Mjólkuróþol skrælingja

Fyrr í sumar kom ég við á Eiríksstöðum í Haukadal  og hlustaði á sögumann staðarins segja enskum ferðamönnum m.a. frá siglingum norræna manna til vesturheims fyrir 1000 árum.

Karlsefni og RauðbuxiÁ honum mátti skilja að hann teldi ástæðuna  fyrir því að landnám norrænna manna  fór út um þúfur í N- Ameríku vera; að þeir gáfu "skrælingjunum" skyr að borða. Vegna erfðabundins mjólkuróþols flestra N-amerískra frumbyggja, hafi þeir orðið fárveikir af velgjörðunum og héldu auðvitað að verið væri að byrla þeim eitur.

Mjólkuróþol er kvilli sem hrjáir sumt fólk sökum þess að líkami þeirra framleiðir of lítið eða ekkert af laktasa, sem er prótín sem brýtur niður mjólkursykur og meðal amerískra indíána er mjólkuróþols-tíðnin hátt í 100% hjá fullorðnum einstaklingum. 

Það er staðreynd að Grænlendinga saga segir að Karlsefni hafi látið gefa skrælingjunum "búnyt"  sem vel kann að hafa verið skyr, í kaupum fyrir skinnavöru. 

LeifsbúðEn það sem skýtur skökku við er að sama heimild segir að skrælingjarnir hafi ekki viljað sjá annað eftir að þeir brögðuðu búnytina og þrátt fyrr að óþolið hafi hugsanlega valdið þeim uppþembu, magaverkjum, vindverkjum og jafnvel magakrömpum og niðurgangi, hafi þeir seinna, snúið aftur, eftir meiru af því sama.  

Hér kemur frásögnin úr Grænlendinga sögu:

Eftir þann vetur hinn fyrsta kom sumar. Þá urðu þeir varir við Skrælingja og fór þar úr skógi fram mikill flokkur manna. Þar var nær nautfé þeirra en graðungur tók að belja og gjalla ákaflega hátt. En það hræddust Skrælingjar og lögðu undan með byrðar sínar en það var grávara og safali og alls konar skinnavara og snúa til bæjar Karlsefnis og vildu þar inn í húsin en Karlsefni lét verja dyrnar. Hvorigir skildu annars mál.

Þá tóku Skrælingjar ofan bagga sína og leystu og buðu þeim og vildu vopn helst fyrir en Karlsefni bannaði þeim að selja vopnin.

Og nú leitar hann ráðs með þeim hætti að hann bað konur bera út búnyt að þeim og þegar er þeir sáu búnyt þá vildu þeir kaupa það en ekki annað. Nú var sú kaupför Skrælingja að þeir báru sinn varning í brott í mögum sínum en Karlsefni og förunautar hans höfðu eftir bagga þeirra og skinnavöru. Fóru þeir við svo búið í burt.

Nú er frá því að segja að Karlsefni lætur gera skíðgarð rammlegan um bæ sinn og bjuggust þar um. Í þann tíma fæddi Guðríður sveinbarn, kona Karlsefnis, og hét sá sveinn Snorri.

Á öndverðum öðrum vetri þá komu Skrælingjar til móts við þá og voru miklu fleiri en fyrr og höfðu slíkan varnað sem fyrr.

Þá mælti Karlsefni við konur: "Nú skuluð þér bera út slíkan mat sem fyrr var rífastur en ekki annað."

Og er þeir sáu það þá köstuðu þeir böggunum sínum inn yfir skíðgarðinn. En Guðríður sat í dyrum inni með vöggu Snorra sonar síns. Þá bar skugga í dyrin og gekk þar inn kona í svörtum námkyrtli, heldur lág, og hafði dregil um höfuð, og ljósjörp á hár, fölleit og mjög eygð svo að eigi hafði jafnmikil augu séð í einum mannshausi.

Hún gekk þar er Guðríður sat og mælti: "Hvað heitir þú?" segir hún.

"Ég heiti Guðríður eða hvert er þitt heiti?"

"Ég heiti Guðríður," segir hún.

Þá rétti Guðríður húsfreyja hönd sína til hennar að hún sæti hjá henni en það bar allt saman að þá heyrði Guðríður brest mikinn og var þá konan horfin og í því var og veginn einn Skrælingi af einum húskarli Karlsefnis því að hann hafði viljað taka vopn þeirra og fóru nú í brott sem tíðast en klæði þeirra lágu þar eftir og varningur. Engi maður hafði konu þessa séð utan Guðríður ein.

"Nú munum vér þurfa til ráða að taka," segir Karlsefni, "því að eg hygg að þeir muni vitja vor hið þriðja sinni með ófriði og fjölmenni. Nú skulum vér taka það ráð að tíu menn fari fram á nes þetta og sýni sig þar en annað lið vort skal fara í skóg og höggva þar rjóður fyrir nautfé vort þá er liðið kemur framúr skóginum. Vér skulum og taka griðung vorn og láta hann fara fyrir oss."

En þar var svo háttað er fundur þeirra var ætlaður að vatn var öðru megin en skógur á annan veg. Nú voru þessi ráð höfð er Karlsefni lagði til.

Nú komu Skrælingjar í þann stað er Karlsefni hafði ætlað til bardaga. Nú var þar bardagi og féll fjöldi af liði Skrælingja. Einn maður var mikill og vænn í liði Skrælingja og þótti Karlsefni sem hann mundi vera höfðingi þeirra. Nú hafði einn þeirra Skrælingja tekið upp öxi eina og leit á um stund og reiddi að félaga sínum og hjó til hans. Sá féll þegar dauður. Þá tók sá hinn mikli maður við öxinni og leit á um stund og varp henni síðan á sjóinn sem lengst mátti hann. En síðan flýja þeir á skóginn svo hver sem fara mátti og lýkur þar nú þeirra viðskiptum.

Það er greinilegt að Karlsefni telur sig hafa sloppið ódýrt frá viðskiptum sínum við skrælingjanna sem aðeins höfðu magafylli af "búnyt"  upp úr krafsinu. E.t.v. fékk hann slæma samvisku því hann lætur víggirða bæ sinn eftir þessi viðskipti.

Spurningin sem eftir situr er hvort skrælingjarnir hafi snúið aftur til að ná sér niðri á landnemunum eða hvort þeir komu bara til að verða sér út um meira skyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ja hérna, eru menn svona analir þarna í fyrir vestan.

Þó ég sé ekki skrælingi, greindist ég allt of seint, eða fyrir  3 árum með sæmilega virkt mjólkuróþol og tilheyri freka litlum hluta íslensku þjóðarinnar sem haldin er þessum kvilla. Ég hef án efa fengið hann í arf frá föður mínum, sem aldrei hefur gert sér grein fyrir því að magi hans var ekki hannaður fyrir mikla mjólk, þótt hann þambaði hana eins og ungabarn.

Hins vegar getur mjólkuróþol lýst sér á mjög mismunandi hátt hjá fólki. Vindverkir geta auðveldlega komið vegna annars en laktósa.

Kannski hafa frumbyggjar Ameríku verið að vandræðast með harðlífi, og hefur þótt gott að koma þarmastarfseminni á skrið með vindverkjum og ærlegri ræpu, svona til hátíðarbrigða. Karlsefni hefur því líklega í þeirra augum verið sæmilega gjaldgengur Medicine Man og hefur verið kallaður Big Soothing Wind.

Sem sagt, Karlsefni var fyrsti hvíti læknirinn í Vesturheimi, með betri árangur í þarmaskolun en Jónína Ben.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.8.2011 kl. 19:14

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Var hin aðkomna Guð ríður ekki einhver formóðir Jónínu Ben? 

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.8.2011 kl. 22:35

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur,  þú hefur augljóslega komist í þessari fínu rökfléttu þinni að uppruna gamla brandarans um "Big chief, no shit".

Bergljót; Mikið hefur hún Jónína mín mátt þola og þolir enn blessunin þá spéfuglar heimsins henda af henni gaman

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2011 kl. 22:55

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, en hann er góður:

In an indian camp there lived an INDIAN chief who had a problem ... he had constepation...so he send his apprentice to the medicine man to fetch some medicine..which would unconstepate him !

The apprentice goes to the medicine man..says BIG CHIEF NO SHIT! THE medicine man gives the boy a samll package saying ..this is strong medicine thats y only take in small quantiy..ask chief to take this ...the apprentice goes bak and gives it to the chief ...who takes it happily ...

But again the nextday the chief had no luk .the apprentice goes bak to the medicine man and says ..BIG CHIEF NO SHIT! medicine man gives a stronger dose this time .... boy goes bak and hands it to the chief ...again no luck so next day he goes back
says BIG CHIEF NO SHIT! the medicine man gives him the strongest dose ..and says give this to chief..the boy returns and gives it to the chief ..who was now desperate...

The next day the boy returns saying "MEDICINE MAN MEDICINE MAN ....BIG SHITTTT NO CHIEF!!!!!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.8.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband