Kínverjarnir koma

Kína fór framúr Japan fyrir skömmu og ræður núna yfir næst stærsta hagkerfi heimsins, næst á eftir Bandaríkjunum sem allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur setið í fyrsta sæti. Margir spá því að Kína verði komið í fyrsta sæti innan fárra ára og fólk hræðist ekki lengur kínverska kommúnismann, heldur kínverska kapítalismann. -

Ítök þeirra í hráefnavinnslu annarra ríkja, einkum í Afríku og Suður Ameríku benda til að æ fleiri þjóðir séu orðnar háðar þeim og að í náinni framtíð verði fátt aðhafst sem ekki krefst  umsagnar Kínverja eða samþykkis þeirra.

Á meðan Kínverjar tileinka sér í síauknum mæli vinnulag sem Bandaríkin voru áður þekkt fyrir, þ.e. fórnfýsi, framsækni og "can do" viðhorf, hafa Bandríkin staðið í stað.

 Bandaríkin og reyndar einnig Evrópa eiga við stórfelld félagsleg vandmál að stríða sem þau virðast ekki ráða við og tengjast m.a. viðleitni þeira til að tryggja sér aðgang að orkulindum sem eru á yfirráðasvæðum múslíma. 

Og þótt Kína eigi einnig við stórfelld félagsleg vandamál að glíma, eru þau höndluð þannig (mest virt að vettugi) að þau standa ekki í vegi fyrir framsækni þeirra. 

Á sviði menntunar og vísindalegar framfara hafa vesturveldin líka setið eftir á meðan Kínverjum fleygir fram.

Kína hefur einnig verið óhrætt við að notfæra sér annmarka hins alheimslega hagkerfis eins og það er í dag. Þeir greiða niður framleiðslu sína, halda gengi gjaldmiðilsins lágum og beita óhikað innflutningstollum á samkeppnisaðila sína.

Það eina sem getur komið í veg fyrir verulegt viðskiptastríð og jafnvel átök milli Kína og Vesturvelda í framhaldi af því,  er upptaka miklu víðtækara alþjóðlegs regluverks til að stjórna alheimslegu hagkerfi þar sem m.a. aðeins er notuð eins mynt, sömu laun eru greidd allsstaðar fyrir sömu vinnu og verð hráefnis er haldið jöfnu hvarvetna í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég las fyrir stuttu að kínverjar séu komnir fram úr þýskalandi USA og japan í útflutningi og eru því orðin stærsta útflutningsþjóð í heimi..

Óskar Þorkelsson, 17.2.2011 kl. 04:48

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er rétt Óskar.

China Mineral Company Ltd. tilkynnti um 6 milljarða dollara gróða á síðasta ársfjórðungi 2010. Einverjir eru að gera það gott.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.2.2011 kl. 15:09

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eitt sem vestrænan þjóðir ættu að velta fyrir sér líka er hvernig er viðkomandi gjaldmiðill verndaður af seðlabönkum þeirra ríkja sem best standa sig..

En kína, rússland, singapore, thailand og japan eru öll með gullforða til að styðja við sinn gjaldmiðil á meðan vestræn ríki hafa ekkert nema verðlaus skuldabréf..

gott dæmi, thailand á meira af gulli en Bandaríkin

Óskar Þorkelsson, 17.2.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband