11.5.2011 | 01:06
Bretar elska Ísland um þessar mundir
Ég hef grun um að Bretar hafi hringt grimmt inn til að kjósa lagið hans Sjonna. Breski þulurinn sagði söguna af laginu á þann hátt að það smellpassaði við stemmninguna hjá strákunum á sviðinu. Ef að þulir annarra landa hafa gert hið sama, og halda áfram uppteknum hætti á laugardaginn verður íslenska lagið ofarlega. - Að auki er lagið sjálft ágætis hvíld frá öllu teknósuðinu frá flestum hinna landanna. -
Annars er Ísland að gera það virkilega gott í Bresku sjónvarpi þessa dagana, ef hægt er að taka þannig til orða.
BBC ákvað að efna til íslenskrar viku á BBC 4 og þar er verið að sýna íslenskt efni upp á hvern dag. Vikan hófst með Jar City, í gærkveldi var sýnd einhver heimildarmynd um og með Ragnari Axels ljósmyndara, og í kvöld heimildamynd gerð af BBC um Íslendingasögurnar.
Þá hafa þættir af Næturvaktinni með Jóni Gnarr einnig verið sýndir á hverju kvöldi. Mér heyrist fólk vera hrifnast af þeim. Gnarrinn er að slá í gegn á Bretlandi líka. Myndin um Raxa var tilgerðarleg og fékk ekki sérlega góða dóma. Fólk var á því að það hefði verið fróðlegra að heyra meira í fyrirsætum ljósmynda hans en honum sjálfum.
Álit fólks um annað á eftir að koma í ljós.
Þetta var stríðnin í Sjonna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Sjónvarp | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jamm vorkunnarfaktorinn var sterkur :)
Óskar Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 03:45
Bretar elska okkur vegna Icesave
Sigurður Þorsteinsson, 11.5.2011 kl. 07:21
Pottþétt Óskar að samúðaratkvæðin voru ófá.
Icesave kom þeim bara á bragðið Sigurður, því fjöldi Breta kaupir nú ríkistryggð verðbréf á Íslandi. Landsbankinn auglýsir þessi bréf bundin til þriggja ára með 46% ávöxtun. Bretar búa sjálfir við undir 1% árlega ávöxtun. Hvers vegna skyldu þeir ekki fjárfesta á Íslandi? - Hætt við að það sama verði ofaná og með Icesave að bæjarfélög og smáir lífeyrissjóðir standist ekki freistinguna en fram að þessu hafa það verið mest einstaklingar sem sótt hafa í bréfin. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 09:13
Brian Vinr á Independent finnst Næturvaktin ekkert sérstök:
,,if you come from Reykjavik it's probably very funny indeed. But I don't."
http://www.independent.co.uk/arts-entertainment/tv/reviews/last-nights-tv--business-nightmares-with-evan-davis-bbc2-strangeways-itv1-the-night-shift-bbc4-2281559.html
Á artdesk er mun ítarlegri umfjöllun og sumu leiti athyglisverð
http://www.theartsdesk.com/index.php?option=com_k2&view=item&id=3655:the-night-shift-bbc-four&Itemid=27
Benda td. á, líklega það augljósa, að umhverfi eða staðsetning þáttarins sé mjög kunnulegur varðandi kómedíur, þ.e. fólk staðsett í sínu konungsdæmi og þar einangrað frá umheiminum.
Að bara þegar búið er segja þetta, þá blasir það við þó, eg allavega, hafi aldrei hugsað beint útí þennan þátt þannig heldur kannast maður miklu frekar við svona fyrirkomulag á ísl. vinnustöðum. Yfirgang yfirmanna gagnvart undirmönnum og einræðisárátta.
Umfjöllunin endar svona:
,,And without wishing to perpetuate lazy national stereotypes, the whole thing was infused with a genuine, almost glacial bleakness which, while exerting its own strange charm, made it difficult to contemplate another 30-minute shift in the petrol station with anything resembling relish."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2011 kl. 11:30
Samúð er falleg hugsun og sterk. Ég sé nákæmlega ekkert að því að lag vinni alveg eins út af samúð og einhverju öðru. Það vantar einmitt samúð og kærleika í veröldina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 11:31
Já Ómar Bjarki, viðtökurnar eru misjafnar. Ég var nú aðallega að dæma þetta eftir ummælum kunningja og vina.
Ásthildur; Samála þessu. Málið er samt að jafnvel þótt keppendur haldist lengi inni í keppnum á samúðaratkvæðum, vinna þeir keppnirnar sjaldan. Við bara sjáum til hvernig fer. Íslendingar gera það oftast best í keppnum þegar minnst er af þeim vænst.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 13:12
Hvernig væri að senda BBC þætti um Landhelgis stríðin. Ekki veitir af að lækka rostan
í Tjallanum því fólk í bretlandi heldur að það sé ósigrandi.
Leifur Þorsteinsson, 11.5.2011 kl. 13:46
Voru engin ,,landhelgisstríð" við breta. þetta er mýta.
það að efnahagslögsagan yrði færð út í 200 mílur var alþjóðleg þróun sem hófst í BNA og S-Ameríku eftir seinna stríð.
Í öllum tilfellum hefði verið hægt að semja við breta án vandræða. Öllum tilfellum. Ísl. vildu hinsvegar eigi samningaleið vegna þjóðrembingsfaktorsins og kusu illindi og ofstopa - sem var ma. til þess að þeir bretarnir neyddust til að senda varðbáta til að verjast skemdarverkum íslendinga.
þetta er allt sagnfræðilega staðfest.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2011 kl. 14:08
Ekki er söguþekkingin upp á marga fiska. Þú manst ekki eftir löndunar
banninu (efnahags árásininni)sem rússar redduðu með því að kaupa
fiskin í staðinn þurftum við að versla við Rússa (lada Moskvits) og allt
það. Þjóðviljin hætti alveg að fárast út af heildsalastéttini því kommarnir
feng flestöll umboð í boði voru.
Leifur Þorsteinsson, 11.5.2011 kl. 14:39
það er líka sko, að miðað við þetta vesen í ísl. í samb. við þessa landhelgi sína svokölluðu (sem er reyndar bara 12 mílur ef eg man rétt) - að þá hvernig allt hefur gengið á afturfótunum varðandi meðferð fiskveiða hérna. Allt í ruglinu.
Þeir voru ekki fyrr búnir þeir íslendingarnir að koma því í gegn með frekju og ofstopa að bretar hættu að veiða án sanngjarns aðlögunartíma - en þeir gáfu nokkrum sjöllum fiskinn! Og allir bara: Húrra húrra etc.
Svo kýs svokölluð þjóð hérna sjalla og framara slag í sag, trekk í trekk og veitir sjöllum einræðisvald með þeim fyrirsjánlegu afleiðingum að þeir rústa landinu.
Og svo 2011 þá koma menn alltí einu alveg steinhissa: Já við viljum kvótann! Halló. þetta er bara alveg met.
Og hverjum er það að kenna að sjallar eigi kvótann samkv. speki innbyggjara? Jú, vondu jóhönnu og illa sjs!
Það á verðlauna svona einhvernveginn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2011 kl. 14:50
Dæmigerð umræða á Íslandi, maður byrjar að ræða Júróvisjón og endar í landhelgisdeilu. Ertu viss um að þú sért á réttum stað Ómar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 15:18
Leifur; Það er ekki langt síðan að gamall íslenskur heimildarþáttur um landhelgisdeiluna við Breta var sýndur á BBC.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 15:56
Þorskastríðin voru mýta. Þá veit maður það.
Fór algerlega framhjá mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 00:52
Já Jón Steinar skrýtið. Við vorum sem sagt svona vond við litlu saklausu bretana sem vildu bara fá að veiða upp í landsteinum. Svo er fyndið að heyra að þeir notuðu varðbáta við verndun togaranna sinna en ekki herskip
Það er von að fólk sé orðið ruglað í rýminu þegar sögunni er gjörsamlega snúið á hvolf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.