6.5.2011 | 09:05
I Ching og Wang kennari
Hann kallar sig Wang kennara og bloggar af krafti á Taívan. - Fyrir skömmu birti hann spá á bloggi sínu um að mikill jarðskjálfti muni verða á Taívan kl: 10;42:30 þann 11. maí n.k. Wang segir að jarðskjálftinn muni mælast rúmlega 14 á Righter og valda tæplega 200 metra hárri flóðbylgju sem flæða muni yfir eyjuna og manfallið verði gífurlegt.
Viðbrögðin við þessu bloggi Wang kennara hafa verið nokkur og stjórnvöld þar um slóðir hafa tilkynnt honum að fjarlægi hann ekki þessa válegu spádóma af síðu sinni muni hann verða sektaður um 32.000 USD.
Nokkrir hafa tekið hrakspá Wangs svo alvarlega að þeir hafa keypt sér gáma og flutt þá til búða í Puli, Nantou á hálendi Taívan. Gámarnir kosta 6500 USD en það var einmitt Wang sem ráðlagði fólki slík kaup.
Wang kennari segist nota bókina I Ching ( Bók breytinganna) sem er mjög vel þekkt og fornt rit sem á að geta hjálpað fólki að sjá framtíðina. Bókin virkar þannig að þú spyrð hana spurninga og hún varar.
Skafti Þ. Halldórsson og Ísak Harðarson skrifúðu ágæta grein í Moggann um bókin þegar hún kom út á íslensku í þýðingu Ísaks. Þar segir m.a.
Íslendingar þekkja kínverska speki fyrst og fremst gegnum Bókina um veginn. En I Ching er í raun ein meginuppistaða þeirrar bókar og raunar einnig speki Konfúsíusar. Hún er ævaforn að stofni til, yfir 3.000 ára gömul.
Í upphafi var ritið samsafn línulegra tákna sem voru notuð við véfréttarspurningar. Lárétt óbrotið strik merkti já en brotið nei. Þessi strik samsvöruðu líka síðar innbyrðis í samhengi sínu hugtökunum yang og yin sem í breytingarheimspeki Kínverja tákna andstæða einingu. Síðar bættu menn við línum. Fyrst voru tvílínur, síðar þrílínur. Konfúsíus lýsti byggingu I Ching svo að takmörk verðandinnar væru algjör. Það leiddi af sér tvo hætti sem leiddu af sér fjórar gerðir sem aftur gefa átta þrílínur. Samspil þessara átta þrílínutákna er kjarni bókarinnar. Með því er kveðið á um gæfu eða ógæfu. Tvær og tvær þrílínur eru lagðar saman og það gefur kost á 64 sexlínutáknum.
Út úr þessum línutáknum lesa menn síðan merkingu. Þrjár heilar línur tákna himin, styrk og sköpunarkraft og þrjár óbrotnar línur merkja jörð, móttækileika og auðsveipni. Þegar þessum þrílínutáknum er síðan steypt saman eftir sérstökum aðferðum verður til leiðsögn um lífið, um gæfuna og leiðina.
Algengustu útgáfur I Ching lúta svipuðum byggingarlögmálum. Í kringum hvert hinna 64 tákna eru ákveðin þemu. Síðan fylgir greinargerð. Þá kemur heildarmat, túlkun eða greining Konfúsíusar á greinargerðinni. Þessu fylgja einnig spakmæli eignuð Konfúsíusi sem dregin eru af þeirri mynd sem sexlínan sýnir sem samsetning tveggja þrílína.
Nokkrum dögum eftir að gos hófts í Vestmannaeyjum í janúar árið 1973 var ég staddur meðal nokkra kunningja minna í húsi í Kópavogi. Við vorum að ræða um gosið og hver langtíma áhrif þess yrðu fyrir Eyjamenn og þjóðina alla. Einn félaga minna átti bókina I ching sem hann dró nú fram og var þegar ákveðið var að spyrja bókina um hver yrðu afdrif Vestmannaeyja.
Bókin svaraði með versi sem var eitthvað á þessa leið:
Refur kemur að læk og er ekki viss um að honum tækist að stökkva yfir hann. Eftir nokkrar vangaveltur tók hann tilhlaup og stökk yfir lækinn og lenti heilu og höldnu á hinum bakkanum en vætti aðeins á sér skottið.
Sjálfsmorð af ótta við hamfarir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Athugasemdir
I Ching er sem sagt álíka áreiðanlegt til að spá fyrir um framtíðina og rit Nostradamusar og Book of Revelations, þ.e.a.s. tómt bull.
Bókin um veginn var blanda af siðfræði og heimspeki og sama má segja um orð Kung Fu-tse. Engir spádómar svo ég viti til. Hvernig rugl eins og I Ching getur tengzt Bókinni um veginn, er mér hulin ráðgáta. Er það af því að ég er ekki einfaldur og trúgjarn eins og sumir á Taiwan virðast vera?
Che, 6.5.2011 kl. 11:48
14 á ricther? Það verður sko almennilegt! Verst að jarðskjálftahúsin hennar Láru miðils þola bara 12 á richter, annars væri þarna stórt business tækifæri fyrir hana.
Arnar, 6.5.2011 kl. 12:54
Mér var einmitt hugsað til Láru Arnar. Í Taívan eru svona hrappar sektaðir fyrir að blogga svona óábyrgt, en hér á landi er þeir sem hallmæla þeim látnir gjalda slíks, samanber Doktorinn okkar góði.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.5.2011 kl. 13:56
ekki man eg betur en 孔夫子 væri hernaðarspekingur, sem var hægri hönd 国王 og hélt honum uppi, þangað til þrýstingur utan frá sneri hlutunum honum í óhag. Ég sá mynd um hann þegar ég var í Kína, ný mynd um æfisögu hans. Veit ekki hvort hún hafi verið send út hingað, en vel þess virði að sjá. Lifði í útlegð til dauðadags.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.