Frekir frónbúar

Eitt helsta vopn nei-manna í ESB umræðunni er að þjóðin yrði að láta af hendi umráð yfir fiskistofnum sínum og landgrunni. -

Samkvæmt Isabellu Löven þingmanns  sem situr á Evrópuþinginu fyrir Græna flokkinn í Svíþjóð og á sæti í sjávarútvegsnefnd þingsins, þurfa nei-menn engar áhyggjur að hafa. 

Kröfur Íslendinga eru svo frekjulegar að nefndin sagði þeim að "fara til fjandans".

Eitthvað slær samt út í fyrir Isabellu því hún bæði heldur og sleppir. Um leið og hún fullyrðir að Íslendingar fái engar meiriháttar undanþágur hvað varðar umráð yfir sjávarauðlindum sínum,  segir hún að verið sé að breyta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og sú breyting gæti komið mikið til móts við kröfur Íslendinga. -

Ísabella á hér eflaust við sameiginlega ályktun sjávarútvegsmálaráðherrar ESB um að færa stjórnun fiskveiða alfarið heim til þeirra landa sem sjávarútveg stunda í stað þess að reyna stýra honum frá Brussel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband