Á hafi óvissunnar

Ef að satt reynist, verða trúleysingjarnir sem halda því fram að Kristur hafi ekki verið til og að allar sögurnar sem sagðar eru af honum séu hreinn skáldskapur, að endurskoða afstöðu sína. Nema auðvitað að trúleysi þeirra sé svo staðfast að ekkert fái þá til að efast. 

Þarna kann að vera frumheimild sem er frá svipuðum tíma og heimild söguritarans Josephusar (37-96) sem minnist á kristni í ritum sínum, að því er sumir segja fyrstur manna.  Margir efasemdarmenn hafa reyndar talið þá heimild seinni tíma fölsun.  

Þá er hætt við að málin geti blandast enn frekar hjá hinum kristnu,  ef í þessum ritum er að finna útgáfu af upprisu Krists sem sætt getur og samræmt þær þrjár sem nú þegar eru þekktar og finna má í NT. Svo er einnig mögulegt að hún sé í mótsögn við guðspjallamennina sem um upprisuna skrifa.

Segja má því að enn um sinn séu trúaðir og trúlausir þarna á sama báti á hafi óvissunnar.


mbl.is Elstu rit um kristni fundin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hver er skoðun þín á Símoni Messías: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1154528/ 

Hann kom á undan Jesús. Hvað með upphafsréttinn?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.3.2011 kl. 19:50

2 identicon

Hvaða almennilegum manni heldurðu að standi ekki á sama um deilur eins hóps fáfróðra manna við annan?

? (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Símon var einn af mörgum á þessum tíma. Gerist ætíð eins Vilhjálmur. Fólk finnur hræringarnar og les þær rangt. Þannig var einnig um Jósef Smith og William Miller...

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2011 kl. 21:34

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hvernig getur þú trúað að Kristur sé til? Getur Bahá´i trúað því?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 29.3.2011 kl. 22:43

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, Kristján, þeir trúa að Kristur hafi verið til. Sjá hér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2011 kl. 22:58

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta vissi ég ekki. En grundvallarmunur er á Jesú og hvort hann var Kristur.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 29.3.2011 kl. 23:07

7 identicon

Það er eitt að halda því fram að Jesú hafi verið til.. en að trúa því að heimurinn hafi verið skapaður á 7 dögum og að jörðin sé einungis 6000 ára gömul er bara fáfræði!

Helga B (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 23:12

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, Kristinn. Okkar skoðun er að hann var Kristur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 00:09

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Helga;Já maður skyldi halda að það sé fáfræði, þótt að upplýstustu menn trúi samt staðfastlega á sköpunarsögu biblíunnar.

Ég er farinn að halda að þessi bókstafstrúin sé hafi ekkert með vitsmuni að gera, heldur tilfinningar. Þeir sem elska sköpunarkenninguna í 1 Mósebók, tína til eitt og annað sem þeim sjálfum gáfulegt, sem sannanir fyrir sínu máli, en það skín út úr málflutningi þeirra að þeir elska Biblíuna meira en sannleikann.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 00:17

10 identicon

Já, það getur alveg verið að Jesú hafi verið til en ekki ertu að segja Svanur að þú trúir að hann hafi gert kraftaverk, verið sonur Guðs og risið upp frá dauðum? Var Jesú ekki bara yndislegur hippi sem elskaði náungan? er restinn ekki bara skáldskapur kirkjunnar? Það myndi ég nú halda....

Kristófer J.

Kristófer (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 09:52

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristófer; Kirkjan skáldaði ekki guðspjöllin þótt hún hafi ráðið hvað fór í Biblíuna og hvað ekki. Ég efast ekki um að Kristur hafi getað gert kraftaverk, hvort sem rétt er frá þeim sagt í guðspjöllunum eða ekki. Kannski varpa þessar bækur nýju ljósi á sögu Krists og af því að þær eru sagðar skrifaðar svo snemma, geta þær verið áreiðanlegri heimild en guðspjöllin. - Er ekki "sonur Guðs" titill. Sjálfur notar Kristur oftast "mannssonurinn". Sú mikla áhersla sem lögð er á upprisuna í Kristni er einkennileg því hún er alls ekki einstök. Í Biblíunni er sagt frá nokkrum öðrum sem risu upp til himna. - Það sem er merkilegt við söguna af upprisunni er að hún helst í hendur við upprisu Kristinsdómsins. Það var ekki fyrr en María Magdalena kemur frá gröf Krists sem hún kallar saman postulana að þeir ákveða að halda út í heim og breiða út boðskapinn. - Það er miklu merkilegri "upprisa" en að líkami Krists hafi stigið upp og niður eins og Níkeu trúarjátningin vill meina að hann hafi gert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 11:28

12 identicon

Það má vera að þú getir fundið einhverja trúleysingja sem halda því fram að Jesús hafi ekki verið til - no matter what. Samt sem áður þá er þetta einhver misskilningur hjá þér. Flestir trúleysingjar segja að það séu ekki til nægilega góðar heimildir til að staðfesta hvort Jesús hafi verið til. Kannski þessi fundur breyti einhverju um það og þá breyta trúleysingjar um skoðun. En þeir halda samt áfram að vera trúleysingjar. Trúleysi er á ekki nokkurn hátt háð spurningunni um tilvist einhvers manns fyrir 2000 árum.

Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 13:12

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ragnar: Ég er aðeins að tala um trúleysingja sem ekki trúa því að Jesú hafi verið söguleg persóna, alls ekki alla trúleysingja.  Ég þekki nokkra þannig þenkjandi. En auðvitað halda þeir áfram að vera trúleysingjar, hverju sem tautar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband