Ísland aftur efst á montlistunum

Um þriggja ára skeið hvarf nafn Íslands úr efstu sætum á helstu montlistum heimsins. Fyrstu ár þessarar aldar þóttu listar yfir hamingjusömustu þjóðirnar, mestu velfrðarríkin, mestu hagvaxtarþjóðirnar, bestu menntunina, óspiltasta embættismannakerfið svo dæmi séu nefnd, varla marktækir af Íslendingum ef þeir voru þar ekki efst á blaði. -

Eftir "hrunið" varð ljóst að mörg þeirra lífsgæða sem komu okkur fremst á heimsmetalistana voru hluti af sýndarveruleika. Hamingja og heiðarleiki þjóðarinnar voru t.d. greinilega af sama toga spunnið og gróðatölur útrásarvíkinganna og við hurfum úr fyrsta sæti flestra montlista heimsins. -

Nú virðast Íslendingar aftur vera að jafna sig á sjokkinu sem fylgdi því að fatta að klárustu gullæturnar þeirra voru jafnframt óprúttnir svindlarar og ræningjar. Þjóðin er svo til hætt að skammast sín fyrir að hafa verið rænd af 26 glúrnum exelstrákum.

Eins og komið hefur fram í fréttum er t.d.  fasteignabransinn hægt og sígandi að rétta úr kútnum. Peningamennirnir sem gátu forðað mestu af gullinu sínu vita að fasteignir eru eina fjárfestingin á Íslandi um þessar mundir sem þeir geta átt von um að gefi einhvern arð. - 

Montlistagerðarmenninrnir hafa greinilega tekið eftir þessar breytingu í þjóðarsálinni og eru tilbúnir til að setja Ísland aftur í sinn fyrri réttbundna sess sem fallegasta, sterkasta,  ríkasta og hamingjusamasta þjóð jarðarinnar.

 


mbl.is Ísland er best fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður :)

Óskar Þorkelsson, 19.9.2011 kl. 14:57

2 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli - Nafni; og aðrir, hér á síðu !

Tek undir; með nafna mínum, Þorkelssyni.

Þessir dapurlegu samlandar okkar; flestir, hjakka enn í sama Andskotans hjólfarinu, piltar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband