Hver var greindarvísitala Einsteins?

Þetta er furðufregn. Jakop litli Barnett er sagður með hærri greindarvísitölu En Albert Einstein. Það er oft fullyrt að Einstein hafi verið með greindarvísitölu upp á 160. Sannleikurinn er að það veit ekki nokkur sála hvað Einstein hefði skorað hátt á greindavísitöluprófi ef hann hefði tekið slíkt próf. En um það eru ekki til neinar heimildir. Vissulega voru slík próf til á tímum Einsteins, en þau voru ekki búin að fá sömu stöðlun og notast er við í dag. Fyrirsögn þessarar fréttar er því út í hróa hött.
mbl.is Tólf ára með hærri greindarvísitölu en Einstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi greindarvísipróf eru svo gríðalega mörg og alltaf að þróast, eining minnir mig mjög til að það hafir verið stúlka ekki fyrir löngu síðann á þessu ári hafir átt vera með hærri greindartölu enn einstein.

Anton (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 20:33

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt Anton. Hún heitir Victoria Cowie  og er sögð hafa skorað 162 á Mensa testinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 22:18

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svo er það Pranav Veera, pjakkurinn frá  Chicago.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 22:30

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

162 er ekkert voðalega hátt. 

Viggó Jörgensson, 31.3.2011 kl. 00:18

5 identicon

Mikil virðing er borin fyrir greind.

Ég reikna með að síðuskrifari kannist við fjölgreindakenningu Gardners. Hér virðist um dreng að ræða sem hefur mikla rök- og stærðfræðigreind.

Hvað eru margir í fjölskyldum ykkar sem eru fluggreindir á sínum sviðum, hafa t.d. óvenjumikla rýmisgreind eða skamskiptagreind? Væri ekki nær að dásama þá líka?

Ég set þessa hugsun á blað vegna þess að svo virðist sem greind sé afar þröngt skilgreind í daglegu tali okkar.

Munið: Það eru snillingar á hverju einasta heimili. Það er bara sjaldan fjallað um það.

Steini. (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 14:37

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Steini; Takk fyrir athugasemdina. Hún er góð áminning.

Viggó; hvað mundir þú segja að væri "voðalega hátt" :) 

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2011 kl. 18:34

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað greindarvísitala Einsteins er álíka mikilvægur fróðleikur og hvort Einstein hafi haft líkþorn eða ekki.

Að hampa greind eða gáfum eins og hugtakið er notað dagsdaglega, sem einhverjum sérstökum eiginleika, er eiginlega bara gamaldags kækur og ber oft vott um greindarskort bara á öðru sviði.

Það vantar kærleiksgreind, umhyggjugreind, skipulagsgreind og alla aðrar "greindir" sem lifa í einni manneskju, inn í umræðuna. Alvöru greind eða gáfur er ekki hægt að mæla. Og ekkert hægt að keppa í því. Það er hægt með þekkingu aftur á móti.

Að mínu mati er þessi starðfræðingur er bara ósköp venjulegt Indigobarn beint frá Plejaderna stjörnukerfinu, sem eru að koma til jarðarinnar í stríðum straum.

Þeir lenda í allskonar mótlæti í lífinu eins og fólki sem keppas um að segja þeim að þeir séu allir með ranghugmyndir. ;)

Enn á seinni árum hefur þetta verið að skýrast enda ekkert hægt að miða þetta fólk við venjulega jarðarbúa.

Þessi afstæðiskenning Einsteins þarf að endurskoða með tilliti til að innri kosmos er nákvæmlega jafnstór og ytri kosmos sem hægt er að taka myndir og "sanna" með nútíma aðferðum vísindanna.

Og ef ytri kosmos er bara spegilmynd eða samvaxin kópía af innri kosmos, mætti maður ætla að miklihvellur í ytri kosmos hafi komið á eftir einhverju sem byrjaði í innri kosmos...eða þannig... ;)

Óskar Arnórsson, 31.3.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband