Áttu þeir skilið traustið?

Ákvörðunin um að þiggja sæti á stjórnlagaráði er mikill prófsteinn á heilindi og siðferðislegan styrk þessara einstaklinga sem kosnir voru á stjórnlagaþing. Áttu þeir skilið það traust sem þeim var sýnt?  Kosningarnar voru úrskurðaðar ógildar og þar með misstu þeir umboð sitt frá þjóðinni.

Til að fá það aftur hefði þurft að efna til nýrra kosninga. Í stað þess er það vilji meirihluta þingheims að þessir 25 einstaklingar taki til starfa á ráði undir þeirra verndarvæng og í umboði þingsins. - Þetta er svo langt frá því sem lagt var upp með og átti að vera hluti af að byggja upp nýtt Ísland, að ég trúi ekki að nokkur þeirra sem hlaut kosningu á stjórnlagaþing þiggi sæti á þessu bastarðs ráði. -

Ef þeir gera það hinsvegar, opinbera þeir um leið að þeir eiginleikar sem fólk hélt að þeir hefðu og mundu hafa gert þá hæfa til að taka þátt í mótun nýrrar og réttlátari stjórnarskrár, eru ekki til staðar. - Þeir verða sem sagt hluti af gamla Íslandi, ekki þess nýja, hluti af vandamálinu, ekki lausninni. 


mbl.is Eru hugsi um stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Til að fá það aftur hefði þurft að efna til nýrra kosninga. Í stað þess er það vilji meirihluta þingheims að þessir 25 einstaklingar taki til starfa á ráði undir þeirra verndarvæng og í umboði þingsins.

Voru það ekki 30 manns sem sögðu já við frumvarpinu? það er víst ekki meirihluti þings, einungis meirihluti þeirra sem kusu.

En ég er þér hjartanlega sammála, það er ótrúlegt að það sé farið í að skipa þessa einstaklinga, hví ekki að taka aðra kosningu og hafa hana löglega, þetta er mikilvægt mál og á ekki að vera klárað með svona vinnubrögðum, ætli þetta fólk sé nokkuð hrætt við að missa sætið í næstu kosningum?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.3.2011 kl. 13:40

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hárrétt hjá þér Halldór, það er ekki meiri hluti þings á bak við vitleysuna, en meirihluti þingheims, þ.e. viðstaddra þingmanna er það.

Takk fyrir góða athugasemd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.3.2011 kl. 15:36

3 Smámynd: Dagný

Skrambi ratast þér satt af munni!

Dagný, 27.3.2011 kl. 00:45

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mjög athyglisvert!

Eyjólfur G Svavarsson, 27.3.2011 kl. 08:53

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þingskipað stjórnlagaráð er skárra en ekkert stjórnlagaþing. Við eigum enga heimtingu á því að fá alltaf það sem okkur líst best á.

Sæmundur Bjarnason, 27.3.2011 kl. 09:28

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir innlitið Dagný og Eyjólfur.

Sæmundur; Að sætta sig stöðugt við ónauðsynlegar málamiðlanir þegar kemur að réttlætismálum, er allt of algengt. Slíkt var eitt sinn kallað að hafa "þrælslund"  og þótti ekki eftirsókanarvert. Þeir sem vilja sýna hógværð og nægjusemi ættu ekki að þurfa ekki að fórna réttlætinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.3.2011 kl. 09:54

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst ekkert sérstakt óréttlæti fólgið í því að Alþingi skipi nefnd til að fjalla um þetta úr því þingið var ekki búið að sleppa taki sínu á stjórnarskránni að neinu leyti.

Og mér finnst það ekki skipta höfuðmáli hvort meirhluti kjörinna þingmanna eða meirihluti þeirra sem voru á fundinum samþykktu þetta. Það er ekki hægt að ganga út frá því að þeir sem ekki mættu hafi verið á móti þessu.

Sæmundur Bjarnason, 27.3.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband