Ósýnilegar konur

hillary%20clinton%20photoshopMyndin af Obama og Co þar þau fylgjast með aftöku Osama bin Ladens í beini útsendingu var látin í té af Hvíta húsinu til birtingar í fjölmiðlum með ákveðnum skilyrðum. Fréttastjórum dagblaðsins Der Tzitung í Brooklín er greinilega nokkuð sama um þau skilyrði.  Þær Hillary Clinton og Audrey Tomason eru báðar gerðar ósýnlegar á þeirri útgáfu af myndinni sem blaðið birti. Skilmálar Hvíta hússins eru svona;

"This official White House photograph is being made available only for publication by news organizations and/or for personal use printing by the subject(s) of the photograph. The photograph may not be manipulated in any way and may not be used in commercial or political materials, advertisements, emails, products, promotions that in any way suggests approval or endorsement of the President, the First Family, or the White House."

Ef að fréttablað hefur ákveðið að halda sig við miðaldaviðhorf gagnvart konum og birta ekki einusinni af þeim  myndir, er vandséð hvað vakir fyrir þeim að birtingu þessarar breyttu ljósmyndar yfirleit, þegar þeir vita að þeir eiga yfir höfði sér lögsókn fyrir að hafa rofið birtingarskilmálanna. Blaðið hefði átt að sleppa fótósjoppinu og halda sig við tækni sem hæfir hugarfari ritstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er óneitanlega nokkuð skondið.

Blaðið hefur, að því segir í fréttinni, þá stefnu að "birta ekki myndir af konum ef ætla má að þær hafi kynferðislega skírskotun".

Þar sem ég hef aldrei séð fólk drepið í beinni útsendingu, auk þess að vera ekki Gyðingur, þá get ég með engu móti séð fyrir mér þessa meintu kynferðislega tengingu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 13:40

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Axel; Mér skilst að blaðið hafi þá stefnu að birta ekkert sem styður þá stefnu að konur geti haft annan starfa en að vinna heimafyrir við umsjá barna og heimils.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.5.2011 kl. 15:35

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hér var hugmyndin að tengja við frétt mbl.is um málið. Af einhverjum orsökum tókst það ekki. Fréttin var svona;

Þegar blaðið Der Tzitung, sem er málgagn lítils hóps heittrúaðra gyðinga í Brooklyn í New York, fjallaði um árás bandarískra sérsveitarmanna á Osama bin Laden birti blaðið mynd, sem  fjölmargir aðrir fjölmiðlar hafa birt: af Barack Obama og nánasta samstarfsfólki hans að fylgjast með aðgerðunum í benni sjónvarpsútsendingu.

En þegar myndin birtist í  Der Tzitung höfðu verið gerðar á henni breytingar og búið var að þurrka Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Audrey Tomason, yfirmann hryðjuverkavarna, út.

Ritstjórn  Der Tzitung hefur ekki viljað tjá sig um málið, að sögn breska blaðsins Daily Mail en ljóst þykir að þessi breyting á myndinni sé af trúarlegum ástæðum en blaðið birtir ekki myndir af konum ef ætla má að þær hafi kynferðislegar skírskotanir.   

Vefurinn Failedmessiah.com birti þessa mynd af blaðinu.

Bæði Clinton og Tomason eru í hefðbundnum vinnufötum á myndinni.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.5.2011 kl. 15:59

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er júðablað.. afturhaldsblað.. miðaldablað

Óskar Þorkelsson, 9.5.2011 kl. 18:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

.....og þeir sem gagnrýna þau vinnubrögð sem viðhöfð eru á þessu dagblaði, fá samstundis á sig gamla klisju stimpilinn -GYÐINGAHATARI-.....!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 19:54

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Tzitung er gefið út af fólki sem ekki viðurkennir Ísraelsríki, en Óskar og Axel eru samt sem áður gyðingahatarar og hefur sérhvert ofumaukið kílóið í þeim oft haldið því ærlega á lofti. Þeir eru það sem maður kallar þungavigtargyðingahatarar.

En sjáið þið ekki hvað Hillary og Tomason eru sexí? Kynæsandi farðinn á Hillary, úh. Æi, ég skil ekkert í Bill að vera að eyða vindlum í Móniku Lewinsky  og bletta á henni bláa kjólinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.5.2011 kl. 12:29

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bla bla bla bla ertu enn atvinnulaus villi ?

Óskar Þorkelsson, 10.5.2011 kl. 18:40

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, Skari, mikið atvinnuleysi í ESB og hefur alltaf verið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.5.2011 kl. 19:29

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

leiðinlegt

Óskar Þorkelsson, 10.5.2011 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband