Skrímsli í biskupsskrúða

Nokkrir biskuparÍ bókinni Æviþættir lýsir Ólafur Skúlason Biskup því mærðarlega hvaða áhrif ásakanirnar á hendur honum höfðu á dóttur hans Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur. 

 "Hann segir þó að það hafi ekki verið af því að hún efaðist um föður sinn, heldur fyrir það að konur sem hún þekkti gætu látið svona. Um Guðrúnu Ebbu segir hann: „[S]árast var það fyrir eldri dóttur okkar, Guðrúnu Ebbu, sem þekkti sumar þeirra kvenna, sem hvað harðast dæmdu föður hennar í algjörri einsýni. Hún hefur alla tíð verið mikið pabba barn og breytist ekki þó árunum fjölgi.“ DV 24. ágúst 2010;

"Aðspurður hvernig kirkjan ætli að bregðast við þessu ásökunum á hendur Ólafi sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup:

„Það er mjög erfitt að bregðast við slíkum ásökunum sem koma fram með þessum hætti. Séra Ólafur er látinn. Við verðum að muna það og hafa það í huga að enginn mannlegur máttur getur dæmt í þessu máli." DV  20. ágúst 2010 

Karl Sigurbjörnsson biskup, finnst ekki að kirkjan geti aðhafst nokkuð í máli Ólafs. - Allt sem eftir hann stendur á ferlinum skal áfram standa, gott og blessað í fyllstu orðsins merkingu.

Séra Björn Jónsson segir þessi öfugmæli um Ólaf í grein á sjötugsafmæli hans: 

Í einkalífi sínu hefir herra Ólafur verið mikill gæfumaður. Hinn 18. júní 1955 gekk hann að eiga Ebbu Guðrúnu Brynhildi Sigurðardóttur, sem ættuð er frá Siglufirði. Ebba er einstök kona, í ríkum mæli búin þeim eiginleikum, sem fegurst mega konur skrýða. Hún er falleg og hjartahlý, göfug og góð. Brosið hennar bjarta minnir á heiðan himin, staðfastur vilji og viðleitni til þess sem bætir og blessar er í ætt við hið styrka og hreina stál. Það er Ólafi biskupi lífstíðargæfan mesta, að eiga slíkan förunaut sér við hlið. Með slíkan ástvin hið næsta sér er enginn einn á ferð. Þau hjónin eiga þrjú börn. Elst þeirra er Guðrún Ebba, formaður Félags grunnskólakennara, gift Stefáni Ellertssyni, hafnsögumanni í Reykjavík, þá er Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, gift Höskuldi Ólafssyni viðskiptafræðingi og yngstur er Skúli Sigurður, prestur á Ísafirði, kvæntur Sigríði Björk Guðjónsdóttur, sem gegnir skattstjóraembætti þar.

Mikið barnalán er biskupshjónum sístætt gleði- og þakkarefni. Og í dag eru barnabörnin orðin sjö talsins, öll vel af Guði gerð og hvert öðru efnilegra.

Fáir ef nokkrir íslendingar hafa notið jafn mikilla mannvirðinga og Ólafur.; Fjórum sinnum var hann t.d. heiðraður fálkaorðunni. Fáir ef nokkrir aðrir áttu það minna skilið að vera heiðaraðir.

Ólafur Skúlason dómsprófastur fékk riddarakross árið 1982
Ólafur Skúlason vígslubiskup fékk stórriddarakross árið 1987
Ólafur Skúlason biskup fékk stórriddarakross með stjörnu árið 1990
Ólafur Skúlason biskup fékk stórkross árið 1999



 


mbl.is Beitti hana ofbeldi árum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég hugsa, að engin einasta sála sem hlustaði agndofa á lýsingu þessarar hugrökku konu, sitji eftir ósnortin með brennandi löngun til að hrópa á réttlæti.

Þessir orðuriddarar margir hverjir hafa reynst mestu aumingjar og skrímsli sem Ísland hefur alið.   Engin orð ná að lýsa því hvernig manni er innanbrjóst gagnvart þessum ógeðslega kynferðisglæpamanni. 

Vík burt Karl Biskup!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.10.2011 kl. 23:56

2 identicon

Vitanlega mun Karl segja af sér hafi fordæmi Jésúsar nokkurra merkingu fyrir honum.

Hann ætti að skoða betur kalkaðar grafir.

En ég vil þakka Guðrúnu Ebbu fyrir hugrekki hennar.

Hugrekki hennar felst í viðurkenningu á eigin vanmætti gagnvart ofurvaldi kennimanna og níðinga.

Þó langar mig sérstaklega að lofa hvatningu hennar um að ef einhver lítil stúlka er nú í hennar aðstöðu (sem er líklegt), þá verði hún að segja frá.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 01:16

3 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Ef að sagan þessi öll væri efni í Amerískri bíómynd þá hefði maður slökt á sjónvarpinu og sagt um hana ,,djöfulsins vittleisa er þetta,, þessi saga er svo mjög súrelísk og ótrúleg...ég vona bara að eftirlifendur öðlist sálaró og geti lifað sem eðlilegast eftir öll þessi ósköp...Guð blessi þau.

kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 10.10.2011 kl. 06:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála hér, og tek undir orð Jennýar Stefaníu: vík burt Karl biskup.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 08:48

5 identicon

Á þessum tímum sem við lifum í nú, er það afar vinsælt meðal kvenna að afla sér meðaumkvunar þess samfélags sem þær lifa í.  Ekki ætla ég að halda því fram, að þessu séu einungsi konur, heldur er um karla að ræða líka.

Sannleikurinn er sá, að stór hópur þessara aðila eru því miður, bara bull.  Ærumeiðandi bull, sem sálfræðingar halda fram að séu ekki beinlínis að ljúga, þó það segi ekki sannleikann.  Heldur séu þetta "skapað" minni, sem síðan "sjúklingurinn" upplifir sem raunveruleika.

Ég er ekkert sammála sálfræðingum hér, enda tel ég sálfræði vera algjört bull nám. Þetta er ógeðslegt fólk, hreinlega sagt, að vera svo lágkúrúlega að sitja og afla sér vinsælda og athyglis á kostnað saklauss fólks, eins og hér er oft um að ræða.  Þessar kerlingar og kerlingarblækur, eru alveg að stórum hluta, einungis að afla sér meðaumkvunar og athygli á þennan hátt.  Á kostnað feðra sinna, mæðra og nú vel virtra presta.  Og þannig spila á það pólitíska undirlag, að grafa undan kyrkjumálum í landinu.

Í tilvikum sem ég sjálfur þekki til, er um að ræða kerlingar og kerlingarblækur, sem ekki einu sinni hafa svo mikið sem rekist á þann aðila sem þær eru að klaga.  Varla einu sinni séð, eða kanski aðeins rekist á á götu, og ganga síðan um með klögunarmál sín, vegna þess að viðkomandi sá þær ekki.  Þetta er dagsatt.

Maður skal fara varlega með, að ganga til liðs við slíkt fólk, og það sérstaklega gegn mönnum sem ekki eru lengur við líf.  Slíkt er, og verður alltaf, lágkúrulegt svo ekki sé meira sagt.  Og í stað þess að ganga um og níða látið fólk, að reyna að sjá til þess að þessar kerlingar og kerlingarblækur fái þá umönnum (á næsta geðveikrahæli) sem það þarf á að halda,hvort sem um sé að ræða ímyndaða eða raunverulega upplifun.

Vandamálið hér, er á sama hátt og var með aðgerðir og hjúkrun hér áður.  Þegar ég var ungur, fékst  varla læknishjálp, vegna þess að allir læknar voru uppteknir við það að laga nefið á einhverri kerlingunni, sem þótti nefið á sér ljótt.  Og þóttist líða af því, hvað nefið var ljótt.

Fyrir tilvik þessa óþvættis, hafa margur sjúklingurinn þurft að líða varanleg mein á sál og líkama, vegna þess að þeir hafa ekki fengið að komast að, fyrir athyglis sjúklingunum.  Þetta athyglis sjúka fólk, er ekki einungis að ærumeiða látna, heldur eru líka að valda raunverulegum fórnarlömbum mein.  Því þeirra mál, fá ekki eins mikla athygli ... það er ekki "arðbært" að sinna þeirra málum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 09:17

6 identicon

En krakkar, hvar var guð? Hvar er guð þegar allir prestarnir eru að nauðga börnum? Þið vitið örugglega að naugðandi prestar og trúarmeðlimir eru ein mesta plága á jörðu.

Hvers vegna að einblína á Karl.. hvar var guð???

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 09:48

7 Smámynd: Arnar

Guð hafði vit á því að segja af sér fyrir ~2000 árum..

Arnar, 10.10.2011 kl. 09:58

8 identicon

Guð? Hugmynd um Guð, eru hugmyndir manna ... hvort sem um er að ræða Kristna, Gyðinga eða Múslima.  Þetta er pólitík, sem byggist á því að píska þig til hĺýðni.  Siðferði, kallast það ... sigurvegarar í Róm, unnu stóran hluta heimsins með vopnum, en enn stærri hluta hans með siðfræði, og trúarblekkingum.

Og það á við báðar hliðar þessa máls ... þá sem fylgtust trúnni á Jahve, sem og þeim sem nauðga í nafni Jahve.  Sem og þeim, sem nú vilja með öllum ráðum nauðga og eyða, humgyndum manna um nafn Jahve.

Þeir eru hvoru tveggja, tvær hliðar á sömu mynt ... sömu ófétin og ófögnuðurinn.

Eins og segir í þeirra eigin bók ... á verkum þeirra skallt þú þekkja þá.

Að ljúga upp á náungan, eru verk illmenna ... þau eru jafn ill og verk nauðgarans.  Nauðgarinn, nauðgar holdinu ... en lygarinn sálinni. 

Síðan er spurning um hvort við séum með sál ...

Ég get svarið fyrir það, að fjandinn sjálfur hafi það að 90% mankyns er sálarlaus og heimsk spendýr.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband