9.5.2011 | 18:54
Af hverju ekki var hægt að rétta yfir Osama bin Laden
Osama bin Laden var tekinn af lífi af bandarískum sérsveitarmönnum án dóms og laga. Þetta er öllum augljóst þótt margir séu þeirrar skoðunar að um illa nauðsyn hafi verið að ræða.
Þeir hafa nokkuð til síns máls sem segja að ekki hafi verið hægt að taka hann til fanga og dæma í Pakistan þar sem hann bjó, vegna þess að þar eru stjórnvöld grunuð um að hafa verið handgengin Osama og aðstoðað hann við að fara huldu höfði.
Ekki hefði verið hægt að rétta yfir honum í Haag því Bandaríkin ásamt Írak,Ísrael, Líbíu, Kína, Katar og Jemen viðurkenna ekki lögsögu Alþjóða glæpa dómstólsins.
Ef reynt hefði verið að rétta yfir honum í New York þar sem stærsti glæpurinn sem hann er sakaður um að drýgja var framinn, hefði í fyrsta lagi verið ómögulegt að tryggja honum óhlutdrægan kviðdóm.
Í öðru lagi er það ljóst að í Bandaríkjunum hefði ekkert komið til greina sem makleg málgjöld fyrir Osama bin Laden , annað dauðadómur, sem er ekki leyfilegur í New York fylki.
Í þriðja lagi hefðu slík réttarhöld hæglega getað endað í refjum fyrir réttinum á borð við þær sem O.J. Simpson málið bauð upp á sínum tíma eða þaðan af verra. Þá hefði eining margt getað komið fram sem illa þolir dagsins ljós í henni Ameríku.
Þess vegna lögðu sérsveitarmennirnir upp með þá skipun frá Obama, að ef Osama væri í byggingunni, ætti ekki að taka hann lifandi.
Taugaóstyrkur fyrir árásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var hann ekki búinn að gefa út að hann myndi aldrei láta ná sér lifandi.
Verði honum að því.
Ekki græt ég þennan hryðjuverkamann sem hefur þúsundir mannslífa á samviskunni.
ThoR-E, 9.5.2011 kl. 19:31
Ég tel þetta hafa verið einu réttu afgreiðsluna þó ég sé ekki að öllu jöfnu samþykkur þannig málakokum. Ég hef verið duglegur að gagnrýna Bandaríkin og stefnu þeirra, hafi mér þótt ástæða til, en ég get engan vegin gagnrýnt þessa málsmeðferð þeirra, Ódámurinn hafði fyrir löngu fyrirgert öllum sínum mannréttindum.
Réttarhöld hefðu tekið langan tíma og orsakað keðju hryðjuverka með það að markmiði að þvinga fram lausn Ódámsins. Ég hygg að þeir sem hæst tala núna um réttlætið, mannréttindin og allt það hefðu fljótlega eftir að þau ósköp hefðu skollið á, farið að tala um "aðra leið."
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 19:39
Var ekki Bush búinn að skilgreina Oshama sem meindýr?
Viggó Jörgensson, 9.5.2011 kl. 20:35
Jú var hann ekki skilgreindur meindýr af Bush og börnin í húsinu sögð afkvæmi í DV?
Stjáni (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 22:40
Það hefur svo sem ýmislegt verið gert til að afmennska Osama. Það gengur oft upp að afmennska óvininn, en ekki í þessu tilfelli. Til þess er áróðurinn of margræður.
Osama er sagður skelfilegt skrímsli en um leið afar sjarmerandi maður sem t.d. eftirmaður hans komist ekki í hálfkvisti við hvað persónutöfra varðar. Það nýjasta er að sýna hann sem skjálfandi gamalmenni um leið og bakkað er með þá sögu að hann hafi verið komin út úr hringiðunni og nánast setur í helgan stein.
Nú er hann aftur sagður hafa verið miðdepill skipulagningu hryðjuverka þar sem hann hírðist netlaus og símalaus, gráhærður og gugginn. meðal kvenna sinna og barna í Pakistan. -
Bandaríkjamenn vilja eins og venjulega eiga kökuna og borða hana líka. Þeir hika ekki við að verða tvísaga og jafnvel margsaga til að þjóna margvíslegum tilgangi þeirra.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.5.2011 kl. 22:54
það vantar aðal málið í þessa umræðu hérna, þrátt fyrir að hún sé að öðru leiti mjög góð. ég hef lengi verið að benda fólki á að lesa á heimasíðu FBI um hver séu ásakanir gegn honum.
þar er hvergi minnst á 9/11. bin Laden er ekki ásakaður um 9/11.
en þar sem ég get ekki séð að neinn nenni að finna þessa síðu. þá ætla ég að pósta henni hér að neðan. sjái hver fyrir sig:
Murder of U.S. Nationals Outside the United States; Conspiracy to Murder U.S. Nationals Outside the United States; Attack on a Federal Facility Resulting in Death
USAMA BIN LADEN
Aliases:
Usama Bin Muhammad Bin Ladin, Shaykh Usama Bin Ladin, The Prince, The Emir, Abu Abdallah, Mujahid Shaykh, Hajj, The DirectorDESCRIPTION
Date(s) of Birth Used:
Place of Birth:
Height:
Weight:
Build:
Hair:
Eyes:
Complexion:
Sex:
Nationality:
Language:
Scars and Marks:
Remarks:
CAUTION
Usama Bin Laden is wanted in connection with the August 7, 1998, bombings of the United States Embassies in Dar es Salaam, Tanzania, and Nairobi, Kenya. These attacks killed over 200 people. In addition, Bin Laden is a suspect in other terrorist attacks throughout the world.REWARD
The Rewards For Justice Program, United States Department of State, is offering a reward of up to $25 million for information leading directly to the apprehension or conviction of Usama Bin Laden. An additional $2 million is being offered through a program developed and funded by the Airline Pilots Association and the Air Transport Association.el-Toro, 9.5.2011 kl. 23:37
Hann er allavega steindauður og sama er mér.
Gunnar Waage, 10.5.2011 kl. 03:45
Svo hefði vel mátt búast við því að fylgismenn Osama hefðu tekið til örþrifaráða til að fá hann lausan, t.d. með gíslatökum.
Rebekka, 10.5.2011 kl. 07:01
Ég sá í gærkveldi viðtal við fyrrum stjóra í leyniþjónustu Pakistan sem sagði m.a. að Osama hefði verið tekinn á lífi, ekki af lífi, en því haldið fram að hann væri látinn, vegna þeirra ástæðna sem Rebekka drepur á.
Hann sagði Bandaríkjamenn hafa lengi leitað ráða til ljúka stríðinu í Pakistan og Afganistan án þess að tapa andlitinu, en að þeim hafi verið fyrir löngu ljóst að samband Talibana við Al Qaida og Osama er nánast ekkert.
Að handsama Osama og segja hann dauðann væri útgönguleiðin.
Eina staðfestingin sem heimurinn hefur fengið fyrir að Osama sé látinn, fyrir utan orð Obama, er frásögn 12 ára dóttur hans sem leyniþjónusta Pakistan hefur í haldi. Hún á að hafa sagt leyniþjónustunni að hún hafi séð föður sinn skotinn. Þrjár eiginkonur Osama, einnig í haldi í Pakistan, hafa ekki staðfest framburð stúlkunnar. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.5.2011 kl. 08:45
Í ágúst 1996 segir Usama bin Laden USA stríd á hendur med svohljódandi yfirlýsingu:
Declaration of War Against the Americans Who Occupy the Land of two Holy Mosques.
Í febrúar 1998 lýsir hann thví yfir ad thad sé heilög skylda sérhvers múslíma ad drepa ameríkana hvar helst til theirra náist.
7. október 2001, taepum mánudi eftir árásina á World Trade Center hrósar hann í Al Jazeera theim sem framkvaemdu árásina og segir ad Ameríkumenn hafi verdskuldad thetta.
29. október 2004, fáum dögum fyrir forsetakosningarnar í USA er sjónvarpad 18 mínútna löngu ávarpi frá Bin Laden thar sem hann segir sig hafa lagt á rádin og gefid fyrirmaeli til flugraeningjanna nítján sem flugu inn í World Trade Center.
23. maí 2006. bin Laden endurtekur ad hann hafi fyrirskipad árásirnar 2001.
25 janúar 2010. bin Laden lýkur lofordi á thá sem reyndu ad sprengja flugvél milli Amsterdam og Detroit í loft upp um jólaleytid.
Varla orkar thad tvímaelis ad bin Laden leit á sig sem herforingja í strídi gegn USA og thad hefur alltaf verid ljóst ad thad vaeri algerlega undir kringumstaedum komid hvort hann naedist á lífi eda ekki. Hann var um leid glaepamadur sem átti yfir höfdi sér ákaerur fyrir hrydjuverkin í Tanzaníu og Kenýa en sem nú verda látnar nidur falla.
S.H. (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 08:57
S.H. Það er hárrétt hjá þér að Osama bin Laden leit á sig sem herforingja og var álitinn af fylgismönnum jafnt sem óvinum, herforingi í stríði við Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Glæpir hans voru að hans sögn hefndaraðgerðir fyrir glæpi Bandaríkjanna. Hann stundaði einkarekna hryðjuverkastarfsemi gegn hinni ríkisreknu.
Hann leit á allt sem tilheyrði óvininum sem löglegt skotmark og það væri algerlega undir kringumstæðum komið hvað mikið mannfall yrði í aðgerðunum sem hann skipulagði. -
Réttlæting hans á aðgerðum sínum var um margt lík réttlætingu Bandaríkjastjórnar á að varpa sprengjum á saklaust fólk í tugum landa frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar.
Sú réttlæting gerir ekki ráð fyrir að munur sé á herramanni, hermanni og hryðjuverkamanni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.5.2011 kl. 09:40
http://www.youtube.com/watch?v=eIztqcTsJ7U&feature=player_embedded#at=176
http://www.youtube.com/watch?v=Dn1EXwjFOa0&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 09:45
Eigum við þá nokkuð að vera að rétta yfir venjlegum glæpamönnum ef einhvejrir meinbugir eru á því? Bara að drepa þá. Ef ég drep einhvern þá er það morð, jafnvel þó ég drepi morðingja. Það er ekki viðurkennd aðferð að einstaklingar taki lögin í eigin hendur. En ef sérsveitir á vegum ríkisstjórna drepa mann sem ekki er einu sinni vopnaður og það fyrir framan barnunga dóttur hans er það tekið gott og gilt sem aðferð og kalað einhverjum fínum nöfnum svo sem víg. Ekki morð. Ekki samþykki ég það að ríkisstjórnir beiti svona aðfeðrum. Takið svo eftir þvi að tóf ára barnið er haft í haldi eins og hver annar glæpamaður og enn hef ég ekki séð neinn undra sig á því eða gera við það minnstu athugasemdir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2011 kl. 09:47
Það er líka mótsögn að vera á móti morðum - nema stundum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2011 kl. 09:51
bin Laden leit á sig sem herforingja í strídi gegn USA ...
- och i krig får man räkna med att dö i strid... !
S.H. (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 10:09
Thakk ykkúr fyrir allah góda óskar! Ég alltaf vita ad Íslendingar vera gódir vinir mínar.
Ég hafa thad djöfulsins gott í Helvíti nú - gott tulvusamband - Inshallah.
Já, ég vera herforingji - alvig réttur
S.H. ég hafa Andskoti gódur Büréns búdin hér - Helvíti gódan - alveg eins og
Svíthjód í discoárin mínum. Ætla ekki ad hafa thett lengra nú, Annars verdur fjandinn svo vitlausan, því hann missa mikla peninga í Icesave í Hollandi og vill ekke að ég skrifa á heilagan íslenskur blogginn hjá Svanur
Osama (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 12:15
Til ad fordast allur miskilingur. Svíthjód vera miklu verri en Chelvíti --
Osama (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 12:58
Ef OBL fyrirskipaði árásir á BNA 2001 eða var mastermind þar að - hvað þá um KSM?
það er eitthvað mikið bogið við þessa sögu alla og margoft hefur verið farið yfir.
þessi saga íkringum aftökuna öll hin ævintýralegasta.
Annað, að vitiði af hvað ættbálki bin Laden var? Kindite ættbálknum.
Réði forðum stóru svæði, að mér skilst, og er núna aðallega staðsettur í Jemen en einnig í Sádíu og Írak.
Fjórða konan er einmitt líka kinditi frá Jemen og frá staðnum er bin Laden (ibn Laden) ættin á uppruna sinn, að því er sumir segja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.5.2011 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.