Heyrt í dómsalnum

Dómarinn; Þú varst sem sagt staddur á verkstæðinu þegar að sakborningurinn kom inn. Hvað svo?

Vitnið; Ég sá hann koma inn, og þá segi ég; ég segi nú bara svona, hvað svo með bílinn?. Og þá segir hann að hann muni gefa mér fimm þúsund kall fyrir að segja ekkert um hann.

KvendómariDómarinn; Hann sagði ekki;  hann muni að gefa þér fimm þúsund kall?

Vitnið; Jú, hann gerði það; það var nákvæmlega það sem hann sagði.

Dómarinn: Hann getur ekki hafa sagt "hann". Hann hlýtur að hafa talað í fyrstu perónu.

Vitnið; Nei, ég var fyrsta persónan sem talaði. Hann kemur inn á verkstæðið og ég segi;  ég segi nú bara svona, hvað svo með bílinn? Og hann segir segir að hann muni gefa mér fimm þúsund kall fyrir að segja ekkert um hann.

Dómarinn; En talaði hann í þriðju perónu?

Vitnið; Það var engin þriðja persóna viðstödd. Aðeins hann og ég.

Dómarinn; Geturðu ekki endurtekið nákvæmlega orðin sem hann sagði?

Vitnið; Jú, það hef einmitt gert, ég sagði þér þau.

Dómarinn; Heyrðu mig nú. Hann getur ekki hafa sagt; hann muni gefa þér fimm þúsund kall fyrir að segja ekkert um hann. Hann hlýtur að hafa sagt;  ég mun gefa þér fimm þúsund kall.

Vitnið; Nei, hann sagði ekkert um þig. Ef hann sagði eitthvað um þig heyrði ég það ekki. Og ef það var einhver þriðja prsóna inni á verkstæðinu, sá ég hana aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband