyrast nú aftur eftir dálítið hlé. Tilefnið er það sama og áður, þótt þessi ákveðni fundur sé hluti af víðtækari mótmælum. Raddir fólksins ætla að mótmæla "ofbeldi stjórn- og fjármálaheimsins gagnvart almenningi og krefjast þess að stjórnmálamenn taki umsvifalaust kröfur almennings fram fyrir kröfur fjármálaheimsins." 

Það verður fróðlegt að sjá hvort Raddir fólksins séu sömu raddirnar og náðu að hrópa og berja út hrunríkisstjórnina og kreista út kosningar. - Kjörtímabili þeirra bjargvætta sem þá voru til kallaðir, er enn ekki lokið en trúin á verkstjórnarhæfileika Jóhönnu og staðfestu Steingríms virðist hafa fjarað út á mjög skömmum tíma. - Er það ofbeldi þeirra sem á að mótmæla? Eða eru stjórnmálamenn almennt óvinurinn?

Skoðanakannanir sýna að fólk heldur enn mikilli tryggð við stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkana. - Þær sýna að fólk er tilbúið að kjósa aftur yfir sig þá stjórnmálamenn se enn er verið að úthúða fyrir að bera ábyrgð á hruninu. - Eru það e.t.v. þeir stjórnmálamenn sem Raddir fólksins vilja nú kalla aftur að stjórnvölunum?

Mér sýnist í fljótu bragði að Raddir fólksins muni hljóma dálítið hjáróma nema þær séu tilbúnar til að afneita öllum stjórnmálamönnum, bæði fyrrverandi og núverandi stjórn, sem er reyndar að stórum hluta sama fólkið. - Og í staðinn verða raddirnar að koma með aðrar lausnir. Hverjar skyldu þær verða?

 Nei, það sem gerist er að það upphefst sami söngurinn um brotin loforð og óheilindi þeirra sem nú eru við stjórn, í bland við vondapra áeggjan að gera nú dálítið betur.

Hvað auðmennirnir gera er ekki í höndum fólksins. Þeir eru ekki kjörnir til sinna starfa. Mótmæli geta með besta móti höfðað til samvisku þeirra og samfélagsvitundar. En stjórnmálamenn eru aftur á móti kjörnir fulltrúar fólksins, eða eiga að vera það. Þeir ráða að miklu leiti því umhverfi sem auðmennirnir athafna sig í. - En ég bíð spenntur eftir að heyra hvað Raddir Fólksins hafa nýtt fram að færa.


mbl.is Efna til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef ég er að skilja þetta rétt, þá snýst fundurinn um það ofbeldi sem peningaklíkurnar beita hinn almenna borgara víðs vegar um heim.

Peningaklíkurnar eiga sér sennilega fleiri rætur í öðrum flokkum en nú sitja í stjórn..

hilmar jónsson, 12.10.2011 kl. 20:38

2 identicon

Eg held að þú sert utangátta eins og jólasveinn Gisli ...þetta eru mótmæli sem snúa að bönkum og auðvaldi en ekki stjórnmálamönnum..nema að þvi leyti að vera samsekir i öllu drullu plottinu !!

Ransy (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 22:21

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ransy- Í fréttatilkynningu frá Röddum fólksins segir að þau ætli að mótmæla "ofbeldi stjórn- og fjármálaheimsins gagnvart almenningi og krefjast þess að stjórnmálamenn taki umsvifalaust kröfur almennings fram fyrir kröfur fjármálaheimsins."  Stjórnmálaheimurinn hlýtur að vera samsettur úr stjórnmálamönnum. Auk þess beinast kröfurnar beint að stjórnmálmönnum. - Einhver annar en ég er utangátta, kæra Ransy.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.10.2011 kl. 23:08

4 identicon

http://map.15october.net/reports/view/396

Þetta er heila málið!

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 00:03

5 identicon

Í þeirri merku bók „Játning einokunarsinna" er kom út árið 1903 má lesa „Besta fjárfesting sem til er, þar sem hún kostar hvorki andlega né líkamlega vinnu, er að eiga stjórnmálamann".

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband