61 stig frá 11 löndum

Á meðan að lagið sem Íslendingar gáfu 12 stig vann keppnina fengum við aðeins 61 stig frá 11 löndum sem skilaði okkur 20 sætinu í kvöld. Þegar að útlitið var sem svartast og horfur á að við vermdum neðsta sætið komu Ungverjar okkur til bjargar. 12 stig frá þeim kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Norðurlöndin stóðu sig ágætlega gagnvart okkur fyrir utan Svíþjóð sem gaf okkur 1 stig. Stigin 10 frá Svisslandi komu einnig dálítið á óvart.

Franska lagið sem spáð var sigri af flestum veðbönkum var á svipuðu róli og við en mest kom á óvart ítalska framlagið. Krakkarnir fá Asarbaujan sem búa í norður London eru sem sagt sigurvegarar kvöldsins og næsta júróvisjón verður sem sagt haldin á spildunni út við Kaspíahafið milli Rússlands og Íran. Mikið er annars Evrópa orðin stór.

Sjaldan eða aldrei voru stigagjafir þjóðanna jafn fyrirsjáanlegar. Þessi blanda af atkvæðum almennings og valnefnd sem átti að koma í veg fyrir grófar Þjóðaklíkukosningar, er greinilega ekki að virka.


mbl.is Ísland endaði í 20. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þú heldur að það sé skrýtið eða tilviljun að Ísland skuli fá 10 stig frá Sviss. Ef þú fattar raunveruleg tengsl Sviss og Íslands þá verður þú kominn á nýtt stig í skilningi þínum á öllu. Svisslendingar eru í raun mun tengdari okkur en flestir aðrir. Dýpstu tengslin eru ekki alltaf augljósust.

Arnaldur. (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband