Eitt fuck off getur verið dýrt

fuck off"Þú getur aðeins skorað í hóruhúsi", hrópaði einhver á Wayne Rooney þegar hann var að fagna því að hafa skorað þriðja markið í leik á móti West Ham. Andlit Rooney myndaðist af reiði. Hann veit að það er enn í fersku minni fólks þegar hann var staðinn að því að halda fram hjá konunni sinni með vændiskonu. "Fuck of" hrópaði hann beint upp í sjónvarpsmyndavélina. Félagar hans reyndu að leiða hann í burtu. Hann snýr sér við og spýti út úr sér "Twatt".

Óteljandi ungir drengir elska fótbolta. Þeir sömu elska og dá þá sem eru góðir í fótbolta og mest þá sem eru frægir fyrir a vera "bestir". Allt sem hetjurnar gera á knattspyrnuvellinum reyna þeir að apa eftir, við fyrsta tækifæri.

Þess vegna finna illa upp aldir óþekktarangar sem eru góðir í fótbolta  sig allt í einu í þeirri stöðu að vera fyrirmynd milljóna drengja og stúlkna vítt og breitt um heiminn. Herra Rooney er einn slíkur. Þess vegna verður hann að passa á sér gúlinn betur en flestir aðrir.

Wayne baðst afsökunar á að hafa í bræði, sjóðandi af adrenalíni eftir markaskorunina, viðhaft óviðeigandi orðbragð.

Enska Knattspyrnusambandið sem daginn áður hafði kýst því yfir að það ætlaði að gera átak í að bæta hegðun enskra knattspyrnumanna átti ekki annars völ, ef það vildi láta taka sig alvarlega, en að taka harkalega á máli Rooney. ÞAÐ straffaði hann í tvo leiki. Rooney á þess kost á afrýja. Tíminn sem hann hefur til þess rennur út á miðnætti. Kannski hefur hann þegar gert það.

Víst er að stjórinn hans verður ekki hress með að missa Rooney úr liðinu, sérstaklega í seinni leiknum á móti Real Madrid. Rooney setti nefnilega á svið heilmikið leikrit fyrir skömmu til að fá launahækkun frá Alex Ferguson. Ferguson gaf sig en þegar hann gefur eftir vill hann fá sitt pund af fleski á móti. Ég gæti trúað að hann hugsi Rooney þegjandi þörfina ef straffdómurinn heldur. Eitt Fuck off getur verið ansi dýrt.


mbl.is Redknapp: Heimskulegt hjá Rooney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo mikið rugl, það er verið að tala um að halda krökkunum frá svona orðsöfnuði en í hvert skipti sem fjallað er um þetta mál þá sjá og heyra fleiri og fleiri krakkar um þetta og hvað gera krakkarnir þá? Þeir verða forvitnir um hvað hann sagði og finna video-ið á netinu. Enska deildin hefði átt að díla við þetta bakvið tjöldin og gera þetta ekki að meira máli en það er. En það er auðvitað erfitt að halda fjölmiðlum frá þessu því þetta selur.... en enginn getur sagt mér að fjölmiðlar séu að hugsa um börnin í þessu máli !!

Kristján Freyr (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 18:16

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Alveg sammála þér Kristján. Fjölmiðlar gera eins mikinn mat úr þessu og þeir geta og hafa það eitt að leiðarljósi að fá lesendur, hlustendur eða áhorf.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.4.2011 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband