7.4.2011 | 18:46
Iceland will save Iceland
Iceland verslunarkeðjan er geysivinsæl meðal Breta. Reyndar voru þeir óheppnir með "andlit" fyrir verslanirnar á síðasta ári.
Þá var það raunveruleikaþáttastjarnan Kerry Katona sem reyndi að fá breskar húsmæður til að hamstra frosin matvæli. Svo fréttist að hún hafði tekið nokkur einbýlishús í nösina og þá var henni dömpað af eigendum Iceland.
Nýja andlitið er X factor keppandinn Stacey Solomon sem sjarmeraði alla upp úr skónum með alþýðleika sínum og blátt áfram framkomu. Hún segist hafa verslað í Iceland alla ævi og þess vegna viti hún alveg hverju hún sé að mæla með.
Iceland keðjan er verðmæt og því ekki nema von að Jón Ásgeir hafi ágirnst hana. Hann varð að láta hluti sinn í henni af hendi upp í skuldir og missti við það stjórnarformannsembættið hjá Iceland.
Ef að söluandvirði Iceland nægir fyrir Icesave, þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af því hvernig kosningarnar fara á laugardag. Reyndar verður dálítið fúlt að sjá á eftir þessu flotta vörumerki.
En kannski getur einhver af þeim liggja á útrásargullinu sem "gufaði upp" keypt Iceland Frozen Food. Það væri ekki amalegt ef hægt væri að endurreisa Icesave í leiðinni. Það vörumerki er ótvírætt þekktasta íslenska vörumerkið.
Icesave gæti horfið með sölu á Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir alltsaman er það þá Jón Ásgeir sem reddaði Íslandi með kaupunum á Iceland.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.4.2011 kl. 19:30
Já Kristján, ég hugsaði það en þorði ekki að segja það :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 19:38
ha ha ég sagði ekki neitt.. en skellihlæ :)
Óskar Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 19:42
Skamm Óskar
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 19:50
Í þessu ljósi legg ég til, í heiðursskini við Davíð Oddsson, að blaðamenn viðurkenni fullyrðingu Davíðs Oddssonar um að það hafi verið Davíð Oddsson forsetisráðherra sem fyrirskipaði rannsóknina á Baugi.
Mér finnst þeir báðir eigi það skilið.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.4.2011 kl. 20:21
Umm, JÁJ hafði ekkert að gera með Icesave, hann fékk bara lánaða einhverja aura frá LÍ til þess að kaupa Iceland og setti hlutinn sinn í Iceland að veði, og svo fór JÁJ - eða vinir hans - á hausinn með Iceland og LÍ tók hlutinn hans JÁJ upp í veðið.
Eins gott að hafa það að á hreinu hvort Bjöggarnir eða Bónusarnir bera sök - hvar og hvenær...
Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 20:58
Kolbrún; Var það ekki Baugur sem fór á hausinn en Baugur átti í Iceland. Iceland keðjan hefur verið á stöðugri uppleið síðan 2005.
Er það ekki rétt að Landsbankinn tæmdi sjóði Icesave til að lána JÁJ og fleirum ekki satt. Þannig tengist þetta allt í kross.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 21:28
Svanur, eitthvað svoleiðis :) Baugur fór á hausinn, og þá fór Gaumur á hausinn, og þá fór Hagar á hausinn og þá fór Jóhannes á hausinn...
Það er búið að sýna þessi krosstengsl aftur á bak og áfram á gröfum og teikningum og enginn skilur neitt í neinu. Allavega ekki ég. Svo erum við ekki einu sinni farin að ræða Fonsinn og...
Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 21:39
Skemmtilegur vinkill og skondið ef að þetta reynist vera lausnin.
Gísli Foster Hjartarson, 7.4.2011 kl. 23:12
Þetta er bara enn einn spuninn til að gera mikið úr eignasafni LÍ, sem enginn veit raunar hvað er og hverjir hafa forgang að. Þau mál eru enn fyrir dómstólum, svo það er algert ábyrgðarleysi að segja annað en Nei. Ég er til í að skoða það sem útaf stendur eftir að búið er að skipta búinu en ekki svona óséð.
Þetta snýyst enda ekki um peninga, heldur fordæmið sem fríjar fjárglæframenn ábyrgð hér eftir. Braskið verður áhættulaust og ekki mun það lagast við það. Ef menn eru til í að fá það 100tonna búmmerang í hnakkann, þá verði þeim að góðu.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 00:17
Jón, ef þetta reynist satt og Icesave verður hafnað er allt opið á ný. - Spurningin er hvort einhver á Íslandi nenni að standa í að semja um þetta eina ferðina enn. Væri ekki best að setja þá sem ekki hafa sofið út af spenningi vegna þessa máls í tvö ár, eins og t,d, JVJ, í að þrefa við Breta og Hollendinga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2011 kl. 00:48
Það er fokið í flest skjól ef menn hætta að nenna að mæta ranglætinu. Gerðu ekki lítið úr þeim sem gera það.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 01:40
Jebb, þökk sé verslunarkeðjunni Icesave og útrásarvíkingunum sem sleppa með skrekkinn í boði sögueyjunnar og barna hennar, þá tengist orðið "Iceland" í huga hins venjulega Breta, allra nema eins og eins bókmenntaáhugamanns, söguspekúlants eða ljósmyndar helst innkaupum á klósettpappír. Þetta veit ég afþví ég bjó þarna í mörg ár. Ég veit líka að sú ímynd mun styrkjast ef við höldum áfram að "take the shit" og segjum nei.
Ísland (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:36
Alvarleg mistök hér!!! Ætlaði að segja ef við segjum Já og höldum áfram að "take the shit"
Ísland (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.