Þú ert rekinn

Ólafur Ragnar þú ert rekinnÓlafur Ragnar lætur ekki sitt eftir liggja við að verja málstað Íslands í Icesave deilunni. Hann hundskammaði matsfyrirtækið Moody´s fyrir að ætla að lækka lánhæfni Íslands og bar sig til eins og sá sem valdið hafði rétt eins og hann vildi segja;  þið eruð reknir.  ´

Ekki laust við að tilburðir hans á myndinni sem fylgir þessari frétt minni dálítið á milljónamæringana tvo sem stjórna sjónvarpsþáttum sitt hvoru megin við Atlantsála , þá Alan Sugar og Donald Trump. (Sjá meðfylgjandi myndir) Þeir tala til lærlinga sinna á svipaðan hátt og Ólafur Ragnar talar til þeirra sem hann telur að þurfi á umvöndun að halda.

alan_sugar þú ert rekinnÓlafur minnist  einnig á mikilvægi þess að þjóðin stæði saman eftir að hafa skipst í tvær fylkingar út af Icesave lll. Hann gat samt ekki á sér setið sjálfur að hnýta í Samtök atvinnulífsins sem hann sagði tala atvinnulífið á landinu niður. Samtökin urðu vitanlega sár og sögðu ummæli Ólafs ómakleg. Þannig bregðast krosstré sem önnur, þegar kemur að pólitík.

trump-youre-firedÓlafur Ragnar er tímælalaust pólitískasti forsetinn sem setið hefur og eftir að stór hluti þjóðarinnar þakkaði honum að bjarga Icesave ll og lll frá því að verða lögum, hefur hann færst allur í aukana hvað varðar hápólitískar yfirlýsingar sínar. Hann, eins og fleiri sem þjáðust af bullandi meðvirkni,  er ekkert að líta í eigin barm þótt hann hafi hlaðið riddarakrossum og verðlaunum á bankaræningjana og útrásarvíkingana.


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá kasti fyrsta steininum...

Hvað sem Ólafur kann  að hafa gert af sér áður þá er hann að standa sig vel í að verja málstað Íslands.  Hann er einn í framlínunni.  Ef Jóhanna og steingrímur væru að standa sig þá þyrfti hann ekki að gera það.

Eina sem ég hef séð koma frá Jóhönnu eftir kosningarnar er það að þetta hafi verið það versta sem Ísland gat gert og nú sé allt í klessu.

Þá kýs ég nú frekar að forsetinn geri það sem hann getur.

Andri (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:24

2 identicon

Ég hef aldrei verið hrifin af Ólafi.

En mikið er ég sammála Andra.

Það er bara ekki hægt að taka það frá Ólafi að hann er búin að bjarga Íslandi. 

Kanski maður geti flutt aftur heim einn góðan dag..

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:31

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Fyrst sundrar hann þjóðinni og vill svo að allir sameinist um hans óskaniðurstöðu.

Nú þarf að búa til fagurgala svo að matsfyrirtækin hendi okkur ekki í ruslið og gera svo út sendinefndir til útlanda eins og gert var sumarið 2006 til að láta vita hvað allt sé hér á dásamlegri uppleið. Ekki orð um annað. Þá munum við kannski rétta úr kútnum nema svo illa vilji til að upp komi sá dómaraskandall að þurfum að borga súpuna.

Lífið væri kannski einfaldara ef við hefðum bara samþykkt þetta smámál sem kallast ICESAVE.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.4.2011 kl. 16:33

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tvö ár í angist út af þessum skuldum, þrjú lagafrumvörp,þrír samningar, tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, skrilljón fundir, greinar og félög sem stofnuð voru með og á móti. Afleiðingarnar af jái áttu að vera skelfilegar og afleiðingar að neii enn skelfilegri. - Svo þegar upp er staðið verður niðurstaðan sú að líklega nægir eignasafn þrotabúsins fyrir Icesave, áhrifin á lánshæfnina er engin, áhrifin á umsóknina í ES er engin. Áhrifin á AGS eru engin.  Til hvers var leikurinn gerður ????

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2011 kl. 16:57

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þetta er frábær mynd af kallinum og verður örugglega ein af fréttaljósmuyndum ársins.

Ég held að það sé óþarfi að vera svona þunglyndur Emil. Vorið er að koma.

 "Til hvers var leikurinn gerður ????"

Til að trufla ekki rósrauðan ESB-drauminn...?  

Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2011 kl. 17:45

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góður Haraldur :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2011 kl. 17:47

7 identicon

Komið þið sælir; Svanur Gísli - og aðrir gestir, þínir !

Andri - jonasgeir og Haraldur Rafn, eru allir, með jarðtengdan skilning, á stöðu mála.

Emil Hannes; virðist lifa í óraunveruleika veröld. Reyndar; er það rétt hjá honum, skilji ég hann rétt; að við VERÐUM, að snúa baki, við sýndarveröld áranna 2004 - 2008; algjörlega, með hinni afdrifaríku dýrkun fjármála sóðanna.

Þess í stað; ber okkur að leggja rækt, við allt það, sem Haf og Land gefa okkur - og hafa gert; frá alda öðli, auk eðlilegs vaxtar ýmissa greina Iðnaðarins, jafnframt.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband