8.4.2011 | 09:11
Eva Joly elur á hégómagirnd Íslendinga
Augu heimsins eru afar flöktandi. Þau hvíla sér til hægðarauka meira við dægurhjal, sögur af vanfærum kvikmyndastjörnum og poppsöngkonum, en af árásum NATO á Líbíu búa, mannfallstölum af Fílabeinsströndinni, sjálfsmorðssprengjum í Írak eða Pakistan og flóðahættu og kjarnorkuvá í Japan.
En á morgun er mikilvægur dagur fyrir Ísland og þá þykir okkur sjálfsagt að augu heimsins hverfi til okkar. Eva Joly þekkir þjóðina kann að kitla hégómagrind hennar eins og fyrirsögnin á þessari grein ber vitni um.
Litla Ísland leiðir heiminn einu sinni enn. Fyrir fáum árum var tónninn sá sami þegar rætt var um "íslenska efnahagsundrið". sem frelsa mundi heiminn. Þeir sem vildu koma sér í mjúkinn hjá Íslendingum þurftu ekki annað en að lofa útrásir þeirra í hástert og segja þá mesta og besta. Fyrr en varði þeir voru komnir um borð í þotur á leið til að eta gull í Dubai.
Þetta ofmat á eigin verðleikum hefur oft komið Íslendingum í koll. Að kinda undir því með greinum eins og þessum af fólki sem þjóðin treystir, einhverra hluta vegna, er ljótur leikur. - Vissulega munu úrslit kosninganna á laugardag vekja athygli og þau munu eflaust hafa áhrifa út fyrir landsteinana að einhverju marki. En að tala um kosningarnar eins og einhvern heimsviðburð, er stórlega orðum aukið.
Augu umheimsins á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 786815
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lastu greinina,eða ertu að geta þér til um innihald hennar.?
Númi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 09:27
Las hana:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 09:34
Sæll svanur þú skalt hugsa til Golíats!
Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 09:57
Svanur. Í fyrsta skipti er ég er ekki sammála þér.
Eva Joly er raunverulegur réttlætissinni.
Ísland er í sérstöðu til að mótmæla bankaránum Evrópu. Þetta Icesave-mál snýst ekki bara um Ísland heldur svik og svívirðingu Evrópskra og USA banka.
Þú ert að ég tel hlynntur réttlæti og því skil ég ekki þína afstöðu í máli sem skiptir allan almenning heimsins miklu máli! Hvers vegna ætlar þú að segja já kæri Svanur?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 10:00
Ég er ekki frá því að það sé til í þessu hjá þér. Við elskum athygli. Ég er að vísu ekki endilega sammála því að þessi kosning hafi ekki áhrif á heimsvísu, því það er nánast gefið mál að ef samningurinn verður felldur og farin verði dómstólaleiðin þá mun ný staða blasa við Evrópu.
Jón Flón (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:04
Tek fram að ég segi nei.
Jón Flón (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:04
Eg treysti EVU betur en öllum snjöllum Islendingum að vita hvað er rangt og rett OG auðvitað er þessi kosning nyr útgangspunktur öllum öðrum rikjum sem stiða gegn AUÐVALDS KlÓM OG KLÆKJUM , eins og við og þess vegna ser maður alltaf betur og betur að JA-SINNAR skilja ekki þvi miður um hvað málin snúast !!!
ransý (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:34
Anna mín; Hvernig færðu út úr þessu að ég ætli að segja já. - Vanþóknun mín beinist fyrst og fremst að framsetningu þess sem Joly er að segja. Einhvern veginn hefur það komist inn í umræðuna að þetta mál hafi mikið fordæmisgildi á heimsvísu. Ef svo er, hvers vegna fjalla erlendir fjölmiðlar, t.d. á Írlandi, í Grikklandi á Spáni og ekki hvað síst í Portúgal með málum hér af miklu áhuga. Nei, ekki orð um þetta á sjónvarpsstöðvunum. - Mér finnst og mikið gert úr mikilvægi þessara kosninga því sumir halda því blákalt fram að það sé æí höndum Íslendinga að frelsa heiminn.
Þetta gildir einnig sem svar til ransý og Jóns.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 10:55
Það er merkilegt rannsóknarefni hvernig hluti þjóðarinnar er ýmist tilbúinn að bölva útlendingum í sand og ösku og liggja svo flatir um leið og útlendingarnir kitla hégómagirndina og ýta undir óraunsæið. Trúlega er þetta blanda af minnimáttarkennd og skammsýni. Segjum já!
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2011 kl. 11:04
Veistu Svanur að ég er sammála henni. Ég hef dvalið um tíma í Austurríki og á góða vini í Þýskalandi og Danmörku Noregi og Bretlandi, þetta fólk segir það sama. Og þau segja að við séum sennilega eina þjóðin sem GETUR SAGT NEi, ég hef talað um þetta lengi hér, og þessi orð Evu eru einungis staðfesting á að ég hef rétt fyrir mér. Svo óska ég okkur öllum neijurum gleðilegs morgundags.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 12:50
Hvað sem þú segir, þá leyfi ég mér að efast um að þú hafir lesið grein Jolie. Einnig er mér mikið til efs um að þú hafir verið að fylgjast með Grískum , Írskum eða whatever fjölmiðlum. Lilja Mós var ní í viðtali á Írlandi í gær eða fyrradag og ég get lofað þér því að þetta verður í öllum fréttum, þegar úrslitin falla.
Málið hefur verið á síðum stórblaða eins og Financial times og Economist nánast daglega í nokkurn tíma og ljóst að mikið liggur undir.
Mér finnst það ótrúlegur hroki, þegar Íslendingar taka sig til við að tala niður til Íslendinga eins og Þú, Hjálmtýr, Jónas Kristjánsson og fleiri rembingar. Það er í sjálfu sér raunverulegt rannsóknarefni, hvaða minnnimáttarkomplex er það á ferð.
Þetta mál hefur afar mikla vikt sem prinsippmál og það er víða beðið með spenningi eftir því hvað við gerum. Viðbrögðin voru mikil síðast og verða ekki síðri nú ef við sýnum staðfestu.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 14:24
Jón Steinar; þú getur ekki setið á strák þínum frekar en venjulega.
Þessar dylgjur þínar eru út í hött sem og þetta hrokatal.
Þú hefur bundist þessu Icesave máli tilfinningalega og nálgast það eins og bókstafstrúarmaður, kallar fólk hiklaust lygara ef þér líkar ekki hvað það hefur að segja.
Til vara reynirðu að snúa gagnrýninni upp á andmælandann sem er gamalt rökræðutrikk en bara trikk engu að síður. -
Það sem þú kallar "prinsipmál" er því í þessu tilfelli aðeins særðar tilfinningar þín sjálfs Jón Steinar Ragnarsson. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 14:47
Ásthildur; Íslendingar eiga samúð marga Evrópubúa, sérstaklega þegar málinu er stillt upp sem; alþýðan á móti fjárglæpamennsku bankanna. Slíkt dreg ég ekki í efa.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 14:50
Jú það verður alheimsbylting á sunnadag - eða í síðasta lagi á mánudag.
það var það líka síðast ef ég man rétt.
Almennt um málið, þá held eg að það sé betra fyrir ísland því minna sem fjallar er um það og til vara, því grynnra se fjölmiðlar kafa í það.
það vekur athgli þarna í guardian grein Joli, að hún er að segja að Bretar hefðu bara ekker átt að gera og í mesta lagi þá bíða eftir winding-up á bankanum.
Hún er sem sagt að segja að almeningur eigi að missa þá einu vernd sem hann hefur gegn ,,bankavaldinu".
Eg er ekki viss um að margir á EES svæðinu taki undir þetta og ég er heldur ekki viss um að margiríbúar á EES vilji missa Jafnræðisregluna. Ekki viss.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2011 kl. 14:51
Hjálmtýr; Þú sérð nú hversu vinsælt það er að segja til vammsins
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 14:52
Gefum okkur að það sé rangt hjá mér að þú hafir ekki lesið grein Jolie í MBL. Varla hægt að lá mér, þar sem þú ræðir engin efnisatriði heldur dæmir alla þjóðina sem hégómlega kjána úr þínum heimatilbúna pappamassafílaberinsturni.
Þá vil ég spyrja þig: Hefur þú fylgst náið með Írskum, Grískum Portúgölskum og jah amerískum fjölmiðlum undanfarið? Þú lætur sem þú hafir mikla yfirsýn og fullyrðir nánast að ekki sé nokkur áhugi fyrir málinu utan landsteinana.
Mér er líka það ráðgáta hvað þér gengur til og hvað þessi skrif eiga að draga fram í málinu. Er þetta þér til upphafningar máske? Telur þú það ekki hroka að stilla sér svona utan við mengið og dæma þjóðina á þennan hátt? Endilega uppfræddu okkur um þessi atriði.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 15:04
Mig grunar að þessi kosning sé meira afgerandi en margir vilja viðurkenna, en vissulega er þetta ekki neitt forsíðuefni heimspressunnar.
Sumir hafa augun á þessu, og aðrir alls ekki.
Það er afar athyglisvert að fá að fylgjast með t.a.m. viðbrögðum Íra, ef við fellum þetta. Svo og stjórnmála-afla Breta, sem eru, vel að merkja, ekki beinlínis ein heild og hunký dorý, en því virðast margir gleyma, m.a. Mr. Lee Bee.
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 15:44
Jón Logi; Mikið rétt hjá þér.
Jón Steinar: Ég skima netmiðla frá öllum þeim löndum sem þú nefnir og nokkra í viðbót. Til skamms tíma hafði ég linka á marga þeirra hér á blogginu mínu. Hér í Bretlandi næ ég um 800 sjónvarpsstöðvum þótt ég horfi á þær fæstar. Ef ég virka svona óuppfræddur um það sem er að gerast í heiminum í kringum okkur er það ekki vegna þess að eyði ekki nógum miklum tíma í að reyna að fræðast um að.
Það sem mér gengur til kemur nokkuð ljóst fram í pistlinum. Ég held að Eva viti að okkur Íslendingum þykir gott skjallið og að eftir okkur sé tekið. Hún notfærir sér það til að boðskapurinn gangi greiðlega niður og það sama má segja um fyrirsögn Mbl.is um grein Joli. - Á þessu var ég að vekja athygli.
En það er rétt hjá þér Jón Steinar, að öðru leiti fjalla ég ekki efnislega aum innihald greinarinnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 18:05
Augun hér fyrir westan, flögra ekki einu sinni í áttina til Íslands, en þá má líka segja að Kanada er ekki heimurinn
Hér er fólk að spá í næstu stjórnarkosningar, Stanley Cup, vorið og Masters. Allir hættir að nenna að spyrja mig kurteisislega; "hvernig gengur á Íslandi?" eftir að hafa fengið óbreytt svar í 29 mánuði.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.4.2011 kl. 18:21
Jenný það er alþekkt að bandaríkjamenn þekkja ekki mikið meira en naflan á sjálfum sér, fyrir utan á sem eru aðfluttir eins og til dæmis frá Íslandi. Það er allt annað í Evrópu, ég þekki bara afskaplega vel til þar. Hef reyndar líka dvalið í BNA og á þar bæði vini og frændsystkin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 18:26
Ég kannast við þessa lýsingu Ásthildur mín, en áhugi og þekking Kanadamanna á Evrópu er dáltið meiri.
Bandaríkjamenn hafa hins vegar verið uppteknir við þá alvarlegu stöðu að "hið opinbera" fari á hausinn í lok dags og sendi Ríkisstarfsmenn launalausa heim.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.4.2011 kl. 18:33
Já það má segja að þeir hafi þarfari hnöppum að hneppta þessa dagana. Þetta er reyndar risastórt vandamál sem gæti skekið allan heiminn ásamt ástandinu í Japan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.