Steingrímur er frá Venusi, Jóhanna frá Mars

Pólitísk viska eru tvö orð greinilega í mótsögn við hvert annað. Samt gerir fjöldi kvenna og manna tilraun til þess á hverjum degi að samræma þau .

Stundum heldur maður að það hafi tekist, eins og þegar einhver stjórnmálskríbentinn notar frasann "hver hugsandi maður". Blekkingin varir alveg þangað til að maður sér að hann á við sjálfan sig.

Eða þegar einhver frambjóðandinn notar frasann "hver skynsamur kjósandi" lætur maður hrífast, þangað til að það verður ljóst að aðeins er átt við þá sem ætla að kjósa hann.

Hér koma nokkur dæmi um pólitíska visku.

*Guð er sjálfstæðismaður og jólasveinninn samfylkingarmaður.

*Steingrímur er frá Venus, Jóhanna frá Mars.

*Óumdeildur.... er stafað leiðinlegur.

*Skylda minnihlutans er einfaldalega að vera alltaf á móti öllu og koma aldrei með neinar tillögur.

* Ekkert lyftir skapinu í flokknum meira en yfirvofandi aftaka eldri frammámanns/konu í honum.

* Að vera þingmaður elur á hégómagirninni en sveltir sjálfsvirðinguna.

* Óháður er maður sem vill taka pólitíkina úr pólitíkinni.

* Því meira sem þú lest og kynnir þér pólitíkina, því sannfærðari verður þú um að hver flokkur er verri en hinir flokkarnir.

* Minnihlutahópar hafa næstum alltaf rétt fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur er húsnegrinn, "house negro" á alþingi, hlýðinn, undirgefinn og spakur. Fyrrum kommi orðinn varðhundur auðvaldsins. Eins konar Júdas okkar daga.

K. (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband