8.4.2011 | 19:41
Landsmóðirin hefur talað
Frú Vigdís Finnbogadóttir er ástsælasta persónan sem gegnt hefur embætti forseta Íslands. Ég kannast við nokkra foreldra sem nefndu stúlkubörnin sín í höfuðið á henni.
Yfirleitt hefur Vigdís ekki verið að flíka pólitískum skoðunum sínum, þótt þeir sem hana þekkja segi hana haf ákveðnar skoðanir á nánast öllum málum. Það þarf því eitthvað sérstakt að koma til að Vigdís kýs nú að ganga fram fyrir skjöldu og segja frá hvað hún kaus og gera síðan grein fyrir atkvæði sínu. - Vigdís er einn fárra íslendinga sem öðlast hefur einstæða reynslu af samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga, pólitíska og ópólitíska.
Fyrst sem forseti lýðveldisins og síðan sem velgjörðarsendiherra UNESCO (Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna) og meðlimur í Council of Women World Leaders, hefur hún fengið mikla yfirsýn á stöðu Íslands gagnvart erlendum ríkjum.
Engin getur því brigslað henni um að hún hafi ekki vit á málefnum Íslands og geti sett þau í samhengi við það sem er að gerast í heiminum almennt.
Þegar að Vigdís segir; "Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum." eru það ekki bara orðin tóm. Orð Vigdísar ættu að vera nóg til að fá hörðustu nei-sinna til að endurskoða afstöðu sína og gera já-sinna ákveðnari í afstöðu sinni enn nokkru sinni fyrr.
Vigdís styður samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vigdís veit um hvað hún er að tala. Ég treysti henni. Ef hún segir JÁ þá er mikið til í því - sérstaklega þegar maður sér svo að Sigurjón Árnason ætlar að segja Nei. Þetta auðveldar manni að setja x við Já á morgun.
Jóhanna H (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 19:52
Mér finnst vanta valmöguleikan að X við KANSKI
Ingó (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 19:58
Æ
Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.4.2011 kl. 20:09
Menn líka huggað sig við að Jón stóri ætlar að segja NEI.
http://blog.eyjan.is/jakobbjarnar/2011/04/07/jon-stori-saekist-ekki-eftir-annarra-manna-skuld/
Emil Hannes Valgeirsson, 8.4.2011 kl. 20:27
Menn geta …
Emil Hannes Valgeirsson, 8.4.2011 kl. 20:33
Og ég sem hélt að fólk tæki upplýstar ákvarðanir og eigin ákvarðanir en ekki eftir því hverjir aðrir ætli að kjósa. Ja hérna hér. Hvar er eiginlega sjálfstæði íslendinga, varð það eftir í moldarkofunum.
Mér er alveg sama hvaða mektarmenn og konur segja, ég hef mínar skoðanir og ástæður þess vegna ætla ég að segja NEI fyrir mig og mína afkomendur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 20:58
Nei, ég segi líka Æ.
Elle_, 8.4.2011 kl. 21:07
Sorglegt að Vigdís blessunin hafi látið pólitíska fjölmiðla þessa lands hafa sig út í að auglýsa sína skoðun á áróðurslegan hátt án þess að skilja hversu alvarlegt bankarán heimsins er fyrir almenning heimsins.
Ég ber mikla virðingu fyrir Vigdísi sem persónu, en hún lætur stjórnast af ofurspillingar-öflum nú sem oft áður! Óska Vigdísi blessuninni alls góðs ásamt restinni af þessari þjóð!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 21:10
Verra en Æ, manneskjan talar fyrir kúgunarsamningi og það er fráleitt að tala um að orðstír okkar skaðist af að standa gegn kúgun og vilja að farið verði að lögum. Hvað er Svanur að verja? ICESAVE kúgunarsamninginn? Trúi því næstum ekki. Við viljum að farið verði að lögum. VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN.
Elle_, 8.4.2011 kl. 21:15
Henni hefði kannski verið nær á sínum tíma að setja EES aðildina í þjóðaratkvæði þá væri kannski ekki svona mikið vandamál í dag nei hún studdi Jón Baldvin, já og þá var vinstristjórn við völd eins og í dag ekki er ég hissa að hún segir já belssunin :)))
Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.4.2011 kl. 21:18
Já Vigdís hafði forsetavaldið þá til að mótmæla inngöngu í EES en gerði ekkert í því. Þess vegna er hún nauðbeygð núna til að segja já. En fjölmiðlar áttu ekki að misnota hennar staðföstu afstöðu á ögurstundu í pólitískum fjölmiðlum landsins.
Skömmin er pólitískra fjölmiðla með þessum þrýstingi á Vigdísi blessaða sem ég ber gífurlega mikla virðingu fyrir sem persónu og sem hefur verið misnotuð á ljótan hátt til að hafa áhrif á skoðun fólks í þjóðar-atkvæðagreiðslunni á morgun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 22:14
Hún varði líka Ólaf Skúlason með kjafti og klóm á sínum tíma og lagði fæð á fórnarlömb hans.
Það að slá því fram að Jón Stóri og Sigurjón Árnason ætli að segja nei er svo örvæntingarfullt áróðursbragð Já sinna. Þeir tína til þá sem minnstan þokka hafa og vonast einmitt til þess að hafa þau áhrif sem sjá má hér hjá nokkrum. Manni dettur jafnvel í hug að Sigurjón sé af alkunnum klókindum að beita úthverfri sálfræði vitandi af óvinsældum sínum. Hann segist segja Nei en mun að sjálfsögðu segja Já. Engum skal deta í hug að hann hafi ekki markmið með svona blaðri. Hann og hans hyski eru jú einir kostunaraðila Áframhópsins.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 22:22
Vigdís er mjög skynsöm og víðsýn kona. Við hljótum að taka mark á því sem hún segir.
Ég tek undir allt sem Svanur skrifar í pistli sínum.
Ágúst H Bjarnason, 8.4.2011 kl. 22:24
Ég tek hins vegar undir orð Jóns Steinars Ragnarssonar.
Steini Thorst, 8.4.2011 kl. 22:30
Skömmin er hennar sjálfrar að voga sér að koma fram opinberlega og tala fyrir kúgun gegn börnum okkar, þrælasamningi. Konan er ekki óviti og bara ómerkileg og er fullkomlega ábyrg gerða sinna og verður ekki afsökuð með vondum fjölmiðlamönnum og sem gætu sjálfir verið ungir misnotaðir strákar.
Elle_, 8.4.2011 kl. 22:30
Sorglegt að sumir trúi á mátt "höfðingja" sem selt hafa sálu sína til pólitískra fjölmiðla!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 22:37
Sammála hér Jóni Steinari og þeim sem hafa sagt það sama. Sorglegt að tapa svona virðingu margra með svona vitleysugangi. Konan sem alltaf hefur lapið rjóman úr skel og aldrei vilja styggja neinn. Nú er hún því miður á rangri braut. Hún hefði getað skapað sína sögu öðruvísi. En nú er það fyrir bí.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 22:47
Fyrir hvað skyldi Vigdísar Finnbogadóttur verða minnst í Íslandssögunni' Jú sennilega heilmikið og margt en þó sennilegast þá mest fyrir þetta að segja já,og þar með að setja þjóðina í ánauð,hún þarf ekki að hafa áhyggjur konan er með hátt á aðra milljón í eftirlaun svei Vigdís. Þarna sannar Frú Vigdís hve hún er innmúruð í Elítuna.
Númi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:02
Tek undir orð Áshildar og Jóns Steinars.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 23:05
Ég er sammála þessu, þarna fór hún með alla þá samstöðu sem hún var alltaf virt fyrir. Og hvað segja menn núna sem alltaf hafa skammað forsetann Ólaf fyrir að taka afstöðu? Nú er ekki hægt að segja að þessi kona sitji á friðarstóli. Nú hefur hún staðið upp af þeim friðarstóli og sest í rafmagnsstólinn og verður dæmd af því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 23:06
Við Íslendingar ættum að senda Jón Stóra að rukka Brown fyrir hryðjuverkalögin.
Hann skuldar okkur verðmæti margfallt meira en Icesave. Ekki öfugt eins og já fólk er orðið
heilaþvegið á.
Sorglega hefur þessi frábæra kona Vigdís misst mikinn trúverðugleika á þessum degi.
En við hin stöndum flest í lappirnar og björgum henni fyrir horn til að sverta ekki frábært
orðspor.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:18
Vegna orða Núma um Vigdísi, held ég að orðstír hennar í framtíðinni sé nokkuð öruggur. Hún var fyrst kvenna valin í frjálsum kosningum þjóðhöfðingi af framsýninni og framsækinni þjóð, þ.e. Íslendingum. Þessi já/nei Icesave spurning verður aðeins neðanmálsgrein í sögubókum á meðan Vigdís verður talin til einnar af hetjum Þjóðar vorrar sem átti þátt í að móta ný viðhorf til kynjajafnréttis.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 23:30
Almættið blessi Ísland og önnur lönd og alla misvitra og misnotaða bæði hérlendis og erlendis. Á morgun kýs hver með sínu hjarta en ekki auglýstum skoðunum svikafjölmiðla þessa lands
Góða nótt gott fólk og bestu kveðjur frá mér sem hef mína sjálfstæðu skoðun!
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 23:36
Þvílík hetja hún Vigdís,sem var að stimpla sig inní Elítusamtökin,hún er semsagt komin út úr feluskápnum og marserar með Elítunni.
Númi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:37
Af hverju þarf þessi ágæta kona að verða föðurlandssvikari? Hví gat hú ekki haldið sér saman? Þarna sést munurinn á henni og Ólafi Ragnari Grímssyni, sem er að mínu mati - því miður - besti og áreiðanlegasti forseti sem Ísland hefur átt, þrátt fyrir að hafa verið fyrrverandi Framsóknarmaður og síðar Kommúnisti.
Ég lít frekar til Evu Joly sem mælir með einu stóru "NEI"!!
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 8.4.2011 kl. 23:42
Nei, ég tek undir með Núma.
Elle_, 8.4.2011 kl. 23:47
Hér er kona, sem væri betur að landsmóðurtitlinum komin.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 23:48
Og Sigurbirni og ýmsum að ofan.
Elle_, 8.4.2011 kl. 23:48
Lengi lifi skoðanir Núma.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 8.4.2011 kl. 23:49
Þetta er orðin mjög dapurleg umræða og mörgum ekki til sóma.
Emil Hannes Valgeirsson, 8.4.2011 kl. 23:50
"Vigdís verður talin til einnar af hetjum Þjóðar vorrar sem átti þátt í að móta ný viðhorf til kynjajafnréttis."
Samþykkti hún ekki lög á verkfall flugfreyja á kvennadeginum sjálfum? Það er eins og mig minni það.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 23:51
Dapurlegur fyrrverandi forseti, Emil, gerir okkur dapurleg.
Elle_, 8.4.2011 kl. 23:57
Afsakið mig, en að kalla Vigdísi föðurlandsvikara, segja að hún sest í rafmagnstól, að hún tali fyrir þrælasamningi og kúgun gegn börnum okkar, finnst mér vera á mjög lágu plani. Þetta gengur ekki, ég get allavega ekki tekið mark á fólki sem talar svona.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2011 kl. 00:17
Emil; Er þetta bara taugatitringur í hita leiksins. Ég held að fólk geti ekki verið að meina þetta í alvörunni. Vigdís er vönd að virðingu sinni og ég hef ekki heyrt marga hallmæla henni í alvöru.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2011 kl. 00:22
Sennilega. En við skulum vona að taugatitringurinn endi ekki í taugaáfalli.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2011 kl. 00:28
Ég var að tala í líkingarmáli. Okkur íslendingum hættir til að setja fólk á stall og tilbiðja það og það má ekkert segja sem skemmt getur þá mynd. Ég er bara þannig að ég tala íslenskt mál og held að við séum öll jöfn, hvort sem manneskjan heitir Vigdís Finnbogadóttir eða Jón Jónsson. Stend þar með við það sem ég sagði. Og segi bara þvílík skynhelgi.
Hér er kona, sem væri betur að landsmóðurtitlinum komin.
Jón Steinar Ragnarsson,
Jón Steinar tek undir þetta með þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 00:47
Vala blessunin er ágæt en hún á langt eftir til að fylla út í skóna hennar Vigdísar. Áshildur segir að Íslendingum hætti til að setja fólk á stall en að samt séum við öll jöfn. Ég man satt að segja ekki neinni manneskju sem eins mikil sátt var um að "setja á stall" og Vigdísi Finnbogadóttur. - Það að einhverjum finnist hún "stíga af friðarstóli" í þessu Icesavemáli, sýnir enn og aftur hversu tilfinningalega fólk en orðið gegnsýrt í þetta leiðindamáli. Það hefur reyndar verið að krauma í þjóðarsálinni í mjög langan tíma, lengri en flest önnur mál. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2011 kl. 01:02
Má ég minna þig á Svanur kær að það hefur verið sífellt umræða í gangi um að Vigdís hafi setið á friðarstóli, og eitthvað annað en Ólafur Ragnar. Ég kaus ekki þessa ágætu konu, og virði hana að mörgu leyti, en fyrir mér er hún eins og hver önnur manneskja sem hefur getið sér gott orð.
Ætlaður virkilega að segja mér að við viljum ekki setja fólk á stall og tilbiðja það? Það eru svo mörg dæmi hjá mannskepnunni um það. Við verðum að hafa kónga, biskupa, páfa, einræðisherra og Guð má vita hvað til að tilbiðja og fylgja. Láta þá stjórna okkur daginn út og inn.
Sorrý ég er bara ekki þannig, og svo er um fleiri. Ég þekki þá úr um leið og ég kynnist þeim eða les. Þar er til dæmis Jón Steinar gott dæmi um manneskju sem hefur sjálfstætt mat.
Ég er gegnsýrð af Icesave og viðurkenni það alveg. En ég læt samt ekki blinda mér sýn á hvað er rétt og rangt. Ég horfi yfir sviðið og tek mína ákvörðun út frá því. Og það er mín eigin upplýsta ákvörðun. Hún hefur ekkert með taugatitring að gera, heldur ríka réttlætiskennd og raunverulegar áhyggjur af velferð afkomenda minna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 01:20
Hringir Baháullah einhverjum bjöllum Svanur?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 01:24
Ég verð nú bara að taka undir með Ásthildi. Hvað er verið að setja konuna upp á stall? Hef aldrei kosið hana heldur og mundi ekki og kaus hinn mæta mann, núverandi forseta, bjargvætt okkar í ICESAVE. Mann sem getur hugsað sjálfstætt. Og Emil, ertu ekki að ætlast til að við notum of væg orð yfir kúgun og nauðung?? Og ég dreg ekki orðin kúgun og þrælasamningur í land og held þú vitir bara ekki nóg um alvarleika málsins ef ekki má nota orðin sem ná yfir það. Við ættum ekkert að skammast okkar fyrir að nota orð sem lýsa ódæði ICESAVE eins og það er og óttast að maður úti í bæ sem þolir ekki lýsingarnar taki okkur ekki alvarlega. Við erum ekki lögbrjótarnir heldur erum að verjast.
Elle_, 9.4.2011 kl. 01:47
altaf hefur mer litist vel a Vigdís Finnbogadóttir ae ta er tad buid
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 01:53
Vigdís hefur aldrei litið á sig nema sem skrautfjöður.Hún hefur það fínt í dag með fjórar-milljónir á mánuði.
Vilhjálmur Stefánsson, 9.4.2011 kl. 01:54
Vigdis er sjalfsagt ordin eitkvad lasin.
her er kona sem ekert hefur komid firir alavega er alt i lagi med hovudid a henni
Icesave með augum íslenskrar móður
Stefanía Sigurðardóttir skrifar:
Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir.
Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn.
En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi.
Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum.
Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari.
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 02:15
Frábært innlegg í umræðuna takk fyrir þetta Helgi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 02:24
Villtu ekki bara gera okkur þann greiða að flytja til Bretlands og tilbiðja drottninguna? Hér á Íslandi erum við mótfallinn stéttaskiptingu og tilbiðjum ekki menn. Takk fyrir! Það er jafn ógeðslegt að segja "heil" sama við hverju, og það að taka ákvörðun, já eða nei, af aðdáun á annarri manneskju, er samskonar þrældómslund og stírði nazistunum. Ráðamenn eru ekki guðir, ef þú telur það er þér best að taka tímavel og gerast hamingjusamur þræll einhvers þeirra sem tóku sjálfa sig í guðatölu hér forðum. Þú ert ekki verðugur þegn norræns velferðarsamfélag með þitt snobb og mannadýrkun.
Kári (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 02:24
Ég hef alltaf haldið upp á Vigdísi og geri enn þó við séum ósammála í þessu máli. Og hún er ekki þess konar kona sem fer fram á allir séu sammála henni, heldur mjög diplómatísk. En þú hefur gengið fram af þér með snobbi þínu, skjalli, smjaðri og stéttahyggju, svo afsakið meðan ég æli.
Kári (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 02:26
Að lokum má taka það fram að Vigdís blessunin er leikhúskona með mikið vit á leikhúsmálum og þvíumlíku, góða málakunnáttu og ágætis almenna þekkingu. Eva Joly er einn færasti sérfræðingur heims á sínu sviði, og á því séns í mun pólítískara forsetaembætti, það er sem forseti Frakklands, en hún á milljóni aðdáenda víða um heim sem eru aðdáendur hennar af tærum faglegum forsendum, en ekki af snobbi og hégómadýrkun. Ég held ég taki sérfræðinginn fram yfir leikhúskonuna, sama hversu viðkunnaleg og smekkleg hún kann að vera. Yfirborðsmennskan er aftur á móti að drepa þig sjálfan og hefur gengið af rökhyggju þinni dauðri.
Kári (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 02:30
Góður, Kári.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 9.4.2011 kl. 02:43
Heill og sæll Svanur Gísli; sem aðrir ágætir gestir, þínir !
Svanur Gísli !
Með fullri virðingu; fyrir þér, sem sjónarmiðum þínum - og annarra, vil ég fullyrða, að Helgi Ármannsson ætti að verðugu, að verða sæmdur Medalíu; huglægri, vel að merkja - ekki efnislegri, fyrir þann stóra greiða, sem hann gerir síðu þinni - og;; okkur lesendum og skrifurum hjá þér - að endursegja frásögu þessarrar mætu ungu konu; Stefaníu Sigurðardóttur, hér; á síðu þinni.
Prjál og yfirlæti; sem tilgerð Vigdísar Finnbogadóttur - og annarra, af hennar Sauðahúsi smækkar svo mjög, þegar fölskvalaust og einlægt fólk, sem hin unga Stefanía upplýsir okkur, um sín viðhorf og sýn á hlutina, að nokkru, gott fólk.
Ég hyggst ekki; biðja neinn afsökunar, fremur en fyrri daginn, á hreinskilni minna viðhorfa, Svanur minn, enda,........ þekkir þú mig betur, en svo, forn vinur góður.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 02:47
Stefanía Sigurðardóttir er rétt eins mikil "landsmóðir" og Vigdís. Lengi lifi mæðurnar! Deyi snobbið og mannvonskan!
EE (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 06:17
Vigdís á örugglega meiri peninga en margur almenningur og betri lífeyri en óbreyttur ómerkilegur Jón útí bæj. Hún kannski má við því að hugsa "skynsamlega" um þetta en ekki útfrá tilfinningamati. En ég persónulega, hef ekki geð í mér né dýpri vasa - til að taka á mig skuld Björgólfsfeðga og kunningja þeirra.
Gott fólk getur líka gert mistök. það held ég að Vigdís sé að gera í þessu máli.
nýjasti hræðsluáróðurinn er sá að ómenntaða og vitlausa fólkið, -kýs nei. ... þá vill að sjálfsögðu enginn menntaður maður kjósa nei og vera talinn vitlaus og fáfróður skóflukall. ... meiri vitleysan og Rúv hefur staðið sig vel í að ala á þessu síðustu daga.
Adeline, 9.4.2011 kl. 08:42
Ég sé að Nazisminn er kominn inn í umræðuna.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2011 kl. 09:01
Hér fara margir mikinn til að mæla gegn því að Vigdís skuli hafa skoðanir og þora að tjá þær. Þeir vilja taka af henni þann rétt sem þeim þykir sjálfum verðmætastur og er ástæða þess að þessar kosningar fara yfirleitt fram.
Þeir sem verst láta eru í mikilli mótsögn við sjálfa sig þegar þeir halda því fram að það sé taumlaus persónudýrkun að taka mark á Vigdísi. - Engin tekur meira mark á henni en þeir sem sjá rautt vegna þess að hún dirfist að hafa skoðanir.
Kári er sérlega ógeðfeldur, enda er greinilegt að orð Vigdísar hafa mölvað hans litlu postulíns ímynd af forsetanum fyrrverandi. Þess vegna veður hann fyrst beint í manninn, sér svo eftir því og bætir við að hann hafi ætíð elskað Viggu.
Sömuleiðis er athugasemd Jóns Steinars ógeðfeld. Hann reynir eins og fyrri daginn reynir að ráðast að mér fyrir trúarskoðanir mínar. Það er orðið ansi þreytt.
Við öðrum athugasemdum amast ég ekki, þótt ég sé ekki sammála mörgum þeirra. Meira að segja Sníkjublogg Helga um Stefaníu er í lagi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2011 kl. 09:22
Emil: Enmitt, Kári átti þann heiður að staðfesta kenningu Godswins.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2011 kl. 09:24
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR ER EKKI HEILÖG MANNESKJA,OG HÚN MÁTTI BÚAST VIÐ ÞVÍ AÐ UMRÆÐA MYNDI FARA FRAM UM ÞENNAN GJÖRNING HENNAR. VIGDÍS SAGÐI FRÁ ÞVÍ AÐ MARGIR HAFI LEITAÐ TIL HENNAR UM SKOÐANIR HENNAR Á ICESAVE GJÖRNINGNUM,OG ÞAR MEÐ VAR HÚN BLESSUNIN AÐ VIÐURKENNA ÞAÐ AÐ HÚN HAFI VERIÐ BEYTT ÞRÝSTINGI,EN SKYNSÖM KONA EINSOG HÚN HEFÐI ÁTT AÐ EIGA ÞETTA MEÐ SJÁLFRI SÉR. MÉR KEMUR HELST TIL HUGAR AÐ EINHVER Í ELÍTUNNI HAFI ÁTT GREIÐA INNI HJÁ FRÚNNI,OG FENGIÐ HANA TIL ÞESSA ASNAPRIKS. ÞETTA ER SÁRAST FYRIR HANA SJÁLFA AÐ SKILJA EFTIR SIG ÞETTA FORAÐSFÓTSPOR. ELÍTAN SÉR UM SÍNA,ÞAÐ VORU KUMPÁNAR ÚR ELÍTUNNI SEM KOMU ICESAVE Á, ELÍTU GENGIÐ PASSAR UPPÁ SÍNA ÞAÐ ER ALVEG Á HREINU. ÞJÓÐIN ER BÚIN AÐ FÁ NÓG AF ELÍTU-GENGINU. ÉG SEGI HIKLAUST N E I I C E S A V E.
Númi (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 10:32
það er skiljanlegt að Vigdís vilji ekki hafa í umræðunni eitthvað svo ófágað eins og Nei frá skrílnum við Icesave þegar hún fer að veiða lax með vini sínum Uffe Elleman Jensen fv. utanríkisráðherra dana og yfirprumhænsni í sumar.
Sveinn Ulfarsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 11:22
Vigdís hefur sett verulega ofan vid thetta. Hún hefdi ekki átt ad opinbera afstödu sína í thessu máli heldur vardveita " sin integritet" og thad algerlega óhád thví hvada skodun hún hefur. Sama hvort hún vaeri já- eda nei-sinni.
S.H. (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 12:15
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar hversu mikla ábyrgð almenningur hefur sýnt gagnvart málinu. Hvort sem það eru prófessorar, vörubílstjórar eða hárgreiðslukonur, allir virðast reyna að kynna sér málið eftir bestu getu og móta sér sjálfstæða, rökstudda afstöðu. Þetta sýnir hvernig lýðræðið getur virkað þegar best lætur.
Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur vekur athygli, ekki vegna þess að í henni færi hún fram einhver ný eða athygliverð rök, heldur aðeins vegna þess hvaðan hún kemur. Ljóst er að yfirlýsing hennar er sett fram í þeirri von einni að nægilega margir sem óákveðnir eru eða treysta ekki nægilega á eigin dómgreind stökkvi nú til og kjósi með samningnum bara vegna þess að lítt umdeildur fyrrum forseti ætlar að gera það.
Vigdís Finnbogadóttir hefur með þessu innleggi sínu gefið lýðræðinu langt nef, hún hefur gefið sjálfstæðri dómgreind prófessoranna, vörubílstjóranna og hárgreiðslukvennanna langt nef, hún treystir á að þau láti stöðu og ímynd hennar sjálfrar blekkja sig í stað þess að treysta á eigin ályktunarhæfni.
Af þessum sökum mun nú hratt fjara undan virðingu þeirri sem Vigdís Finnbogadóttir hefur notið til þessa. Hún er ekki lengur hlutlaus og óumdeild heldur hlutdrægur þátttakandi sem skipar sér í sveit með þeim sem í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hafa fyrst og fremst byggt málflutning sinn á hræðsluáróðri og blekkingum. Það er hátt fall.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.4.2011 kl. 12:27
,,Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur vekur athygli, ekki vegna þess að í henni færi hún fram einhver ný eða athygliverð rök, heldur aðeins vegna þess hvaðan hún kemur"
Ósammála. Ekki það að rökin er hún færir fram séu beinlínis ný - en þau eru athyglisverð:
„Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum. Þá er mikið í húfi að við Íslendingar snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum og stöndum heldur saman að því að byggja upp heildstæða og farsæla framtíð fyrir land og lýð. Þess kann ég best að óska Íslendingum,“ segir Vigdís."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2011 kl. 12:36
Komið þið sæl; að nýju !
Rétt er; sem skylt að minna á, þá ósvinnu Vigdísar finnbogadóttur, að synja landsmönnum þjóðaratkvæðagreiðslunnar, Veturinn 1992 -1993, þegar eftir var kallað, vegna EES samninga; þeirra Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, eins og menn muna.
Þá; sýndi Vigdís, hversu leiðitöm hún var valdastéttinni, sem oftar, reyndar.
Get ekki að því gert; en mér leist ekkert sérstaklega á hana, þá hún var kosin Sumarið 1980, í það embætti, sem hún gengdi, til 1996; ykkur aðsegja.
Reyndar; studdi ég öngvan frambjóðanda þá - fremur en í öðrum Forseta kosningum, gott fólk - er enn þeirrar skoðunar; að Landshöfðingi eða Ríkis stjóri ættu að sitja að Bessastöðum á Álftanesi, 75% ódýrari að uppihaldi, en Forsetar hafa verið, gott fólk.
Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:42
Með því að segja Já sköpum við mikla óvissu, vegna þess að fastgengisstefna ríkisstjórnarinnar standast ekki evrópulöggjöfina. Það er aumingjaskapur að segja já vegna þess að það er óþægilegt að segja NEI. Hvers vegna að samþykkja það að taka að sér þrælkunarvinnu þegar okkur ber ekki að gera það samkvæmt lögum. Það er enginn lögfræðingur sem hefur sagt að Icesave krafa Breta og Hollendinga gagnvart íslenska ríkinu standist lög. Það er rangtúlkun. Við segjum Nei vegna þess að okkur ber að gera það annað væri þungbær skuldbinding fyrir framtíð Íslands og aðför að lýðræðinu.
Vigdís er greinilega á villigötum og því er verr.
Ester Sveinbjarnardóttir, 9.4.2011 kl. 13:43
Vigdís fv. forseti er sómakona. En eftir að hafa lesið viðbrögðin við yfirlýsingu hennar, hér og annars staðar, er augljóst að ósk hennar og orð "snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum" hafa snúist upp í andhverfu sína.
Ef til vill hefði verið heppilegra að Vigdís hefði sleppt því að birta sína afstöðu.
Kolbrún Hilmars, 9.4.2011 kl. 13:48
Kolbrún; Ég er sammála þér með viðbrögðin. Greinilegt að Vigdís vanmat ímynd sína og ítök í þjóðarsálinni. Það er einnig augljóst að Nei-sinnar eru beiskir út í hana fyrir að eyðileggja ímynd hlutlausa friðarhöfðingjans í hugum þeirra. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2011 kl. 14:14
,,Það er enginn lögfræðingur sem hefur sagt að Icesave krafa Breta og Hollendinga gagnvart íslenska ríkinu standist lög. Það er rangtúlkun."
Afhverju heldurðu þetta?
Hefurðu hvergi séð neinn lögfræðing nokkurstaðar á hérumbil 3 árum benda á að hugsanlega sé Ísland nú laga og reglugerðarlega ábyrgt?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2011 kl. 14:15
Svanur, beiskjan stafar líklega helst af því að sitjandi forseta er ætlað að vera sameiningartákn okkar og við höfum væntingar til þess að fráfarinn viðhaldi forsetinn áfram þeirri ímynd.
Kolbrún Hilmars, 9.4.2011 kl. 14:47
Vigdís er bara að fylgja kallinu, og standa með leiðtoganum í baráttunni fyrir ´Afram Sovét Island´
Björn Emilsson, 9.4.2011 kl. 15:42
Sé að fólk er að "æsa" sig yfir afstöðu Vigdísar, það ætti ekki að breyta neinu um afstöðu okkar og aðdáun á Vigdísi,hvaða skoðun hún er búin að gera sér um Icesave III samninginn og hversvegna hún kýs já samkvæmt því, hún eins og flest okkar reynir eftir bestu getu að mynda sér skoðun byggða á því sem manni finnst í allri óvissunni, en svo er spurningin hvor þessarra ágætu, og klóku kvenna hefur meira vit á akkúrat þessu máli, hún eða Eva Joly ?
Kristján Hilmarsson, 9.4.2011 kl. 16:09
Vigdís er hræsnari.
Sigrún Skæringsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 17:40
Væni minn. Ég hef aldrei ELSKAÐ Vigdísi Finnbogadóttur. Ég er ekki einhver geðsjúklingur sem elskar ókunnugt fólk út í bæ, og kunningja mína heldur. Ég sé ekkert að því að hún skuli hafa skoðanir. Þá sem láta hennar skoðanir hafa áhrif á sínar, manneskju sem hefur litla þekkingu á þessu máli, álít ég aftur á móti vera fæðingarhálfvita. Og þá sem hrósa henni upp í hástert álít ég innantóm froðusnakkandi snobbhænsn, sem skortir alla dýpt og greind, og ættu sem minnst að tjá sig yfirhöfuð. Vigdís sinnti sínu starfi vel, en hún er hvorki dýrlingur né snillingur, og vann sér það helst til frægðar að vera kona. Hún er aftur á móti alls ekki ein helsta hetja kvenréttindarbaráttunnar. Það eru margar, margar sem bera höfuð og herðar yfir hana og þurftu að berjast af meiri krafti til meiri áhrifa og umsvifa en þetta þá eingöngu skraut embætti fól í sér, þó að sjálfsögðu sé það jákvætt að forseti hafi orðið kona. En hún var hvorki fyrsti né mikilvægasti kvenleiðtoginn, og það er okkar eigin þjóðremba sem ýkir stöðu hennar. Þér má finnast það sem þér sýnist um mig, því svona greindarskertum stéttarhyggjumönnum sem fara með fjálglegt orðagjálfur um menn fyrir litlar sakir leitast enginn nema einstaklingur á sama frumstæða andlega þróunnarstigi við að ganga í augun á.
Kári (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 18:10
leiðrétt: * og kunningja mína EKKI heldur.
Kári (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 18:11
Síðan má bæta því við að þú ert lygalaupur og siðleysingi. Ég sagði ekkert neikvætt um Vigdísi og hef aldrei gert. Ef ég segi að hinn vel menntaði leikhússpekúlant Jón Viðar sé ekki vísindamaður, og því hlusti ég frekar á Kára Stefánsson, eru það ekki niðrandi orð um Jón Viðar. Hann hefur einfaldlega ekkert vit á vísindum. Vigdís hefur aldrei verið vel að sér í hagfræði, enda ekki á hennar áhugasviði. Svo einfalt er það nú. Ég er hagfræðingur sjálfur.
Kári (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 18:14
Kári minn eð hvað sem þú heitir . Ef þér líður svona illa ættirðu að forðast það að tjá þig á almannafæri. Ég skil vel að þú skrifir ekki undir fullu nafni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2011 kl. 18:25
Mér er ómótt, þegar mér verður hugsað til þess að maðurinn sagði "það er allt í lagi með höfuðið á henni". Eins og það sé aðal atriðið, og trygging fyrir því að hugmyndir hennar og álit sé það sem fara á eftir.
Peningaflæðið: Ég set pening inn á banka, sem síðan bankinn lánar út til fólks og fyrirtækja í landinu, til að fjárfesta uppbyggingu landsins. Þetta fé, sem ég set í bankann er það fé sem notað er til að greiða ellilífeyrisþegum, til að nota sem reiðufé við fjárfestingar og skipulag. Það er þetta fé, sem ég set inn á bankann, sem heldur þjóðinni gangandi.
Leifið mér að taka þetta frá öðru sjónarhorni, ef ég skulda þér 1 miljón. Hvaða hagnað hefur þú af því, að ég sé atvinnulaus og fátæklingur sem aldrei getur greitt þér þessa miljón. Fyrir gefið mér orðbragðið, en það hlýtur að vera YKKUR SJÁLFUM Í HAG að sjá til þess að ég hafi atvinnu, og geti greitt þessa miljón. Nema þið séuð hreinlega vangefinn ... þá er þetta samband milli skuldara, og lánadrottins augljóst. Skuldarinn er "fjárfesting", og lánadrottninum ber skilda gegn sjálfum sér að sjá til þess að arður verði úr fjárfestingunni.
Ég veit ekki hvað þeir hafa kennt ykkur í Verzlunarskólanum, en mikið andskoti eru menn orðnir illa gefnir, ef þetta er eitthvað sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá þeim.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 19:56
Eftir á að hyggja hljóta gífuryrðin sem voru látin falla, hér og víðar, um yfirlýsingu Frú Vigdísar Finnbogadóttur að falla dauð og ómerk og þar með afskrifast hér með. Ekkert bendir til að orð hennar hafi breytt nokkru til eða frá um útkomu kosninganna. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.4.2011 kl. 15:05
Nei en það breytir því ekki að hún hefur því miður fallið af þeim stalli hjá mörgum sem friðarforseti. Því miður hennar vegna, því vissulega var þessi kona elskuð af svo mörgum. Hún snéri því við í gær með þessari yfirlýsingu, hjá sumum, auðvitað ekki öllum, en í dag er hún umdeild, en var það ekki í gær. Stundum verðum við að athuga hvað felst í þeim ákvörðunum sem við tökum, þær geta haft afdrifaríkar afleiðingar eins og augljóst er í þessu dæmi. Sendi henni samt hlýjar kveðjur og segi allir geta gert mistök, en mistök geta reynst manni afar illa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 15:49
Komið þið sæl; á ný !
Svanur Gísli !
Og; til hamingju með áfangasigurinn í gær, þjóðfrelsissinnar - nær; sem fjær.
Svanur minn. Láttu ekki; eins og Vigdís Finnbogadóttir sé, einhverskonar ósnertanleg Gyðja - eða skurðgoð, sem ekki megi stugga við. Hún bauð sjálf upp á, að verða skotspónn umræðunnar, þar sem hún vildi gera snobb- krötum, og öðru gerfi menningar stássi, hátt undir höfði, með yfirlýsingum sínum.
Hefði hún ekki; átt að halda sér til hlés, gamla konan ?
Með; ekki lakari kveðjum, en öðrum áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 17:01
Ef þú vilt koma í veg fyrir að vera gagnrýndur,
þá skaltu ekkert gera,
ekkert segja og
ekkert vera.
-Jóhannes Sv. Kjarval
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 00:03
Ef þú vilt sitja á friðastóli í elli og vera dáð og elskuð af almenningi, skaltu ekki tjá þig um eitt mesta hitamál þjóðarinnar. Þetta segi ég og er alveg jafnvíg og Jóhannes KV. Kjarval að því leiti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 11:10
Hvers virði er skoðanalaus "friðarstóll"? Ef að að þessi postulínsdúkkuímynd sem fólk hefur að Vigdísi er ástæðan fyrir vinsældum hennar, er gott að hún varpaði henni af sér. Ef fólk sér ekki verðleika hennar og getur um leið unnt henni þess að tjá sig um skoðanir sínar, ætti það að finna sér einhverja aðra friðarhöfðingja til að dá. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 11:22
Ég vil ekki dá neinn, ég þarf engan Guð eða Páfa eða neinn slíkan, ég vil að fólk viðurkenni að við erum öll jafn rétthá í samfélaginu, við eigum öll okkar góðu punkta og slæmu. Og við eigum að viðurkenna það sem vel er gert, og segja til um það sem er miður.
Það virðist vera svo að stór hluti mannkyns geti ekki treyst á sjálft sig, heldur þurfi endalaust að hafa einhvern upp á stalli til að dýrka. Jafn vel Stalín og Hitler. Guð, Páfann, keisaran, kónginn eða guð má vita hvað.
Við eigum einfaldlega að vera það sem við erum, við erum okkar eigin herrar og eigum að treysta OKKAR EIGIN DÓMGREIND, en ekki einhverjum stallsystrum eða bræðrum.
En þannig lít ég á málið og neita að lúta neinum manni, en virði lög og rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 11:28
Það er í eðli allra að dá og dýrka. Börnum er þetta t.d. nauðsynlegt því uppalning þeirra krefst þess að þau treysti foreldrum sínum án þess að hafa raunverulega dómgreind til að meta leiðsögn þeirra. Auðvitað er þessari hvöt ætluð að snú a fóli til Guðs sem fyrirmynd eftir að foreldrunum sleppir en fólk beinir henni stundum í aðrar áttir. Það dýrkar hetjur, poppstjörnur íþróttagarpa, pólitíkusa o.s.f.r. En flestir dýrka sjálfa sig mest og halda að þeir séu þess umkomnir að dæma með eigin dómgreind allt og alla. -
Ásthildur; Að viðurkenna ekki framlag Vigdísar til menningarmála og framfaramála á heimsvísu, er að neita henni um að njóta sannmælis. Að lofa henni að njóta sannmælis og bera slíkt saman við dýrkun á Stalín og Hitler er út í hött.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 11:48
Ég hef hvergi sagt að hún eigi ekki það sem hún á. Ef þú lest það út úr mínum færslum, þá biðst ég velvirðingar á því. Auðvitað hefur þessi ágæta kona gert mikið á sínum starfsferli, sem ekki verður af henni tekið. Þess vegna finnst mér sárast hennar vegna að láta hafa sig út í þennan málflutning í hitamáli. Þegar tekið er tilliti til þess að allir sem mæra Vigdísi sem mest hafa einmitt hallmælt Ólafi fyrir að vera að skipta sér af þjóðmálum. Sérðu ekki hvað ég er að tala um?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 12:24
Dittó Ásthildur :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 12:35
Þakka þér skemmtilegt samtal og lifðu heill félagi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.