Brosa gegnum tárin

Það væri ekki úr vegi að benda Titanic á að sé þeir að leita illkvittnu og rakalausu háði um land og þjóð, ættu þeir að kíkja á sjálfa þjóðmálaumræðuna á Íslandi. Hún er svo rætinn að kvartað er yfir henni reglulega úr pontu í sölum alþingis. Jafnvel hinir sjóuðustu kjaftaskar kveinka sér undan hroðanum og skrifa langar greinar til að biðja sér vægðar. -  

Á Íslandi er til fólk sem síðustu misseri hefur flotið upp á gruggugt yfirborðið í opinberrar þjómálumræðu,  sem er svo orðljótt og illkvittið um þá sem eru á öndverðum meiði, að margt fórnarlambið væri í fullum rétti að beita meiðyrðalöggjöfinni fyrir sig sér til varnar. - Samt hefur verið tiltölulega lítið gert af slíku. -  Að vera kallaður landráðamaður og þjóðníðingur fyrir það eitt að leita eftir möguleikum á samstarfi við aðrar þjóðir, þykir ekkert tiltökumál orðið.

Reyndar eru svo mikil brögð af þessu að allt skynsamt fólk er hætt að láta  heiftina hafa á sig áhrif önnur en þau að aumkast yfir sársaukann sem hlýtur að vera hvatinn af slíkum reiðiflaumum.

Annars vita Þjóðverjar alveg hvað það er að láta gera að sér grín. Fáar þjóðir hafa þurft að þola af hendi heimsins jafn biturt háð og þeir. Þeir hafa fyrir löngu lært það sem Íslendingum er smá saman að lærast; að brosa gegnum tárin.


mbl.is Úthúða Íslandi á bókamessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

allveg sammála, við Íslendingar þurfum að horfast í augu við það og viðurkenna að það fór allt í klessu hjá okkur og það var engum öðrum að kenna en okkur sjálfum.

Svo þurfum við að taka gagnrýni og gríni, Charlie Sheen þurfti nýlega að taka svokallað Roast of Charlie Sheen,

http://www.comedycentral.com/full-episodes/roast-of-charlie-sheen/101-roast-of-charlie-sheen-best-of

Það má segja að þjóðverjar eru að Roast of Iceland :)

Karl (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband