Bretar elska Ísland um þessar mundir

Ég hef grun um að Bretar hafi hringt grimmt inn til að kjósa lagið hans Sjonna. Breski þulurinn sagði söguna af laginu á þann hátt að það smellpassaði við stemmninguna hjá strákunum á sviðinu. Ef að þulir annarra landa hafa gert hið sama, og halda áfram uppteknum hætti á laugardaginn verður íslenska lagið ofarlega.  - Að auki er lagið sjálft ágætis hvíld frá öllu teknósuðinu frá flestum hinna landanna. -

Annars er Ísland að gera það virkilega gott í Bresku sjónvarpi þessa dagana, ef hægt er að taka þannig til orða.

BBC ákvað að efna til íslenskrar viku á BBC 4 og þar er verið að sýna íslenskt efni upp á hvern dag. Vikan hófst með Jar City, í gærkveldi var sýnd einhver heimildarmynd um og með Ragnari Axels ljósmyndara, og í kvöld heimildamynd gerð af BBC um Íslendingasögurnar. 

Þá hafa þættir af Næturvaktinni með Jóni Gnarr einnig verið sýndir á hverju kvöldi. Mér heyrist fólk vera hrifnast af þeim. Gnarrinn er að slá í gegn á Bretlandi líka.  Myndin um Raxa var tilgerðarleg og fékk ekki sérlega góða dóma. Fólk var á því að það hefði verið fróðlegra að heyra meira í fyrirsætum ljósmynda hans en honum sjálfum.

Álit fólks um annað á eftir að koma í ljós.


mbl.is „Þetta var stríðnin í Sjonna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm vorkunnarfaktorinn var sterkur :)

Óskar Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 03:45

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bretar elska okkur vegna Icesave

Sigurður Þorsteinsson, 11.5.2011 kl. 07:21

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Pottþétt Óskar að samúðaratkvæðin voru ófá.

Icesave kom þeim bara á bragðið Sigurður, því fjöldi Breta kaupir nú ríkistryggð verðbréf á Íslandi. Landsbankinn auglýsir þessi bréf bundin til þriggja ára með 46% ávöxtun. Bretar búa sjálfir við undir 1% árlega ávöxtun.  Hvers vegna skyldu þeir ekki fjárfesta á Íslandi? - Hætt við að það sama verði ofaná og með Icesave að bæjarfélög og smáir lífeyrissjóðir standist ekki freistinguna en fram að þessu hafa það verið mest einstaklingar sem sótt hafa í bréfin. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 09:13

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Brian Vinr á Independent finnst Næturvaktin ekkert sérstök:

,,if you come from Reykjavik it's probably very funny indeed. But I don't."

http://www.independent.co.uk/arts-entertainment/tv/reviews/last-nights-tv--business-nightmares-with-evan-davis-bbc2-strangeways-itv1-the-night-shift-bbc4-2281559.html

Á artdesk er mun ítarlegri umfjöllun og sumu leiti athyglisverð

http://www.theartsdesk.com/index.php?option=com_k2&view=item&id=3655:the-night-shift-bbc-four&Itemid=27

Benda td. á, líklega það augljósa, að umhverfi eða staðsetning þáttarins sé mjög kunnulegur varðandi kómedíur, þ.e. fólk staðsett í sínu konungsdæmi og þar einangrað frá umheiminum.

Að bara þegar búið er segja þetta, þá blasir það við þó, eg allavega, hafi aldrei hugsað beint útí þennan þátt þannig heldur kannast maður miklu frekar við svona fyrirkomulag á ísl. vinnustöðum.  Yfirgang yfirmanna  gagnvart undirmönnum og einræðisárátta.

Umfjöllunin endar svona:

,,And without wishing to perpetuate lazy national stereotypes, the whole thing was infused with a genuine, almost glacial bleakness which, while exerting its own strange charm, made it difficult to contemplate another 30-minute shift in the petrol station with anything resembling relish."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2011 kl. 11:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samúð er falleg hugsun og sterk.  Ég sé nákæmlega ekkert að því að lag vinni alveg eins út af samúð og einhverju öðru.  Það vantar einmitt samúð og kærleika í veröldina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 11:31

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar Bjarki, viðtökurnar eru misjafnar. Ég var nú aðallega að dæma þetta eftir ummælum kunningja og vina.

Ásthildur; Samála þessu. Málið er samt að jafnvel þótt keppendur haldist lengi inni í keppnum á samúðaratkvæðum, vinna þeir keppnirnar sjaldan. Við bara sjáum til hvernig fer. Íslendingar gera það oftast best í keppnum þegar minnst er af þeim vænst.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 13:12

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvernig væri að senda BBC þætti um Landhelgis stríðin. Ekki veitir af að lækka rostan

í Tjallanum því fólk í bretlandi heldur að það sé ósigrandi.

Leifur Þorsteinsson, 11.5.2011 kl. 13:46

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Voru engin ,,landhelgisstríð" við breta. þetta er mýta.

það að efnahagslögsagan yrði færð út í 200 mílur var alþjóðleg þróun sem hófst í BNA og S-Ameríku eftir seinna stríð.

Í öllum tilfellum hefði verið hægt að semja við breta án vandræða. Öllum tilfellum. Ísl. vildu hinsvegar eigi samningaleið vegna þjóðrembingsfaktorsins og kusu illindi og ofstopa - sem var ma. til þess að þeir bretarnir neyddust til að senda varðbáta til að verjast skemdarverkum íslendinga.

þetta er allt sagnfræðilega staðfest.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2011 kl. 14:08

9 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ekki er söguþekkingin upp á marga fiska. Þú manst ekki eftir löndunar

banninu (efnahags árásininni)sem rússar redduðu með því að kaupa

fiskin í staðinn þurftum við að versla við Rússa (lada Moskvits) og allt

það. Þjóðviljin hætti alveg að fárast út af heildsalastéttini því kommarnir

feng flestöll umboð í boði voru.

Leifur Þorsteinsson, 11.5.2011 kl. 14:39

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er líka sko, að miðað við þetta vesen í ísl. í samb. við þessa landhelgi sína svokölluðu (sem er reyndar bara 12 mílur ef eg man rétt) - að þá hvernig allt hefur gengið á afturfótunum varðandi meðferð fiskveiða hérna.  Allt í ruglinu.

Þeir voru ekki fyrr búnir þeir íslendingarnir að koma því í gegn með frekju og ofstopa að bretar hættu að veiða án sanngjarns aðlögunartíma - en þeir gáfu nokkrum sjöllum fiskinn!  Og allir bara:  Húrra húrra etc.

Svo kýs svokölluð þjóð hérna sjalla og framara slag í sag, trekk í trekk og veitir sjöllum einræðisvald með þeim fyrirsjánlegu afleiðingum að þeir rústa landinu.

Og svo 2011 þá koma menn alltí einu alveg steinhissa:  Já við viljum kvótann!  Halló.  þetta er bara alveg met.

Og hverjum er það að kenna að sjallar eigi kvótann samkv. speki innbyggjara?  Jú, vondu jóhönnu og illa sjs!

Það á verðlauna svona einhvernveginn. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2011 kl. 14:50

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dæmigerð umræða á Íslandi, maður byrjar að ræða Júróvisjón og endar í landhelgisdeilu.  Ertu viss um að þú sért á réttum stað Ómar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 15:18

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Leifur; Það er ekki langt síðan að gamall íslenskur heimildarþáttur um landhelgisdeiluna við Breta var sýndur á BBC.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2011 kl. 15:56

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þorskastríðin voru mýta. Þá veit maður það.

Fór algerlega framhjá mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 00:52

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jón Steinar skrýtið.  Við vorum sem sagt svona vond við litlu saklausu bretana sem vildu bara fá að veiða upp í landsteinum.  Svo er fyndið að heyra að þeir notuðu varðbáta við verndun togaranna sinna en ekki herskip

Það er von að fólk sé orðið ruglað í rýminu þegar sögunni er gjörsamlega snúið á hvolf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband