5.6.2011 | 02:32
Kínverska hugmyndalögreglan
Myndlistamaðurinn Ai Weiei situr enn í fangelsi einhversstaðar í Kína. Til að minna á hann og baráttu hans, héldu nokkrir listamenn myndlistarsýningu sem opnuð var fyrir þremur dögum.. Einn vegginn, sem þeir skildu eftir auðan, helguðu þeir minningu Ai Weiei.
Sýningin sem sett var upp í Beijing hafði varla opnað dyrnar þegar að kínverskar öryggissveitir birtust. Þar var komin sendinefnd frá kínversku hugmyndalögreglunni sem er ætlað að hafa hemil á öllum hugmyndum sem ríkinu líkar ekki við einhverra hluta vegna. Talið er að fjöldi manna og kvenna í þjónustu hugmyndalögreglunnar sem m.a. reynir að stjórna aðgangi Kínverja að internetinu, skipti milljónum.
Hugmyndalöggan tók niður allar myndir sýningarinnar og handtók síðan aðstandendur hennar. Tveir þeirra voru hnepptir í fangelsi og ekkert hefur til þeirra spurst. -
Þessi og önnur miklu grófar mannréttindabrot líða þjóðirnar Kína. Ísland, sem í stað þess að fordæma þetta fasíska og úrelta stjórnarfar sem viðgengst í Kína, sækist eftir meiri samskiptum og auknum viðskiptum við ríkið.
Mannréttindasamtök sem hvetja til aðgerða gegn Kína er sagt að tillögur þeirra mundu í framkvæmd standa í vegi fyrir efnahagslegum vexti Kína og það væru líka mannréttindabrot gegn hinum almenna Kínverja. Sannleikurinn er sá að umsvif Kína í heiminum aukast dag frá degi og áhrif þess á efnahagslíf annarra þjóða eru nú orðin svo mikil að ekkert þeirra getur fórnað ábatanum af viðskiptunum við Kína án þess að finna verulega fyrir því. Þess vegna sleppa flest lönd að gagnrýna kínversk stjórnvöld, hvað þá að grípa til aðgerða gegn þeim.
Minnast mannréttindabrota í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:34 | Facebook
Athugasemdir
Besta færslan þín hingað til. Halltu áfram á þessari braut.
Lesandi (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.